Lék í myndbandi Kelvyns Colt Sólrún Freyja Sen skrifar 4. júlí 2019 09:00 Símon Nodle er bæði taktasmiður og fyrirsæta. Tónlist Símons Nodle er ekki með neinum söng eða rappi. Það mætti lýsa tónlistinni sem rólegri raftónlist. Símon er svo að stjórna kollektívu 15 taktasmiða sem deila sömu tónlistarstefnu og gefa reglulega út lög. Sjálfur hefur Símon fengið mörg hundruð þúsund spilanir á SoundCloud frá því hann gaf út sitt fyrsta lag þar fyrir um tveimur árum. Hann hefur meðal annars endurhljóðblandað lag eftir Joji sem Joji sjálfur setti læk á. Um daginn gaf Símon út 16 laga blandspólu á Spotify sem lýsir að hans sögn tilfinningalegu ferðalagi frá upphafi til enda. Taktasmiðir semja oft stóran hluta af laglínu rapplaga eða popplaga, ef ekki alla laglínuna. „Þú getur ekki gert gott lag án þess að vera með góðan pródúser (taktasmið).“ Sjálfur stefnir Símon þó ekki á að vinna með íslenskum röppurum. „Ég hlusta varla á íslenskt rapp sjálfur,“ en Símon ber samt virðingu fyrir hörkunni sem rapparar í senunni hér á landi leggja í. Símon lofar að það séu mörg óútgefin lög á leiðinni í útgáfu. Planið er að gefa bæði út lög með öðrum listamönnum og ekki. „Ég er mjög spenntur fyrir því og hlakka til að sjá hvernig það spilast.“Leitar að sínu hljóði Eitthvað hefur Símon komið fram, bæði einn og með öðrum tónlistarmönnum á hátíðum á borð við Airwaves og Secret Solstice. „Ég spilaði á tónleikum með Kef LAVÍK og Vagina Boys í Hörpunni fyrir svona tveimur árum.“ Síðan ákvað Símon að hætta að koma fram með lifandi tónlist og sem plötusnúður. „Mig langaði að einbeita mér meira að því að pródúsa og finna mig sem tónlistarmann. Eftir að Símon dró sig í hlé hefur hann sökkt sér í það að finna þetta hljóð sem hann telur sig vera kominn langt með að gera. „Það er allt að koma til. Ég vil ná því markmiði að einhver hlusti á tónlistina og finni að það er ákveðið hljóð í mínum lögum. Það geta allir gert tónlist en það verður eitthvað að vera á bak við hana. Fólk þarf að geta tengt við lögin.“Taktasmiðir fá ekki verðskuldaða athygli fyrir framlag sitt til tónlistarinnar.Er reglulega í samskiptum við rapparann Kelvyn Colt Síðasta ár hefur Símon unnið sem fyrirsæta fyrir umboðsstofuna Eskimo. „Ég fæ samt eiginlega öll verkefnin mín í gegnum Instagram, en þá segi ég þeim sem senda skilaboð beint til mín að hafa samband við Eskimo svo það sé öruggt að ég fái greitt.“ Símon segir að það séu mjög margir sem vilji greiða fyrir fyrirsætustörf með ýmsum vörum en það er varla hægt að lifa á þeim einum. Símon lék í tónlistarmyndbandi þýska rapparans Kelvyns Colt sem kom út í desember í fyrra. Colt hefur verið á uppleið síðustu misseri og er þekktastur fyrir lagið sitt Bury me alive. Lagið við myndbandið sem Símon lék í heitir Love&hate. Það var tekið upp í íslenskri náttúru þar sem leikararnir eru í gulum göllum sem stangast á við svarthvítt umhverfið. Það má því segja að litasamsetningin passi einstaklega vel við lagið. Símon hefur verið í samskiptum við Colt frá því að þeir kynntust við gerð myndbandsins og jafnvel hefur sú hugmynd komið upp að gera lag saman.Símon ákvað að fara á samning hjá Eskimo fyrir um ári síðan.Rokkar það bara Það er ekki leiðinlegt að vera fyrirsæta að sögn Símons sem hefur tekið þátt í mörgum tískusýningum síðan hann byrjaði. „Það er alveg mikið stress en um leið og þú ert kominn á staðinn og byrjaður þá er það mjög gaman. Maður rokkar það bara.“ Hins vegar stefnir Símon á að starfa frekar sem fyrirsæta og taktasmiður erlendis enda þekkir hann marga í Bandaríkjunum þar sem hann er hálfbandarískur. Símon segir að hann sé að hugsa um að flytja annaðhvort til London eða Los Angeles, framtíðin er opin og að því er virðist björt líka. Að lokum vill Símon þakka fyrir sig þar sem taktasmiðir fá oft ekki næga athygli fyrir sitt framlag til tónlistar í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlist Símons Nodle er ekki með neinum söng eða rappi. Það mætti lýsa tónlistinni sem rólegri raftónlist. Símon er svo að stjórna kollektívu 15 taktasmiða sem deila sömu tónlistarstefnu og gefa reglulega út lög. Sjálfur hefur Símon fengið mörg hundruð þúsund spilanir á SoundCloud frá því hann gaf út sitt fyrsta lag þar fyrir um tveimur árum. Hann hefur meðal annars endurhljóðblandað lag eftir Joji sem Joji sjálfur setti læk á. Um daginn gaf Símon út 16 laga blandspólu á Spotify sem lýsir að hans sögn tilfinningalegu ferðalagi frá upphafi til enda. Taktasmiðir semja oft stóran hluta af laglínu rapplaga eða popplaga, ef ekki alla laglínuna. „Þú getur ekki gert gott lag án þess að vera með góðan pródúser (taktasmið).“ Sjálfur stefnir Símon þó ekki á að vinna með íslenskum röppurum. „Ég hlusta varla á íslenskt rapp sjálfur,“ en Símon ber samt virðingu fyrir hörkunni sem rapparar í senunni hér á landi leggja í. Símon lofar að það séu mörg óútgefin lög á leiðinni í útgáfu. Planið er að gefa bæði út lög með öðrum listamönnum og ekki. „Ég er mjög spenntur fyrir því og hlakka til að sjá hvernig það spilast.“Leitar að sínu hljóði Eitthvað hefur Símon komið fram, bæði einn og með öðrum tónlistarmönnum á hátíðum á borð við Airwaves og Secret Solstice. „Ég spilaði á tónleikum með Kef LAVÍK og Vagina Boys í Hörpunni fyrir svona tveimur árum.“ Síðan ákvað Símon að hætta að koma fram með lifandi tónlist og sem plötusnúður. „Mig langaði að einbeita mér meira að því að pródúsa og finna mig sem tónlistarmann. Eftir að Símon dró sig í hlé hefur hann sökkt sér í það að finna þetta hljóð sem hann telur sig vera kominn langt með að gera. „Það er allt að koma til. Ég vil ná því markmiði að einhver hlusti á tónlistina og finni að það er ákveðið hljóð í mínum lögum. Það geta allir gert tónlist en það verður eitthvað að vera á bak við hana. Fólk þarf að geta tengt við lögin.“Taktasmiðir fá ekki verðskuldaða athygli fyrir framlag sitt til tónlistarinnar.Er reglulega í samskiptum við rapparann Kelvyn Colt Síðasta ár hefur Símon unnið sem fyrirsæta fyrir umboðsstofuna Eskimo. „Ég fæ samt eiginlega öll verkefnin mín í gegnum Instagram, en þá segi ég þeim sem senda skilaboð beint til mín að hafa samband við Eskimo svo það sé öruggt að ég fái greitt.“ Símon segir að það séu mjög margir sem vilji greiða fyrir fyrirsætustörf með ýmsum vörum en það er varla hægt að lifa á þeim einum. Símon lék í tónlistarmyndbandi þýska rapparans Kelvyns Colt sem kom út í desember í fyrra. Colt hefur verið á uppleið síðustu misseri og er þekktastur fyrir lagið sitt Bury me alive. Lagið við myndbandið sem Símon lék í heitir Love&hate. Það var tekið upp í íslenskri náttúru þar sem leikararnir eru í gulum göllum sem stangast á við svarthvítt umhverfið. Það má því segja að litasamsetningin passi einstaklega vel við lagið. Símon hefur verið í samskiptum við Colt frá því að þeir kynntust við gerð myndbandsins og jafnvel hefur sú hugmynd komið upp að gera lag saman.Símon ákvað að fara á samning hjá Eskimo fyrir um ári síðan.Rokkar það bara Það er ekki leiðinlegt að vera fyrirsæta að sögn Símons sem hefur tekið þátt í mörgum tískusýningum síðan hann byrjaði. „Það er alveg mikið stress en um leið og þú ert kominn á staðinn og byrjaður þá er það mjög gaman. Maður rokkar það bara.“ Hins vegar stefnir Símon á að starfa frekar sem fyrirsæta og taktasmiður erlendis enda þekkir hann marga í Bandaríkjunum þar sem hann er hálfbandarískur. Símon segir að hann sé að hugsa um að flytja annaðhvort til London eða Los Angeles, framtíðin er opin og að því er virðist björt líka. Að lokum vill Símon þakka fyrir sig þar sem taktasmiðir fá oft ekki næga athygli fyrir sitt framlag til tónlistar í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira