Fyrsti veitingastaður í eigu flóttamanna í Eistlandi opnar í Tallinn Heimsljós kynnir 19. september 2018 09:00 Brazak, qurabiya, khafeh, baklava – þetta er einungis hluti af ljúfmetinu á matseðli Ali Baba, veitingastaðar sem sérhæfir sig í sýrlenskri og miðausturlenskri matargerð og bakstri sem nýlega opnaði í Tallinn í Eistlandi. - Frásögn af vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Konan á bak við starfsemina, Nermiin frá Sýrlandi, er hæstánægð. Í raun nær ást hennar á eldamennsku aftur til æsku. „Ég hef kunnað við að elda frá því ég var smástelpa og hjálpaði mömmu alltaf í eldhúsinu,” segir hún. „Ég er svo fegin að við gerðum þetta, við erum öll ánægð,“ bætir hún við og vísar til eiginmanns síns, Mohamads, og vinar þeirra og viðskiptafélaga Amers, sem er einnig frá Sýrlandi. Nermiin gekk til liðs við Mohamad í Eistlandi fyrir þremur árum. Stuttu eftir að þau komu byrjuðu þau að leita að stað til að opna kaffihús. Það var ekki auðvelt: enginn vildi leigja þeim. „Kannski er það vegna þess að ég er ekki eistneskur – ég er flóttamaður hér – eða kannski vegna tungumálaörðugleika. Ég er líka með annað litarhaft,“ segir Mohamad. Nermiin bætir við að það hafi líka verið erfitt að venjast lífi sínu í einu af veraldlegustu löndum heims: „Það var erfitt í byrjun, fólk leit á mig og sjá bara hijab – að ég er múslimi. En á einhverjum tímapunkti verður þú bara að venjast því.“ Sem Palestínumenn sáu Mohamad og Nermiin ekkert líf fyrir sér í hinu stríðshrjáða Sýrlandi: „Það er engin vinna eða framtíð fyrir börnin mín þar. Ahmad sonur minn vill verða læknir, en hann gæti ekki opnað eigin læknastofu þarna – hann mætti aðeins vinna á sjúkrahúsi. En hér er allt í lagi fyrir hann. Hann getur lært. Ég kom ekki hingað fyrir mig heldur börnin mín.“ Mohamad kom til Eistlands frá Rússlandi með því að synda yfir ána á landamærunum. „Ég fylgdi GPS tæki með vinum mínum,“ segir hann. „Þegar ég kom til Eistlands var ég fluttur til Harku-geymslubúðanna í tvo mánuði og síðan til Vao-flóttamannabúðanna í eitt ár áður en Nermiin kom með börnin. Síðan fundum við íbúð í Tallinn.“ Í meira en tvö ár tók Nermiin matreiðslupantanir og eldaði úr eigin eldhúsi: „Það var mjög erfitt fyrir mig. En fólki líkaði maturinn okkar og það hvatti okkur til að opna veitingastað.“ Loks fundu þau húsnæði inni í verslunarmiðstöð í stærsta úthverfi Tallinn. Reksturinn er í góðri mótun, en hver dagur reynist vera áskorun – suma daga fær veitingastaðurinn 30 viðskiptavini og stundum aðeins fáa. Á sumrin annast þau veitingar á götumatarhátíðum um allt Eistland og matreiðsla þeirra virðist vera að verða vinsælli. Þrátt fyrir áskoranirnar eru Mohamad og Nermiin vongóð – aðallega um framtíð barna sinna. Elsti sonur þeirra, hinn 13 ára gamli Ahmad, talar nú þegar reiprennandi eistnesku og er stoltur af árangri sínum í skóla. „Ég lauk með fyrstu einkunn. Ég myndi vilja fara í læknanám, en ég myndi líka vilja verða þýðandi – ég tala fjögur tungumál,“ segir hann. Amer, hinn 27 ára gamli viðskiptafélagi þeirra, sótti um hæli í Eistlandi þegar hann kom, þó að hann hefði fremur viljað búa í Svíþjóð þar sem frændi hans er. Eftir viðveru þar í tvo mánuði var hann sendur aftur til Eistlands. „Ég var vonsvikinn í fyrstu, en nú er þetta allt í lagi. Ég get heimsótt foreldra mína og tvo bræður sem búa í Danmörku, og faðir minn hefur líka heimsótt mig hingað.“ Amer hefur nú, ásamt Nermiin, Mohamed og fjölskyldu þeirra, fundið sinn stað í Eistlandi. Honum er hugsað til allra þeirra flóttamanna sem hafa þurft að flýja Sýrland. „Margir hafa misst allt,“ segir hann. „Þeir hafa ekki neitt lengur. En hér í Eistlandi höfum við vinnu, við eigum okkar eigið fyrirtæki!“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent
Brazak, qurabiya, khafeh, baklava – þetta er einungis hluti af ljúfmetinu á matseðli Ali Baba, veitingastaðar sem sérhæfir sig í sýrlenskri og miðausturlenskri matargerð og bakstri sem nýlega opnaði í Tallinn í Eistlandi. - Frásögn af vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Konan á bak við starfsemina, Nermiin frá Sýrlandi, er hæstánægð. Í raun nær ást hennar á eldamennsku aftur til æsku. „Ég hef kunnað við að elda frá því ég var smástelpa og hjálpaði mömmu alltaf í eldhúsinu,” segir hún. „Ég er svo fegin að við gerðum þetta, við erum öll ánægð,“ bætir hún við og vísar til eiginmanns síns, Mohamads, og vinar þeirra og viðskiptafélaga Amers, sem er einnig frá Sýrlandi. Nermiin gekk til liðs við Mohamad í Eistlandi fyrir þremur árum. Stuttu eftir að þau komu byrjuðu þau að leita að stað til að opna kaffihús. Það var ekki auðvelt: enginn vildi leigja þeim. „Kannski er það vegna þess að ég er ekki eistneskur – ég er flóttamaður hér – eða kannski vegna tungumálaörðugleika. Ég er líka með annað litarhaft,“ segir Mohamad. Nermiin bætir við að það hafi líka verið erfitt að venjast lífi sínu í einu af veraldlegustu löndum heims: „Það var erfitt í byrjun, fólk leit á mig og sjá bara hijab – að ég er múslimi. En á einhverjum tímapunkti verður þú bara að venjast því.“ Sem Palestínumenn sáu Mohamad og Nermiin ekkert líf fyrir sér í hinu stríðshrjáða Sýrlandi: „Það er engin vinna eða framtíð fyrir börnin mín þar. Ahmad sonur minn vill verða læknir, en hann gæti ekki opnað eigin læknastofu þarna – hann mætti aðeins vinna á sjúkrahúsi. En hér er allt í lagi fyrir hann. Hann getur lært. Ég kom ekki hingað fyrir mig heldur börnin mín.“ Mohamad kom til Eistlands frá Rússlandi með því að synda yfir ána á landamærunum. „Ég fylgdi GPS tæki með vinum mínum,“ segir hann. „Þegar ég kom til Eistlands var ég fluttur til Harku-geymslubúðanna í tvo mánuði og síðan til Vao-flóttamannabúðanna í eitt ár áður en Nermiin kom með börnin. Síðan fundum við íbúð í Tallinn.“ Í meira en tvö ár tók Nermiin matreiðslupantanir og eldaði úr eigin eldhúsi: „Það var mjög erfitt fyrir mig. En fólki líkaði maturinn okkar og það hvatti okkur til að opna veitingastað.“ Loks fundu þau húsnæði inni í verslunarmiðstöð í stærsta úthverfi Tallinn. Reksturinn er í góðri mótun, en hver dagur reynist vera áskorun – suma daga fær veitingastaðurinn 30 viðskiptavini og stundum aðeins fáa. Á sumrin annast þau veitingar á götumatarhátíðum um allt Eistland og matreiðsla þeirra virðist vera að verða vinsælli. Þrátt fyrir áskoranirnar eru Mohamad og Nermiin vongóð – aðallega um framtíð barna sinna. Elsti sonur þeirra, hinn 13 ára gamli Ahmad, talar nú þegar reiprennandi eistnesku og er stoltur af árangri sínum í skóla. „Ég lauk með fyrstu einkunn. Ég myndi vilja fara í læknanám, en ég myndi líka vilja verða þýðandi – ég tala fjögur tungumál,“ segir hann. Amer, hinn 27 ára gamli viðskiptafélagi þeirra, sótti um hæli í Eistlandi þegar hann kom, þó að hann hefði fremur viljað búa í Svíþjóð þar sem frændi hans er. Eftir viðveru þar í tvo mánuði var hann sendur aftur til Eistlands. „Ég var vonsvikinn í fyrstu, en nú er þetta allt í lagi. Ég get heimsótt foreldra mína og tvo bræður sem búa í Danmörku, og faðir minn hefur líka heimsótt mig hingað.“ Amer hefur nú, ásamt Nermiin, Mohamed og fjölskyldu þeirra, fundið sinn stað í Eistlandi. Honum er hugsað til allra þeirra flóttamanna sem hafa þurft að flýja Sýrland. „Margir hafa misst allt,“ segir hann. „Þeir hafa ekki neitt lengur. En hér í Eistlandi höfum við vinnu, við eigum okkar eigið fyrirtæki!“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent