Stærstu nöfnin í rappsenunni vildu ekki koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 20:59 Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino eru allir tilnefndir til Grammy-verðlaunanna en þeir gátu ekki hugsað sér að koma fram á hátíðinni. Getty/samsett Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. Grammy-verðlaunin verða afhend í 61 skipti og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Hátíðin mun standa yfir í rúmar þrjár klukkustundir og fer fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles. Ástæðan er sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni. Ken Ehrlich, skipuleggjandi, sagði að þeim hefði öllum þremur verið boðið að koma fram á hátíðinni en að þeir hefðu hafnað tilboðinu. Grammy-verðlaunahátíðin hefur undanfarin ár verið harðlega gagnrýnd bæði fyrir skort á fjölbreytni og fyrir að gefa rapp senunni ekki nægan gaum. Aðdáendur Jay-Z voru forviða eftir hátíðina í fyrra þegar rapparinn hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda tilnefningar. Í fyrra laut rapparinn Kendrick Lamar í lægra haldi fyrir poppstjörnunni Bruno Mars í flokki Bestu plötu ársins þrátt fyrir að Kendrick Lamar hafi hlotið fyrir hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir plötuna sína DAMN. og hún verið valin plata ársins af mörgum helstu tónlistartímaritunum. Ariana Grande hafnaði þá einnig boði um að koma fram á hátíðinni því henni fannst skipuleggjandi hátíðarinnar hafa verið of stjórnsamur og ekki veitt henni listrænt frelsi. Cardi B, Travis Scott, Shawn Mendes, Miley Cyrus og Lady Gaga verða á meðal þeirra listamanna sem stíga á svið í kvöld en hátíðin þykir hin glæsilegasta. Alicia Keys er kynnir kvöldsins.Hér er hægt að kynna sér tilnefningarnar. Tónlist Tengdar fréttir Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. Grammy-verðlaunin verða afhend í 61 skipti og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Hátíðin mun standa yfir í rúmar þrjár klukkustundir og fer fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles. Ástæðan er sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni. Ken Ehrlich, skipuleggjandi, sagði að þeim hefði öllum þremur verið boðið að koma fram á hátíðinni en að þeir hefðu hafnað tilboðinu. Grammy-verðlaunahátíðin hefur undanfarin ár verið harðlega gagnrýnd bæði fyrir skort á fjölbreytni og fyrir að gefa rapp senunni ekki nægan gaum. Aðdáendur Jay-Z voru forviða eftir hátíðina í fyrra þegar rapparinn hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda tilnefningar. Í fyrra laut rapparinn Kendrick Lamar í lægra haldi fyrir poppstjörnunni Bruno Mars í flokki Bestu plötu ársins þrátt fyrir að Kendrick Lamar hafi hlotið fyrir hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir plötuna sína DAMN. og hún verið valin plata ársins af mörgum helstu tónlistartímaritunum. Ariana Grande hafnaði þá einnig boði um að koma fram á hátíðinni því henni fannst skipuleggjandi hátíðarinnar hafa verið of stjórnsamur og ekki veitt henni listrænt frelsi. Cardi B, Travis Scott, Shawn Mendes, Miley Cyrus og Lady Gaga verða á meðal þeirra listamanna sem stíga á svið í kvöld en hátíðin þykir hin glæsilegasta. Alicia Keys er kynnir kvöldsins.Hér er hægt að kynna sér tilnefningarnar.
Tónlist Tengdar fréttir Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00
Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30
Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30