Kjósa að kjósa ekki Davíð Þorláksson skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að nota skattpeninga til að hvetja tryggustu kjósendahópa sína til að mæta á kjörstað í síðustu kosningum. Fyrir utan hinn augljósa dómgreindarbrest sem felst í því vekur það upp spurningar um hlutverk hins opinbera og hvaða sýn stjórnmála- og embættismenn hafa á það. Þeim hættir nefnilega til þess að breytast í samfélagsverkfræðinga sem telja að hlutverk sitt sé að gera alla mögulega þætti samfélagsins betri, að þeirra mati. Þetta gildir bæði um stjórnmálamenn á vinstri og hægri vængnum. Vandamálin við þetta eru margvísleg. Í fyrsta lagi vilja fæstir að hið opinbera sé allt um lykjandi í öllum mannlegum þáttum daglegs lífs. Fólk greinir vissulega á um hvert umfang hins opinbera ætti að vera, en flest erum við sammála um að því ættu að vera einhver takmörk sett. Í öðru lagi erum við ekki öll sammála um það hvað gerir samfélagið betra. Í þriðja lagi kostar þetta allt peninga. Það eru peningar sem eru teknir úr vösum skattgreiðenda og gera það að verkum að þeir hafa minna á milli handanna. Fyrir sveitarstjórnarmenn er nærtækt að einbeita sér að lögbundnum hlutverkum sínum. Aukin kosningaþátttaka er það ekki og ætti ekki að vera markmið í sjálfu sér. Það er hrokafullt viðhorf að fólk sem kýs ekki sé ekki að sinna samfélagslegri skyldu sinni og þurfi bara meiri fræðslu til að skilja það. Að kjósa að kjósa ekki er líka ákveðin afstaða. Sú afstaða er meiri áfellisdómur yfir stjórnmálamönnum en kjósendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór
Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að nota skattpeninga til að hvetja tryggustu kjósendahópa sína til að mæta á kjörstað í síðustu kosningum. Fyrir utan hinn augljósa dómgreindarbrest sem felst í því vekur það upp spurningar um hlutverk hins opinbera og hvaða sýn stjórnmála- og embættismenn hafa á það. Þeim hættir nefnilega til þess að breytast í samfélagsverkfræðinga sem telja að hlutverk sitt sé að gera alla mögulega þætti samfélagsins betri, að þeirra mati. Þetta gildir bæði um stjórnmálamenn á vinstri og hægri vængnum. Vandamálin við þetta eru margvísleg. Í fyrsta lagi vilja fæstir að hið opinbera sé allt um lykjandi í öllum mannlegum þáttum daglegs lífs. Fólk greinir vissulega á um hvert umfang hins opinbera ætti að vera, en flest erum við sammála um að því ættu að vera einhver takmörk sett. Í öðru lagi erum við ekki öll sammála um það hvað gerir samfélagið betra. Í þriðja lagi kostar þetta allt peninga. Það eru peningar sem eru teknir úr vösum skattgreiðenda og gera það að verkum að þeir hafa minna á milli handanna. Fyrir sveitarstjórnarmenn er nærtækt að einbeita sér að lögbundnum hlutverkum sínum. Aukin kosningaþátttaka er það ekki og ætti ekki að vera markmið í sjálfu sér. Það er hrokafullt viðhorf að fólk sem kýs ekki sé ekki að sinna samfélagslegri skyldu sinni og þurfi bara meiri fræðslu til að skilja það. Að kjósa að kjósa ekki er líka ákveðin afstaða. Sú afstaða er meiri áfellisdómur yfir stjórnmálamönnum en kjósendum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun