Lífið

Valentia Sampaio fyrsta trans fyrirsæta Victoria's Secret

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Valentia Sampaio verður fyrsta trans fyrirsætan sem situr fyrir Victoria's Secret.
Valentia Sampaio verður fyrsta trans fyrirsætan sem situr fyrir Victoria's Secret. skjáskot/instagram
Talið er að búið sé að ráða fyrirsætuna Valentiu Sampaio til að sitja fyrir í auglýsingaherferð Victoria‘s Secret. Það myndi gera hana að fyrstu trans fyrirsætunni til að sitja fyrir fyrirtækið.

Brasilíska fyrirsætan, sem er 22 ára gömul, birti mynd á Instagram þar sem hún situr í baðsloppi baksviðs þar sem hún segir myndatökuna fyrir PINK línu Victoria‘s Secret fara fram.

Hún merkti aðgang PINK línu Victoria‘s Secret á Instagram í yfirskriftinni auk þess sem hún notaði myllumerkin #vspink og #campaign.



Í samtali við E! News hrósaði Erio Zanon, umboðsmaður Valentiu, henni fyrir afrekið og sagði fréttirnar „æðislegar og hana brautryðjanda.“

Victoria's Secret hefur ekki staðfest ráðninguna.

Sjá einnig: Tískusýning Victoria‘s Secret fer ekki fram í ár

„Hún er svakalega hamingjusöm og stolt af því að fá að vera í forsvari fyrir allt sitt samfélag,“ bætti hann við. „Hún vonast til þess að þetta tækifæri verði skref í áttina að því að fjarlægja hindranir.“

Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að trans fyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×