Rónateljarinn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 17. september 2018 07:00 Það hefur þráfaldlega verið bent á ömurlegt ástand í húsnæðismálum okkar minnstu bræðra og systra. Fíklar og aðrir sem ekki hafa náð að átta sig í/á brjáluðu samfélaginu, til langframa eða tímabundið, mæla göturnar. Geðveila og fíknsjúkdómar ganga oft hönd í hönd um strætin og hafa ekki í nein hús að vernda. Það kemur fyrir að þetta ófremdarástand bögglist fyrir brjósti ráðamanna. Og þá byrja þeir að telja. Svo að þrátta. Fyrst eru rónar taldir, eins og sauðfé í dilk, og svo er þráttað um hver á hvað. Kíkt er á markið og skoðað hvaðan fénaðurinn kemur. Og dugmiklir ráðamenn í höfuðborginni sjá að af X mörgum rónum eru tveir frá Akranesi, einn frá Húsavík, þrír frá Selfossi og átján úr Kópavogi etc. etc. Þannig finna menn út hvernig eigi að skipta kostnaðinum. En þá vilja þeir sem „eiga lömbin“ ekki borga. Þar stoppar málið – fyrir utan fimm eða sex skýrslur sérfræðinga. Kannski, ef vel liggur á mönnum, er bætt við gámi úti á Granda – í útnára byggðar í Reykjavík. Þaðan telur kerfið að styttra sé til himna. Enda er hefð fyrir því að þar séu menn látnir deyja. Jesús og minnstu bræðurnir og sauðirnir og Samverjinn og allt það stöff er gleymt. Enda er það í Nýja testamentinu. Þrátt fyrir ítrekaðar talningar gerist ekki neitt. Því held ég að rétt sé að snúa dæminu við. Það er þekkt úr fótboltanum að borgaðar séu uppeldisbætur. Væri nú ekki sanngjarnt að þau bæjarfélög sem lagt hafa til róna í miðbæjarmynd Reykjavíkur fengju slíkar bætur fyrir sína menn frá borginni? Eða hvað gerir höfuðborg að höfuðborg ef það er ekki róninn? Þá færi líka borgin að finna það á pyngjunni að þetta fólk er til. Það bítur oft. Bítur jafnvel fastar en bragginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun
Það hefur þráfaldlega verið bent á ömurlegt ástand í húsnæðismálum okkar minnstu bræðra og systra. Fíklar og aðrir sem ekki hafa náð að átta sig í/á brjáluðu samfélaginu, til langframa eða tímabundið, mæla göturnar. Geðveila og fíknsjúkdómar ganga oft hönd í hönd um strætin og hafa ekki í nein hús að vernda. Það kemur fyrir að þetta ófremdarástand bögglist fyrir brjósti ráðamanna. Og þá byrja þeir að telja. Svo að þrátta. Fyrst eru rónar taldir, eins og sauðfé í dilk, og svo er þráttað um hver á hvað. Kíkt er á markið og skoðað hvaðan fénaðurinn kemur. Og dugmiklir ráðamenn í höfuðborginni sjá að af X mörgum rónum eru tveir frá Akranesi, einn frá Húsavík, þrír frá Selfossi og átján úr Kópavogi etc. etc. Þannig finna menn út hvernig eigi að skipta kostnaðinum. En þá vilja þeir sem „eiga lömbin“ ekki borga. Þar stoppar málið – fyrir utan fimm eða sex skýrslur sérfræðinga. Kannski, ef vel liggur á mönnum, er bætt við gámi úti á Granda – í útnára byggðar í Reykjavík. Þaðan telur kerfið að styttra sé til himna. Enda er hefð fyrir því að þar séu menn látnir deyja. Jesús og minnstu bræðurnir og sauðirnir og Samverjinn og allt það stöff er gleymt. Enda er það í Nýja testamentinu. Þrátt fyrir ítrekaðar talningar gerist ekki neitt. Því held ég að rétt sé að snúa dæminu við. Það er þekkt úr fótboltanum að borgaðar séu uppeldisbætur. Væri nú ekki sanngjarnt að þau bæjarfélög sem lagt hafa til róna í miðbæjarmynd Reykjavíkur fengju slíkar bætur fyrir sína menn frá borginni? Eða hvað gerir höfuðborg að höfuðborg ef það er ekki róninn? Þá færi líka borgin að finna það á pyngjunni að þetta fólk er til. Það bítur oft. Bítur jafnvel fastar en bragginn.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun