Hann sýndi frá því á Snapchat þegar hann kafaði undir ísilagt Þingvallavatn en það þurfti að berja gat í gegnum ísinn til að Heiðar Logi kæmust ofan í. Mér Heiðar í för voru þeir Alex Ágústsson, Weston Neal og Julian. Heiðar gerði allar öryggisráðstafanir og var með sérstakt öryggisteymi með í för.
„Ég er með öryggisteymi á staðnum ef ég myndi ekki finna gatið aftur. Ég er frekar kvefaður og vona að það spila ekki inn í,“ segir Heiðar rétt áður en hann fer ofan í vatnið. Þetta er bara of gott tækifæri til að sleppa þessu og því ætla ég bara að segja fokk it.“
Þegar þeir félagar voru á svæðinu var hitastigið úti mínus sex gráður. Klakinn var 25 sentímetra þykkur og þurftu þeir að grafa sig í gegnum hann til að komast ofan í. Myndaður var þríhyrningur á ísnum og er nauðsynlegt að taka alla ís upp úr vatninu svo að gatið fyllist ekki óvart aftur. Heiðar tók allt ferlið upp á Go-Pro og hefur sent Vísi myndbandið. Heiðar Logi er mjög vinsæll á Snapchat og má fylgjast með honum þar heidarlogi.
„Þetta er fríköfun og við erum ekki með neitt loft á bakinu og er bara að halda niður í okkur andanum. Við vorum með kafara á svæðinu með aukaloft svo ef eitthvað myndi klikka hefðum við getað fengið aðstoð. Sem betur fer þurftum við þess ekki,“ segir Heiðar en hér að neðan má sjá myndbandið magnaða en á þessum árstíma er Þingavallavatn um ein gráða.
Þáttinn má sjá hér að neðan.