Hvar er Bobby Fischer? Jónas Sen skrifar 6. ágúst 2019 09:30 Tengingin við Fischer er dálítið óljós, satt best að segja að mati gagnrýnanda. Bobby Fischer var ekki bara snillingur á skáksviðinu. Hann bjó líka yfir tónlistarhæfileikum. Þegar hann var táningur og var að keppa á skákmóti í Bled í Slóveníu ætluðu félagar hans að gera góðlátlegt grín að honum. Þeir fengu hann til að fara upp á svið í næturklúbbi og syngja. Þannig vonuðust þeir til að hann myndi sýna á sér mannlegri hliðar og gera sig að fífli. Öllum að óvörum söng Bobby nokkur rokklög ótrúlega vel, hafði flotta rödd, söng með tilþrifum og hafði mikla sviðsnærveru. Fischer er ódauðlegur og nú hefur enn einn minnisvarðinn um hann verið reistur, að þessu sinni geisladiskurinn Bobby. Þetta er ekki heimildarmynd heldur tíu djasslög eftir Mikael Mána Ásmundsson. Lögin eru flutt af tríói sem kennt er við tónskáldið, og það samanstendur af Mikael sem spilar á gítar, Skúla Sverrissyni á bassa og Magnúsi Trygvason Elíassen á slagverk.Fischer var hrollvekjandi Tengingin við Fischer er dálítið óljós, satt best að segja. Tónskáld grípa stundum til þess ráðs að tengja tónlist sína við eitthvað sérstakt, oft trúarlegt efni, til að fela skort á innblæstri og til að vekja meiri athygli á tónlistinni. Hér er innblásturinn vissulega til staðar, tónlistin er þægileg áheyrnar og hún rennur áreynslulaust áfram, en saga Fischers er miklu dramatískari en ætla mætti af tónlistinni. Skákin sjálf er bardagi og Fischer var hermaður á sinn hátt, auk þess sem hann hagaði sér eins og versta rokkdíva. Líf hans einkenndist af átökum og öfgum og var sorgarsaga þegar upp er staðið. Tónlistin hér er hins vegar yfirleitt ljúf og notaleg. Alltaf er unnið ágætlega úr grípandi laglínunum, flæðið í lögunum er sannfærandi. Lögin hafa líka hvert sinn karakter, sum eru tilraunakennd, jafnvel annarleg, en þau hefðu mátt vera mun djarfari og áleitnari. Heildarmyndin er einfaldlega ekki nógu sterk miðað við viðfangsefnið. Kannski er helsti gallinn við diskinn sá að lögin eru OF þægileg. Ég þekki mann sem hlotnaðist sá heiður að bjóða Fischer í mat. Hann sagði að það hefði verið undarleg upplifun. Fischer var ekki leiðinlegur, þvert á móti, en hann hafði samt hrollvekjandi nærveru, það var beinlínis óþægilegt að sitja fyrir framan hann. Af lögunum að dæma mætti hins vegar ætla að Fischer hefði verið hinn viðkunnanlegasti náungi, pinku sérvitur, en ekkert meira en það. Froðufellandi gyðingahatarinn, heimsmeistari sem hætti á toppnum, og sem var varpað í fangelsi eftir að hafa farið huldu höfði í sértrúarsöfnuði – hann er hér víðs fjarri.Glæsilegur hljóðfæraleikur Burtséð frá þessu er hljóðfæraleikurinn sjálfur prýðilegur. Gítarleikur Mikaels er flottur og fagmannlegur, tæknilega öruggur og skýr. Sömu sögu er að segja um smekkvísan bassaleik Skúla og hóflegan slagverksleik Magnúsar, hann er hvorki of né van. Heildarmynd hljóðfæraleiksins er í prýðilegu jafnvægi; þetta er skemmtilegur hópur. Geisladiskur Mikaels er hans fyrsti og er ljóst að hann býr yfir ríkulegum tónlistarhæfileikum. Diskurinn er vel unninn og er því greinilega mikils af listamanninum að vænta í framtíðinni. Hann þarf bara að kafa meira undir yfirborð þess sem hann hyggst semja tónlist um. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bobby Fischer var ekki bara snillingur á skáksviðinu. Hann bjó líka yfir tónlistarhæfileikum. Þegar hann var táningur og var að keppa á skákmóti í Bled í Slóveníu ætluðu félagar hans að gera góðlátlegt grín að honum. Þeir fengu hann til að fara upp á svið í næturklúbbi og syngja. Þannig vonuðust þeir til að hann myndi sýna á sér mannlegri hliðar og gera sig að fífli. Öllum að óvörum söng Bobby nokkur rokklög ótrúlega vel, hafði flotta rödd, söng með tilþrifum og hafði mikla sviðsnærveru. Fischer er ódauðlegur og nú hefur enn einn minnisvarðinn um hann verið reistur, að þessu sinni geisladiskurinn Bobby. Þetta er ekki heimildarmynd heldur tíu djasslög eftir Mikael Mána Ásmundsson. Lögin eru flutt af tríói sem kennt er við tónskáldið, og það samanstendur af Mikael sem spilar á gítar, Skúla Sverrissyni á bassa og Magnúsi Trygvason Elíassen á slagverk.Fischer var hrollvekjandi Tengingin við Fischer er dálítið óljós, satt best að segja. Tónskáld grípa stundum til þess ráðs að tengja tónlist sína við eitthvað sérstakt, oft trúarlegt efni, til að fela skort á innblæstri og til að vekja meiri athygli á tónlistinni. Hér er innblásturinn vissulega til staðar, tónlistin er þægileg áheyrnar og hún rennur áreynslulaust áfram, en saga Fischers er miklu dramatískari en ætla mætti af tónlistinni. Skákin sjálf er bardagi og Fischer var hermaður á sinn hátt, auk þess sem hann hagaði sér eins og versta rokkdíva. Líf hans einkenndist af átökum og öfgum og var sorgarsaga þegar upp er staðið. Tónlistin hér er hins vegar yfirleitt ljúf og notaleg. Alltaf er unnið ágætlega úr grípandi laglínunum, flæðið í lögunum er sannfærandi. Lögin hafa líka hvert sinn karakter, sum eru tilraunakennd, jafnvel annarleg, en þau hefðu mátt vera mun djarfari og áleitnari. Heildarmyndin er einfaldlega ekki nógu sterk miðað við viðfangsefnið. Kannski er helsti gallinn við diskinn sá að lögin eru OF þægileg. Ég þekki mann sem hlotnaðist sá heiður að bjóða Fischer í mat. Hann sagði að það hefði verið undarleg upplifun. Fischer var ekki leiðinlegur, þvert á móti, en hann hafði samt hrollvekjandi nærveru, það var beinlínis óþægilegt að sitja fyrir framan hann. Af lögunum að dæma mætti hins vegar ætla að Fischer hefði verið hinn viðkunnanlegasti náungi, pinku sérvitur, en ekkert meira en það. Froðufellandi gyðingahatarinn, heimsmeistari sem hætti á toppnum, og sem var varpað í fangelsi eftir að hafa farið huldu höfði í sértrúarsöfnuði – hann er hér víðs fjarri.Glæsilegur hljóðfæraleikur Burtséð frá þessu er hljóðfæraleikurinn sjálfur prýðilegur. Gítarleikur Mikaels er flottur og fagmannlegur, tæknilega öruggur og skýr. Sömu sögu er að segja um smekkvísan bassaleik Skúla og hóflegan slagverksleik Magnúsar, hann er hvorki of né van. Heildarmynd hljóðfæraleiksins er í prýðilegu jafnvægi; þetta er skemmtilegur hópur. Geisladiskur Mikaels er hans fyrsti og er ljóst að hann býr yfir ríkulegum tónlistarhæfileikum. Diskurinn er vel unninn og er því greinilega mikils af listamanninum að vænta í framtíðinni. Hann þarf bara að kafa meira undir yfirborð þess sem hann hyggst semja tónlist um.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira