Þrefaldur skolli á næst síðustu holunni og Ólafía úr leik Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2018 00:15 Ólafía Þórunn verður í eldlínunni um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Volvik mótinu sem fram fer í Michigan fylki þessa helgina. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía spilaði mög stöðugt golf á fyrsta hringnum. Hún endaði á einu höggi undir pari og var í góðri stöðu er keppni fór af stað í dag. Hú hóf leik á tíundu holu vallarins og byrjaði á fjórum pörum áður en það komu tveir fuglar í röð. Svo kom eitt par áður en fyrsti skollinn leit dagsins ljós á sautjándu holu vallarins, áttundu holu Ólafíu í dag. Hún náði sér svo í fugl á þriðju síðustu holunni og allt stefndi í að hún væri að koma sér þægilega í gegnum niðurskurðinn. Á áttundu og næst síðustu holunni hrökk hins vegar allt í baklás og Ólafía fékk þrefaldan skolla. Þar kastaði hún frá sér virkilega góðum fyrsta hring og sautján góðum holum á hring númer tvö en hún fékk par á síðustu holunni. Hún endaði því á þremur höggum yfir pari í dag og samtals á tveimur undir pari. Grátleg niðurstaða en þeir sem enduðu á parinu og undir komust í gegnum niðurskurðinn. Þriðji hringurinn verður leikinn á morgun, laugardag, en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 19.00.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Volvik mótinu sem fram fer í Michigan fylki þessa helgina. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía spilaði mög stöðugt golf á fyrsta hringnum. Hún endaði á einu höggi undir pari og var í góðri stöðu er keppni fór af stað í dag. Hú hóf leik á tíundu holu vallarins og byrjaði á fjórum pörum áður en það komu tveir fuglar í röð. Svo kom eitt par áður en fyrsti skollinn leit dagsins ljós á sautjándu holu vallarins, áttundu holu Ólafíu í dag. Hún náði sér svo í fugl á þriðju síðustu holunni og allt stefndi í að hún væri að koma sér þægilega í gegnum niðurskurðinn. Á áttundu og næst síðustu holunni hrökk hins vegar allt í baklás og Ólafía fékk þrefaldan skolla. Þar kastaði hún frá sér virkilega góðum fyrsta hring og sautján góðum holum á hring númer tvö en hún fékk par á síðustu holunni. Hún endaði því á þremur höggum yfir pari í dag og samtals á tveimur undir pari. Grátleg niðurstaða en þeir sem enduðu á parinu og undir komust í gegnum niðurskurðinn. Þriðji hringurinn verður leikinn á morgun, laugardag, en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 19.00.
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira