Reyndu í mörg ár að eignast börn en enduðu með að ættleiða tvö frá Tékklandi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2019 10:30 Elísabet og Smári reyndu í mörg ár að eignast börn en endaðu með því að ættleiða tvö frá Tékklandi. Elísabet og Smári kynntust árið 1999 en þá unnu þau bæði í banka. Þeim líkaði strax vel við hvort annað, byrjuðu saman og byrjuðu að búa. „Einhverjum árum seinna förum við að hugsa um barneignir og okkur langaði að eignast fjölskyldu. Maður byrjar að reyna heima í leikfiminni í einhver ár,“ segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir. En það skilaði engum árangri og í framhaldinu létu þau rannsaka málið. Þá kom í ljós að Elísabet var með væga endómetríósu og fóru þau því í tæknisæðingu, alls sex sinnum. „Það var farið í það að skoða sæðið og þá kom í ljós að það var latt. Þá kom í ljós að við þurftum að fara í smásjáfrjóvgun,“ segir Elísabet sem fékk í kjölfarið stórar sprautur sem tóku á en meðferðirnar urðu nokkrar. „Líkaminn fer í það að verða óléttur en það gerist ekki neitt.“ Þetta tímabil var þeim nokkuð þungt. „En kannski af því að við töluðum mikið saman um þetta og við vini okkar þá var þetta miklu einfaldara.“Fjölskyldan á góðri stundu.Enginn fósturvísir festist og Elísabet varð því aldrei ólétt. Eftir fimm ára ferli gáfust þau upp en þrátt fyrir allt buguðust þau aldrei. „Þetta hafði í raun aldrei mikil áhrif á hjónabandið og við höfum alltaf verið mjög opin og höfum getað talað um hlutina,“ segir Smári Hrólfsson og þá fóru þau að tala um ættleiðingar. „Ég var ekkert svo sannfærður fyrst og var voðalega fastur í að eiga barn líffræðilega,“ segir Smári en þau fóru því næst á námskeið hjá Íslenskri ættleiðingu sem undirbýr fólk enda ferlið allt öðruvísi. Þau vildu fá að ættleiða frá Tékklandi og voru þau samþykkt þar í landi árið 2011. Þremur árum síðar fengu þau síðan símtal. „Við ætluðum í sumarbústað og ætluðum að fara ferð um Snæfellsnesið með mömmu. Við erum bara að setja síðustu töskurnar út í bíl þegar Kristinn, framkvæmdarstjóri Íslenskar ættleiðingar, hringir. Þá var bara sagt að við þyrftum að koma upp á skrifstofu og þar voru upplýsingar um þennan draumadreng. Nafn, aldur og aðeins forsaga hans,“ segir Elísabet. Þau fóru út til Tékklands 22. september 2013 og morguninn eftir hittu þau drenginn á barnaheimilinu. Drengurinn fékk smá tíma til að aðlagast þeim og segir Elísabet að strax eftir hádegi hafi hann verið orðinn þeirra. Þau þurftu að vera í landinu í tvær vikur á meðan verið var að klára málin en hann fékk strax nafnið Birkir Jan en þarna var hann tæplega eins árs. Þau viðurkenna að þarna fundu þau fyrir hræðslu. Þegar komið var heim til Íslands er nauðsynlegt að halda allri rútínu. „Halda svefntímanum, matartíma og baðtíma. Það er best fyrir alla í þessum sporum að hafa mikla rútínu,“ segir Smári. Þegar Birkir var orðinn þriggja ára fóru þau aftur af stað enda vildu þau að hann myndi eiga systkini. Næsta símtal kom síðan í nóvember 2018. Fjögurra ára stúlka beið þeirra og þá var Birkir orðinn sex ára. „Þegar við vorum komin á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar fáum við að sjá mynd af henni. Birkir ýtir myndinni í burtu og segir, áttu nokkuð upplýsingar um strák,“ segir Elísabet og skellihlær. Því næst fengu þau að ættleiða Anetu Ösp. „Það urðu strax ótrúleg tengsl á milli þeirra og hún gjörsamlega dýrkar hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fjölskyldumál Ísland í dag Tengdar fréttir „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Elísabet og Smári kynntust árið 1999 en þá unnu þau bæði í banka. Þeim líkaði strax vel við hvort annað, byrjuðu saman og byrjuðu að búa. „Einhverjum árum seinna förum við að hugsa um barneignir og okkur langaði að eignast fjölskyldu. Maður byrjar að reyna heima í leikfiminni í einhver ár,“ segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir. En það skilaði engum árangri og í framhaldinu létu þau rannsaka málið. Þá kom í ljós að Elísabet var með væga endómetríósu og fóru þau því í tæknisæðingu, alls sex sinnum. „Það var farið í það að skoða sæðið og þá kom í ljós að það var latt. Þá kom í ljós að við þurftum að fara í smásjáfrjóvgun,“ segir Elísabet sem fékk í kjölfarið stórar sprautur sem tóku á en meðferðirnar urðu nokkrar. „Líkaminn fer í það að verða óléttur en það gerist ekki neitt.“ Þetta tímabil var þeim nokkuð þungt. „En kannski af því að við töluðum mikið saman um þetta og við vini okkar þá var þetta miklu einfaldara.“Fjölskyldan á góðri stundu.Enginn fósturvísir festist og Elísabet varð því aldrei ólétt. Eftir fimm ára ferli gáfust þau upp en þrátt fyrir allt buguðust þau aldrei. „Þetta hafði í raun aldrei mikil áhrif á hjónabandið og við höfum alltaf verið mjög opin og höfum getað talað um hlutina,“ segir Smári Hrólfsson og þá fóru þau að tala um ættleiðingar. „Ég var ekkert svo sannfærður fyrst og var voðalega fastur í að eiga barn líffræðilega,“ segir Smári en þau fóru því næst á námskeið hjá Íslenskri ættleiðingu sem undirbýr fólk enda ferlið allt öðruvísi. Þau vildu fá að ættleiða frá Tékklandi og voru þau samþykkt þar í landi árið 2011. Þremur árum síðar fengu þau síðan símtal. „Við ætluðum í sumarbústað og ætluðum að fara ferð um Snæfellsnesið með mömmu. Við erum bara að setja síðustu töskurnar út í bíl þegar Kristinn, framkvæmdarstjóri Íslenskar ættleiðingar, hringir. Þá var bara sagt að við þyrftum að koma upp á skrifstofu og þar voru upplýsingar um þennan draumadreng. Nafn, aldur og aðeins forsaga hans,“ segir Elísabet. Þau fóru út til Tékklands 22. september 2013 og morguninn eftir hittu þau drenginn á barnaheimilinu. Drengurinn fékk smá tíma til að aðlagast þeim og segir Elísabet að strax eftir hádegi hafi hann verið orðinn þeirra. Þau þurftu að vera í landinu í tvær vikur á meðan verið var að klára málin en hann fékk strax nafnið Birkir Jan en þarna var hann tæplega eins árs. Þau viðurkenna að þarna fundu þau fyrir hræðslu. Þegar komið var heim til Íslands er nauðsynlegt að halda allri rútínu. „Halda svefntímanum, matartíma og baðtíma. Það er best fyrir alla í þessum sporum að hafa mikla rútínu,“ segir Smári. Þegar Birkir var orðinn þriggja ára fóru þau aftur af stað enda vildu þau að hann myndi eiga systkini. Næsta símtal kom síðan í nóvember 2018. Fjögurra ára stúlka beið þeirra og þá var Birkir orðinn sex ára. „Þegar við vorum komin á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar fáum við að sjá mynd af henni. Birkir ýtir myndinni í burtu og segir, áttu nokkuð upplýsingar um strák,“ segir Elísabet og skellihlær. Því næst fengu þau að ættleiða Anetu Ösp. „Það urðu strax ótrúleg tengsl á milli þeirra og hún gjörsamlega dýrkar hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fjölskyldumál Ísland í dag Tengdar fréttir „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00