Paul McCartney tróð óvænt upp á fornum slóðum Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2018 19:39 Paul McCartney kom aðdáendum í heimaborginni Liverpool á óvart í vikunni með óvæntum tónleikum í Cavern klúbbnum þar sem Bítlarnir slógu fyrst í gegn í upphafi sjöunda áratugarins. McCartney boðaði tónleikana á Twitter að morgni fimmtudags og tónleikarnir fóru síðan fram klukkan tvö síðdegis. En algegnt var að The Beatles spiluðu í Cavern klúbbnum í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. Cavern kjallara klúbburinn sem nú stendur er ekki sá sami og Bítlarnir tróðu fyrst upp í árið 1961. Fyllt var upp í þann kjallara árið 1973 en nýr klúbbur undir sama nafni á sömu slóðum var opnaður árið 1984 og voru múrsteinar úr gamla klúbbnum meðal annars notaðir við byggingu hans. Frítt var inn á tónleika McCartney á fimmtudag og biðu margir klukkustundum saman eftir miða. Gamla kempan sem orðin er 76 ára var í banastuði. Lottie Ryan sem er 27 ára og var því ekki fædd þegar Bítlarnir hættu gat ekki leynt ánægju sinni þegar hún var komin með miða í hendurnar. „Mig dreymir um að fara aftur í tímann til sjöunda áratugarins og sjá Bítlana spila í Cavern. Ég kemst ekki nær því en þetta. Ég er rosalega spennt,” sagði Ryan skömmu fyrir tónleikana. Það var greinilegt að Bítlarnir höfða enn sterkt til ungu kynslóðarinnar í heimaborginni Liverpool enda eru fjórmenningarnir frægustu synir borgarinnar og heimili þeirra orðin að söfnum í þjóðareign. McCartney sjálfur var hæstánægður með uppákomuna en hann vakti í leiðinni athygli á væntanlegri plötu sinni Egypt Station sem kemur út í September. „Þegar við vorum að spila hér fyrir mjög mörgum árum vissum við ekki hvort við ættum einhverja framtíð fyrir okkur. En ég held að við höfum gert það ágætt. Það er mjög sérstakt fyrir mig að koma hingað aftur með núverandi hljómsveit og aðstoðarmenn, algerlega frábært,” sagði McCartney þegar hann ávarpaði tónleikagesti. Allison Devine sem er 57 ára var á tónleikunum og var því 9 ára þegar Bítlarnir hættu. Hún sagði skipta hana miklu máli að sjá gamla bítilinn troða upp í Cavern. „Hann er svo mikill show-maður og hann gaf okkur hreint frábæra tónleika. Þeir voru hverrar mínútu virði,” sagði Devine að tónleikunum loknum Og hinn 26 ára gamli Púllari Ian Morris var í sjöunda himni. „Hann er alger goðsögn, ekki rétt. Bítlarnir hafa haft áhrif á tónlist í öllum heiminum. Þetta var einstakt tækifæri til að sjá goðsögn í eigin persónu. Þetta er æðislegt,” sagði Morris. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Paul McCartney kom aðdáendum í heimaborginni Liverpool á óvart í vikunni með óvæntum tónleikum í Cavern klúbbnum þar sem Bítlarnir slógu fyrst í gegn í upphafi sjöunda áratugarins. McCartney boðaði tónleikana á Twitter að morgni fimmtudags og tónleikarnir fóru síðan fram klukkan tvö síðdegis. En algegnt var að The Beatles spiluðu í Cavern klúbbnum í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. Cavern kjallara klúbburinn sem nú stendur er ekki sá sami og Bítlarnir tróðu fyrst upp í árið 1961. Fyllt var upp í þann kjallara árið 1973 en nýr klúbbur undir sama nafni á sömu slóðum var opnaður árið 1984 og voru múrsteinar úr gamla klúbbnum meðal annars notaðir við byggingu hans. Frítt var inn á tónleika McCartney á fimmtudag og biðu margir klukkustundum saman eftir miða. Gamla kempan sem orðin er 76 ára var í banastuði. Lottie Ryan sem er 27 ára og var því ekki fædd þegar Bítlarnir hættu gat ekki leynt ánægju sinni þegar hún var komin með miða í hendurnar. „Mig dreymir um að fara aftur í tímann til sjöunda áratugarins og sjá Bítlana spila í Cavern. Ég kemst ekki nær því en þetta. Ég er rosalega spennt,” sagði Ryan skömmu fyrir tónleikana. Það var greinilegt að Bítlarnir höfða enn sterkt til ungu kynslóðarinnar í heimaborginni Liverpool enda eru fjórmenningarnir frægustu synir borgarinnar og heimili þeirra orðin að söfnum í þjóðareign. McCartney sjálfur var hæstánægður með uppákomuna en hann vakti í leiðinni athygli á væntanlegri plötu sinni Egypt Station sem kemur út í September. „Þegar við vorum að spila hér fyrir mjög mörgum árum vissum við ekki hvort við ættum einhverja framtíð fyrir okkur. En ég held að við höfum gert það ágætt. Það er mjög sérstakt fyrir mig að koma hingað aftur með núverandi hljómsveit og aðstoðarmenn, algerlega frábært,” sagði McCartney þegar hann ávarpaði tónleikagesti. Allison Devine sem er 57 ára var á tónleikunum og var því 9 ára þegar Bítlarnir hættu. Hún sagði skipta hana miklu máli að sjá gamla bítilinn troða upp í Cavern. „Hann er svo mikill show-maður og hann gaf okkur hreint frábæra tónleika. Þeir voru hverrar mínútu virði,” sagði Devine að tónleikunum loknum Og hinn 26 ára gamli Púllari Ian Morris var í sjöunda himni. „Hann er alger goðsögn, ekki rétt. Bítlarnir hafa haft áhrif á tónlist í öllum heiminum. Þetta var einstakt tækifæri til að sjá goðsögn í eigin persónu. Þetta er æðislegt,” sagði Morris.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira