Skrópaði til að fara á völlinn | Rakst óvart á skólastjórann á vellinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2018 23:30 Steckman heldur hér á skiltinu við hlið skólastjórans sem hafði gaman af öllu saman. Ungur drengur í fjórða bekk í Chicago skrópaði í skólanum til þess að sjá opnunarleik Chicago Cubs. Heimurinn komst að skrópinu og hann hitti skólastjórann á vellinum. Venjulega reyna krakkar að fara með veggjum er þeir skrópa í skólanum. Ekki hann Tucker Steckman sem fékk að fara með pabba á völlinn í stað þess að vera í skólanum. Þeir mættu með skilti þar sem heiminum var tilkynnt um skrópið og það mætti alls ekki segja Versluis skólastjóra frá skrópinu.We got you. pic.twitter.com/9eewGzMIFJ — MLB (@MLB) April 10, 2018 Twitter-síða MLB-deildarinnar birti mynd af drengnum en síðan er með 8,3 milljónir fylgjenda. Þeir settu þó borða fyrir andlitið á honum svo hann þekktist ekki. Það skipti þó engu því skólastjórinn var á vellinum og Steckman rakst á hann. „Ég sá hann og reyndi að fela mig. Ég vildi nefnilega ekki heldur að hann myndi sjá mig. Ég var sjálfur að skrópa með syni mínum á vellinum,“ sagði skólastjórinn skellihlæjandi. Er upp komst um skróp allra var gert grín að öllu og Steckman myndaði sig með skólastjóranum og skiltinu. „Ég hef ekki misst dag úr vinnu í sex ár og fannst það því í lagi. Það er í fínu lagi að Tucker hafi líka skrópað. Hann er frábær strákur og stendur sig vel. Mér fannst skiltið stórkostlegt hjá honum,“ bætti skólastjórinn við. Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Ungur drengur í fjórða bekk í Chicago skrópaði í skólanum til þess að sjá opnunarleik Chicago Cubs. Heimurinn komst að skrópinu og hann hitti skólastjórann á vellinum. Venjulega reyna krakkar að fara með veggjum er þeir skrópa í skólanum. Ekki hann Tucker Steckman sem fékk að fara með pabba á völlinn í stað þess að vera í skólanum. Þeir mættu með skilti þar sem heiminum var tilkynnt um skrópið og það mætti alls ekki segja Versluis skólastjóra frá skrópinu.We got you. pic.twitter.com/9eewGzMIFJ — MLB (@MLB) April 10, 2018 Twitter-síða MLB-deildarinnar birti mynd af drengnum en síðan er með 8,3 milljónir fylgjenda. Þeir settu þó borða fyrir andlitið á honum svo hann þekktist ekki. Það skipti þó engu því skólastjórinn var á vellinum og Steckman rakst á hann. „Ég sá hann og reyndi að fela mig. Ég vildi nefnilega ekki heldur að hann myndi sjá mig. Ég var sjálfur að skrópa með syni mínum á vellinum,“ sagði skólastjórinn skellihlæjandi. Er upp komst um skróp allra var gert grín að öllu og Steckman myndaði sig með skólastjóranum og skiltinu. „Ég hef ekki misst dag úr vinnu í sex ár og fannst það því í lagi. Það er í fínu lagi að Tucker hafi líka skrópað. Hann er frábær strákur og stendur sig vel. Mér fannst skiltið stórkostlegt hjá honum,“ bætti skólastjórinn við.
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira