Ágúst um framhaldið: Veit ekki hvernig þetta endar en erum búnir að setjast niður og ræða málin Anton Ingi Leifsson og Einar Kárason skrifa 22. september 2019 21:45 Ágúst Gylfason á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/daníel „Þetta var bara sanngjarnt fannst mér,” sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli Blika gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Það var mikið rok og grenjandi rigning er liðin mættust á Hásteinsvelli í dag og Ágúst var ekki hrifinn. „Erfiðar aðstæður sem menn vissu fyrir fram. Undirbúningurinn ömurlegur fyrir mitt lið, bara fyrir lið í fótbolta að búa sig undir. Að vera ælandi og spúandi kvöldi fyrir leik. Auðvitað eru Eyjamenn þessu vanir og hafa gert þetta mjög oft. En eins og ég segi er þetta ekki boðlegt að hafa þennan undirbúning. Aðstæður mjög erfiðar.” „Það er erfitt að halda boltanum niðri. Eins góð og fótboltaliðin á vellinum eru þá var þetta mikill háloftabolti og boltinn alltaf út fyrir endalínu. Þetta eru erfiðar aðstæður sem á ekki að bjóða fótboltafólki upp á.” Blikar komust yfir þrátt fyrir að ÍBV hafi sótt töluvert meira frá byrjun með vindinn í bakið. „Þetta var gott mark. Skyndisókn. Við fórum í 3-4 sóknir í fyrri hálfleik útaf aðstæðum og skoruðum úr einni þeirra. Þeir fá svo ódýrt víti sem þeir jafna úr. Seinni hálfleikurinn var aðeins daufari og kannski ekki okkar besti hálfleik. Vorum með vindinn í bakið en áttum erfitt með að hemja boltann. Niðurstaðan er sanngjörn.” „Hann segist ekki hafa látið sig detta,” sagði Ágúst um vítaspyrnudóminn þegar Sigurður Arnar Magnússon féll í teig Blika. „Það var kannski einhver hrinding þarna en hún var lítil og þetta var ódýrt víti.” „Ég kenni dálítið aðstæðum um að við náum ekki að hemja boltann og kannski mögulega ekki nógu vel gert hjá okkur heldur. Jafntefli í leik sem kannski ekki skipti öllu máli en við erum að tryggja okkur annað sætið í deildinni.” Mikið hefur verið rætt um framtíð Blika og aðspurður hvort að Ágúst verði áfram þjálfari liðsins svaraði hann: „Ég veit ekkert hvernig þetta endar en við erum búnir að setjast niður og erum að ræða málin. Það skýrist vonandi fljótlega,” sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
„Þetta var bara sanngjarnt fannst mér,” sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli Blika gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Það var mikið rok og grenjandi rigning er liðin mættust á Hásteinsvelli í dag og Ágúst var ekki hrifinn. „Erfiðar aðstæður sem menn vissu fyrir fram. Undirbúningurinn ömurlegur fyrir mitt lið, bara fyrir lið í fótbolta að búa sig undir. Að vera ælandi og spúandi kvöldi fyrir leik. Auðvitað eru Eyjamenn þessu vanir og hafa gert þetta mjög oft. En eins og ég segi er þetta ekki boðlegt að hafa þennan undirbúning. Aðstæður mjög erfiðar.” „Það er erfitt að halda boltanum niðri. Eins góð og fótboltaliðin á vellinum eru þá var þetta mikill háloftabolti og boltinn alltaf út fyrir endalínu. Þetta eru erfiðar aðstæður sem á ekki að bjóða fótboltafólki upp á.” Blikar komust yfir þrátt fyrir að ÍBV hafi sótt töluvert meira frá byrjun með vindinn í bakið. „Þetta var gott mark. Skyndisókn. Við fórum í 3-4 sóknir í fyrri hálfleik útaf aðstæðum og skoruðum úr einni þeirra. Þeir fá svo ódýrt víti sem þeir jafna úr. Seinni hálfleikurinn var aðeins daufari og kannski ekki okkar besti hálfleik. Vorum með vindinn í bakið en áttum erfitt með að hemja boltann. Niðurstaðan er sanngjörn.” „Hann segist ekki hafa látið sig detta,” sagði Ágúst um vítaspyrnudóminn þegar Sigurður Arnar Magnússon féll í teig Blika. „Það var kannski einhver hrinding þarna en hún var lítil og þetta var ódýrt víti.” „Ég kenni dálítið aðstæðum um að við náum ekki að hemja boltann og kannski mögulega ekki nógu vel gert hjá okkur heldur. Jafntefli í leik sem kannski ekki skipti öllu máli en við erum að tryggja okkur annað sætið í deildinni.” Mikið hefur verið rætt um framtíð Blika og aðspurður hvort að Ágúst verði áfram þjálfari liðsins svaraði hann: „Ég veit ekkert hvernig þetta endar en við erum búnir að setjast niður og erum að ræða málin. Það skýrist vonandi fljótlega,” sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30