Óli prófaði að sjálfsögðu leikinn og það með sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn er eins og áður segir hryllingsleikur og má segja að leikjahönnuðinum hafi tekist ætlunarverk sitt því Óli var ein taugahrúga á meðan að á spilun stóð.
Leikurinn snýst í raun um feluleik í dimmu húsi einu og vonandi hefur Óla liðið betur í fyrri feluleikjum sem hann hefur tekið þátt í. Ekki bætti úr skák þegar óvæntur aðili mætti á svæðið á meðan gleraugun voru á og spennan var mikil.