Rotarar mætast í Kanada Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. október 2018 00:01 Vísir/Getty Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. Þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir hafa verið duglegir að klára bardaga sína snemma á undanförnum árum. Smith hefur verið að klára goðsagnir á borð við Mauricio ‘Shogun’ Rua og Rashad Evans á samanlagt rúmum tveimur mínútum. Smith hefur rotað þá báða og komið með ferska strauma í léttþungavigtina. Það sama gerði Volkan Oezdemir í fyrra. Oezdemir tók þá Jimi Manuwa og Misha Cirkunov á samanlagt rétt rúmri mínútu. Þó Manuwa og Cirkunov séu ekki goðsagnir eins og Rua og Evans þá má sjá margt sameiginlegt með þeim Smith og Oezdemir sem ætti að gera þetta að skemmtilegum bardaga. Oezdemir er þó talsvert yngri en síðustu andstæðingar Smith. Á sama kvöldi mun Artem Lobov, vinur og æfingafélagi Conor McGregor, mæta Michael Johnson. Lobov á ansi stóran þátt í þeim ríg sem myndaðist á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Conor réðst upphaflega á rútu Khabib í rútuárásinni frægu til að koma Lobov til varnar. Upphaflega átti Lobov að mæta Zubaira Tukhugov (æfingafélagi Khabib) en eftir að Tukhugov stökk inn í búrið og réðst á Conor í látunum á UFC 229 var bardaginn blásinn af. Michael Johnson kemur í hans stað og mætir Lobov í fjaðurvigt. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 MMA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira
Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. Þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir hafa verið duglegir að klára bardaga sína snemma á undanförnum árum. Smith hefur verið að klára goðsagnir á borð við Mauricio ‘Shogun’ Rua og Rashad Evans á samanlagt rúmum tveimur mínútum. Smith hefur rotað þá báða og komið með ferska strauma í léttþungavigtina. Það sama gerði Volkan Oezdemir í fyrra. Oezdemir tók þá Jimi Manuwa og Misha Cirkunov á samanlagt rétt rúmri mínútu. Þó Manuwa og Cirkunov séu ekki goðsagnir eins og Rua og Evans þá má sjá margt sameiginlegt með þeim Smith og Oezdemir sem ætti að gera þetta að skemmtilegum bardaga. Oezdemir er þó talsvert yngri en síðustu andstæðingar Smith. Á sama kvöldi mun Artem Lobov, vinur og æfingafélagi Conor McGregor, mæta Michael Johnson. Lobov á ansi stóran þátt í þeim ríg sem myndaðist á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Conor réðst upphaflega á rútu Khabib í rútuárásinni frægu til að koma Lobov til varnar. Upphaflega átti Lobov að mæta Zubaira Tukhugov (æfingafélagi Khabib) en eftir að Tukhugov stökk inn í búrið og réðst á Conor í látunum á UFC 229 var bardaginn blásinn af. Michael Johnson kemur í hans stað og mætir Lobov í fjaðurvigt. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2
MMA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira