Mikilvægi morgunverðarins Björk Eiðsdóttir skrifar 2. október 2019 10:30 Oddrún Helga er heilsumarkþjálfi sem boðið hefur upp á námskeið sem Heilsumamman í rúm sex ár. Fréttablaðið/Anton Brink Oddrún Helga Símonardóttir hefur boðið landanum kennslu í ýmiss konar matseld undir nafninu Heilsumamman frá því hún útskrifaðist sem heilsumarkþjálfi árið 2013, nú er það m.a. morgunverðurinn sem hún einbeitir sér að. Oddrún hefur boðið upp á sín fjölbreyttu námskeið á nokkrum stöðum í gegnum árin en nú heldur hún sig í Heilsuborg og býður þessa dagana upp á tvenns konar námskeið, Morgunmatur og millimál og svo kvöldverðarnámskeið þar sem áhersla er lögð á að auka hlut grænmetis á disknum. „Vinsælustu námskeiðin eru svo sennilega nammi námskeiðin sem eru í nóvember, þar sem við gerum konfekt í hollari kantinum.“ Oddrún segist leggja áherslu á að uppskriftirnar séu einfaldar og innihaldi ekki of mörg hráefni. „Það að borða næringarríkan mat þarf hvorki að vera flókið né bragðlaust.“ Samsetning sem kemur í veg fyrir þreytu og sykurlöngun Oddrún segir morgunmatinn mikilvægan enda gefi hann okkur kraft fyrir daginn. „Það er þó misjafnt hvenær fólki finnst best að borða morgunmat. Sumir borða hann nánast um leið og þeir vakna en aðrir nokkrum tímum seinna. Ég sjálf fasta í 13-14 tíma á virkum dögum og borða morgunmatinn því yfirleitt um þremur tímum eftir að ég vakna.“ Oddrún segist hafa átt uppáhaldsmorgunmat í nokkur ár en það er grautur úr höfrum, chia – og hampfræjum. „Ég bæti svo við einhverjum ávöxtum eða berjum og jafnvel möndlusmjöri og múslí ofan á. Það sem mér finnst frábært við þennan graut er að hann inniheldur prótein, góða fitu, flókin kolvetni og trefjar. Þetta hjálpar allt til þess að halda blóðsykrinum jöfnum fram eftir degi og koma þannig í veg fyrir þreytu og sykurlöngun. Mér finnst best að búa til mikið magn í stórri glerkrukku í byrjun vikunnar og eiga grautinn tilbúinn á morgnanna út vikuna. Það má þó líka setja hann í litla krukku að kvöldi til og grípa með sér í vinnu eða skóla að morgni.“ Morgungrautur Oddrúnar er bæði trefja- og próteinríkur og inniheldur góða fitu. Morgungrautur Þessi morgungrautur er fullkomin morgunmatur að sögn Oddrúnar. Hann er trefjaríkur og inniheldur einnig prótein og góða fitu og gefur góðan kraft inn í daginn. Hún mælir með að búa til mikið magn í einu því grauturinn geymist í um það bil fimm daga í kæli. (skammtur fyrir 1)1 msk hafrar1 msk hampfræ1 msk chia fræ1 dl vatn eða annar vökviávextir ofan á Blandið hráefninu saman í skál og hrærið öðru hverju. Fræin drekka í sig vatnið og það tekur um það bil 10 mínútur. Það má líka búa grautinn til að kvöldi og geyma í ísskáp, þá er hann tilbúinn að morgni. Grauturinn er ekki bragðmikill og því nauðsynlegt að bragðbæta með ávöxtum og berjum. Einnig er mjög gott að setja 1 tsk af möndlusmjöri og jafnvel múslí. Um helgar læðast svo stundum með 1-2 bitar af smátt söxuðu dökku súkkulaði. Oddrún segir mikilvægt að morgunsjeik innihaldi ekki aðeins ávexti heldur einnig fitu og prótein. Próteinríkur súkkulaðisjeik Þegar útbúinn er sjeik í morgunmat er að sögn Oddrúnar mikilvægt að hugsa um að hafa ekki bara ávexti heldur passa að hann innihaldi líka fitu og prótein svo svengdin komi ekki strax aftur. Það mætti t.d. bæta út í hann þykkri kókosmjólk, avókadó eða smá ólífuolíu fyrir góða fitu og hampfræjum, chiafræjum eða öðrum fræjum, lúku af möndlum eða öðrum hnetum fyrir prótein. (2 stór glös)1 banani (sniðugt að nota frosna)2-3 msk hampfræ2 msk chia fræ + 1 dl vatn1 msk hreint kakó (ég nota frá Himneskri Hollustu)1-2 msk möndlusmjör, líka mjög gott að nota heslihnetusmjör1 tsk hunang eða 1-2 döðlur4 dl vatnsirka 2 dl af klaka (ath. þarf ekki ef þið notið frosna banana) Byrjið á því að setja chia fræin í glas og blandið saman við 1 dl af vatni. Leyfið því að standa og hrærið í öðru hverju á meðan þið finnið til restina af hráefnunum. Setjið allt í blandara og blandið vel. Nánari upplýsingar eru á heilsumamman.is eða á Facebook og instagram undir sama nafni. Birtist í Fréttablaðinu Boozt Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Oddrún Helga Símonardóttir hefur boðið landanum kennslu í ýmiss konar matseld undir nafninu Heilsumamman frá því hún útskrifaðist sem heilsumarkþjálfi árið 2013, nú er það m.a. morgunverðurinn sem hún einbeitir sér að. Oddrún hefur boðið upp á sín fjölbreyttu námskeið á nokkrum stöðum í gegnum árin en nú heldur hún sig í Heilsuborg og býður þessa dagana upp á tvenns konar námskeið, Morgunmatur og millimál og svo kvöldverðarnámskeið þar sem áhersla er lögð á að auka hlut grænmetis á disknum. „Vinsælustu námskeiðin eru svo sennilega nammi námskeiðin sem eru í nóvember, þar sem við gerum konfekt í hollari kantinum.“ Oddrún segist leggja áherslu á að uppskriftirnar séu einfaldar og innihaldi ekki of mörg hráefni. „Það að borða næringarríkan mat þarf hvorki að vera flókið né bragðlaust.“ Samsetning sem kemur í veg fyrir þreytu og sykurlöngun Oddrún segir morgunmatinn mikilvægan enda gefi hann okkur kraft fyrir daginn. „Það er þó misjafnt hvenær fólki finnst best að borða morgunmat. Sumir borða hann nánast um leið og þeir vakna en aðrir nokkrum tímum seinna. Ég sjálf fasta í 13-14 tíma á virkum dögum og borða morgunmatinn því yfirleitt um þremur tímum eftir að ég vakna.“ Oddrún segist hafa átt uppáhaldsmorgunmat í nokkur ár en það er grautur úr höfrum, chia – og hampfræjum. „Ég bæti svo við einhverjum ávöxtum eða berjum og jafnvel möndlusmjöri og múslí ofan á. Það sem mér finnst frábært við þennan graut er að hann inniheldur prótein, góða fitu, flókin kolvetni og trefjar. Þetta hjálpar allt til þess að halda blóðsykrinum jöfnum fram eftir degi og koma þannig í veg fyrir þreytu og sykurlöngun. Mér finnst best að búa til mikið magn í stórri glerkrukku í byrjun vikunnar og eiga grautinn tilbúinn á morgnanna út vikuna. Það má þó líka setja hann í litla krukku að kvöldi til og grípa með sér í vinnu eða skóla að morgni.“ Morgungrautur Oddrúnar er bæði trefja- og próteinríkur og inniheldur góða fitu. Morgungrautur Þessi morgungrautur er fullkomin morgunmatur að sögn Oddrúnar. Hann er trefjaríkur og inniheldur einnig prótein og góða fitu og gefur góðan kraft inn í daginn. Hún mælir með að búa til mikið magn í einu því grauturinn geymist í um það bil fimm daga í kæli. (skammtur fyrir 1)1 msk hafrar1 msk hampfræ1 msk chia fræ1 dl vatn eða annar vökviávextir ofan á Blandið hráefninu saman í skál og hrærið öðru hverju. Fræin drekka í sig vatnið og það tekur um það bil 10 mínútur. Það má líka búa grautinn til að kvöldi og geyma í ísskáp, þá er hann tilbúinn að morgni. Grauturinn er ekki bragðmikill og því nauðsynlegt að bragðbæta með ávöxtum og berjum. Einnig er mjög gott að setja 1 tsk af möndlusmjöri og jafnvel múslí. Um helgar læðast svo stundum með 1-2 bitar af smátt söxuðu dökku súkkulaði. Oddrún segir mikilvægt að morgunsjeik innihaldi ekki aðeins ávexti heldur einnig fitu og prótein. Próteinríkur súkkulaðisjeik Þegar útbúinn er sjeik í morgunmat er að sögn Oddrúnar mikilvægt að hugsa um að hafa ekki bara ávexti heldur passa að hann innihaldi líka fitu og prótein svo svengdin komi ekki strax aftur. Það mætti t.d. bæta út í hann þykkri kókosmjólk, avókadó eða smá ólífuolíu fyrir góða fitu og hampfræjum, chiafræjum eða öðrum fræjum, lúku af möndlum eða öðrum hnetum fyrir prótein. (2 stór glös)1 banani (sniðugt að nota frosna)2-3 msk hampfræ2 msk chia fræ + 1 dl vatn1 msk hreint kakó (ég nota frá Himneskri Hollustu)1-2 msk möndlusmjör, líka mjög gott að nota heslihnetusmjör1 tsk hunang eða 1-2 döðlur4 dl vatnsirka 2 dl af klaka (ath. þarf ekki ef þið notið frosna banana) Byrjið á því að setja chia fræin í glas og blandið saman við 1 dl af vatni. Leyfið því að standa og hrærið í öðru hverju á meðan þið finnið til restina af hráefnunum. Setjið allt í blandara og blandið vel. Nánari upplýsingar eru á heilsumamman.is eða á Facebook og instagram undir sama nafni.
Birtist í Fréttablaðinu Boozt Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira