Lífið

Villi­svína­grín skekur net­heima

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Villisvín í Frakklandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Villisvín í Frakklandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Arterra
Umræða um skotvopnalöggjöf hefur verið í hámæli í Bandaríkjunum síðustu daga vegna fjölda skotárása um helgina. Umræðan hefur þó ekki aðeins einkennst af alvarleika en mikið grín spratt upp á Twitter eftir að William McNabb, íbúi í dreifbýli í Arkansas, spurði: „Hvernig á ég að drepa 30-50 villisvín sem hlaupa inn í garðinn minn á innan við 3-5 mínútum á meðan ungu börnin mín leika sér?“

Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga

Sjá einnig: Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum

Þrátt fyrir grínið sem hefur skapast í kring um svar McNabb eru villisvínahjarðir alvöru vandamál í sumum hlutum Bandaríkjanna. Villisvínin valda oft miklum skaða á ræktuðu landi þar sem þau róta upp jarðvegi til að nálgast fæði.

Samkvæmt Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna valda villisvín meira en 183 milljarða króna skaða á hverju ári.

Evan Wood, ritstjóri Missouri Life, segir veiði ekki vera lausnina við plágunni. Þegar veiðar hafi verið leyfðar hafi stofn villisvína stækkað töluvert.

Búsvæði villisvína árið 2018.USDA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×