Gæfusöm að lenda í kulnun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 11:14 Bestu hugmyndirnar koma þegar hugurinn er kyrrlátur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Kötturinn Guðbrandur liggur makindalega í stól í anddyri heimilis Guðrúnar Evu Mínervudóttur rithöfundar í Hveragerði. „Ég á hann eiginlega ekki. Hann vinnur bara hér,“ segir Guðrún Eva og býður blaðamann og ljósmyndara velkomin. Hér hefur hún búið í sjö ár með eiginmanni sínum Marteini Thorssyni og dóttur þeirra Mínervu. „Það voru mýs á milli lofts og þaks, það er allt í lagi að hafa nokkrar. En of margar, manni fer að líða eins og boðflennu á eigin heimili. En þær þögnuðu mjög f ljótt eftir að Guðbrandur flutti inn,“ segir Guðrún Eva sposk og lagar kaffi á meðan Guðbrandur músaskelfir fer hægt um stofuna ögn forvitinn um gestaganginn. Þó ekki meira forvitinn en svo að hann ratar fljótlega upp í gluggakistu sem snýr að garði prýddum mörgum fallegum og háum trjám. Í miðjum garðinum er einstaklega fallegur álmur með mörgum greinum sem fléttast út frá trjábolnum. Ómótstæðilegt börnum. Og kannski köttum. Lítið þorp í garðinum Hér og þar í garðinum eru forvitnilegir munir og styttur sem Guðrún Eva hefur fundið á nytjamörkuðum. Hún segist seinna, spásserandi um garðinn, hljóta að vera með snilligáfu í því að finna forvitnilega muni. Í garðinum eru einnig tvö afar snotur smáhýsi sem þau hjón leigja til ferðamanna. Á milli húsanna er tunnulaga saunaklefi og pottur. Þá er eitt smáhýsi til viðbótar staðsett yst í garðinum, það er þvottahúsið og það vill svo til að þar finnst Guðrúnu Evu best að skrifa og hefur komið þar fyrir skrif borði og stól. Það er ekki skrýtið að smáhýsin sem þau leigja út kalli þau Backyard village því það er raunverulega lítið þorp í stórum garðinum. Guðrún Eva gaf nýverið út skáldsöguna Aðferðir til að lifa af. Sagan gerist í sumarbústaðalandi, ef til vill ekki ólíku og á Laugarvatni eða á Flúðum. Sagan hverfist um fjórar aðalpersónur, Borghildi sem rekur gistiaðstöðu, Hönnu sem glímir við átröskun, Aron Snæ ellefu ára umkomulausan dreng í sálarháska og öryrkjann ástlausa Árna. Í bókinni er alltumlykjandi háski en líka sú hlýja og öryggi sem felst í góðum vilja fólks til þess að koma öðrum til hjálpar. „Ég byrjaði mjög f ljótlega að skrifa þessa skáldsögu eftir að ég lauk við Ástin, Texas. Oft hef ég þurft að hvíla hausinn og lesa á milli bóka og það kom á óvart hversu fljótlega ég byrjaði að skrifa því þótt Ástin, Texas sé ekki stór bók þá er hún samt fimm sögur, fimm heimar. Hætt að reyna að stýra Þessi saga kom til mín á auðveldan og náttúrulegan hátt, ég þurfti lítið að endurskrifa. Hún skrifaði sig eiginlega svolítið sjálf. Ég held það hafi verið síðla árs á síðasta ári sem ég gat ekki sofnað því ég sá fyrir mér þessa ungu stúlku í sumarbústað. Ég vissi ekkert hvert það ætlaði en ég hélt áfram að fá f leiri hugmyndir um hana. Svo fer ég út að ganga í skóginum hér í hnausþykkri þoku og mæti manni með hund. Og hann ófst samstundis inn í söguna, þannig leiddi eitt af öðru. Bókin varð hins vegar ekki að skáldsögu fyrr en söguhetjan Aron Snær kom til sögunnar. Hann er miðja bókarinnar.“ Guðrún Eva segist löngu hætt að reyna að stýra ferlinu við skriftir. „Ég er farin að treysta því að hugmyndirnar komi. Ég bíð. Og ég þarf yfirleitt ekki að bíða lengi. Ef ég þarf að bíða lengi þá veit ég að það er vegna þess að ég þarf hvíld. Maður getur orðið veikur ef maður skrifar meira en maður les. Blaðamenn hljóta að geta lent í þessu líka,“ segir hún. Það eru ekki endilega gönguferðirnar sem kveikja á hugmyndum. Þær eiga það til að kvikna þegar hún er við það að festa svefn. „Þegar ég er að fara að sofa og heilinn fer að snúast hægar og hægar. Eða þegar mér tekst að tæma hugann. Bestu hugmyndirnar koma þegar hugurinn er kyrrlátur. Þá kviknar oft eitthvað. Og þá finnst mér ég stundum verða að fara á fætur og skrifa það niður.“ Heppin að lenda í kulnun Guðrúnu Evu er mikilvægi hvíldar afar hugleikið. Það er rík ástæða fyrir því. Hún komst sjálf í þrot fyrir nokkrum misserum. Eða í kulnunarástand. Hún hélt marga fyrirlestra og pistla um mikilvægi hvíldar og deildi sýn sinni og reynslu. Henni finnst hún hafa verið gæfusöm að hafa lent í kulnun vegna þess að nú skilji hún að það sé ekki annað í boði en að hafa hvíldina í forgangi. Annars komi af leiðingarnar fram með ýmsum einkennum. Í hennar tilviki var það stam, málhelti, örmögnun og kvíði. „Ég var heppin að lenda í kulnun og það var nú eiginlega fyrir tilviljun að um nokkurra mánaða skeið höfðu ótrúlega margir samband við mig og báðu um pistla og fyrirlestra. Ég varð við því og fannst heiðarlegast að tala um það sem stóð mér næst. Deila nýjustu upplýsingum. Ég bjóst ekki við því að það yrði svona mikil vakning um þessi málefni og ég fékk yfir mig holskeflu af skilaboðum,“ segir hún og segir fólk hafa samsamað sig reynslu hennar. Svo margir verði óvinnufærir vegna of mikils álags og of lítillar hvíldar.“Hversdagsleikinn er ekki hversdagslegur, segir Guðrún Eva.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Það er neyðarlegt fyrir Íslendinga að viðurkenna að þeir hafi verið í margra mánaða letikasti eins og maður myndi orða það ef maður væri rosalega dómharður á sig.“ Guðrún Eva segir að auðvitað sé best að fólk geti vaknað til meðvitundar um mikilvægi þess að hvíla sig án þess að fara í kulnunarástand. „Það er best að fólk fái þessa vakningu án þess að keyra á vegginn á fullu. Þegar fólk segir mér að það sé með málstol, að það sé allt í einu farið að stama, eða segist varla kunna lengur að tala almennilega ensku. Þá veit ég að þetta sama fólk þarf nauðsynlega hvíld. Líka þegar fólk nefnir að það upplifi það nánast sem ofbeldi bara þegar annað fólk er að tala við það. Því þá þurfi það bæði að hlusta og svo að svara! Þá segi ég stundum við fólk að það gæti verið að sigla í ákveðna átt sem það þurfi ekki endilega að fara í.“ Áhugasöm um hið fallega Er hún einhverju nær um tilvistina eftir erfiðleikana? „Ég hef alltaf verið með kórsöng í hjartanu, mér finnst hversdagsleikinn aldrei vera allur þar sem hann er séður. Eða eitthvað hversdagslegur yfirhöfuð. Síðustu árin hef ég farið æ meira þangað. Mér hefur fundist það vera ákveðið mótvægi. Skáldsagnahöfundar hafa áhuga á fólki og því sem gerir okkur að manneskjum, því sem við eigum sameiginlegt. Meira og meira með árunum hef ég orðið áhugasamari um það fallegasta og heilagasta í öllum og sé það í öllum sem ég hitti svo vel. Þó heimurinn sé oft agalegur staður þá í staðinn fyrir að verða kaldhæðnari eða bitrari með aldrinum þá einhvern veginn finnst mér ég verða meira lamb.“ Hún segir sumum þykja þessi milda og rómantíska afstaða barnaleg og jafnvel heimskuleg. En hún biður fólk að velta því aðeins betur fyrir sér. „Þetta þykir svolítið heimskulegt, en ég held að það sé það skynsamlegasta í stöðunni. Ég held að með þessari afstöðu þá dragir þú frekar fram það góða frekar en ef þú býst við hinu versta. Ef þú ert með þá skoðun á fólki að það sé svo fyrirlitlegt, þá dregur þú það fram. Ég finn að ég laða frekar fram fegurðina og það besta í fólki.“ Í klaustri í miðjum frumskógi Guðrún Eva er nýkomin úr vist í nokkurs konar klaustri á Indlandi í miðjum frumskógi. „Mér var boðið til Indlands. Ég er búin að vera í smá kunningsskap við dásamlegt fólk í Lótushúsi í Garðabæ. Ég hef stundum verið þeim innan handar og ég hef líka farið á dagsnámskeið hjá þeim, jógahugleiðslu sem þau bjóða upp á fólki að kostnaðarlausu. Ég fékk einn daginn ómótstæðilegan tölvupóst frá þeim. Þau væru að fara til Indlands, hvort ég vildi ekki fara með? Það er svo miklu skemmtilegra að segja já þegar það kemur svona uppástunga. Ferðalagið reyndist magnað. Aldursforsetinn í þessum andlega háskóla á Indlandi er 104 ára gömul, hún var eiginlega alveg hætt að nenna að tala og notaði handabendingar. Ég hef lengi hugleitt og finnst það rosalega öflugt tæki til að komast í tengsl við sig og umheiminn. Ég hef stundað jóga alveg síðan fyrir tvítugt og hugleiðslan er mér mjög mikilvæg. Þegar ég fór í kulnun þá var hugleiðsla það eina sem sló á einkennin. Ég kalla þetta klaustur því þarna voru svokallaðir brahmar sem tileinka líf sitt því að iðka jóga og hugleiðslu. Þeir eru skírlífir og borða bara vissar tegundir af mat. Þegar ég kom í þorpið upplifði ég að þetta væri helgur staður, þar gengu allir hægt um hvítklæddir.“ Flutti oft í æsku Henni finnst gott að búa í Hveragerði og vill hvergi annars staðar vera. Þörf Guðrúnar Evu fyrir að vera umkringd náttúru er sprottin úr barnæsku. Hún er fædd í Reykjavík og bjó fyrstu árin í Vesturbænum í Reykjavík. „Ég bjó á Ásvallagötu og Bræðraborgarstíg en svo fluttum við í Mosfellssveit þegar ég var sex ára og mér fannst það eftirminnilega góð skipti. Mamma er tónlistarkennari og það var ekki stöðugleiki í því starfi þannig að við f luttum mikið á milli að eltast við tónlistarskólastöður úti á landi. „Ég ólst því upp á hinum ýmsu krummaskuðum úti á landi. Best leið mér á Kirkjubæjarklaustri, mögulega af því ég var á því sem Þórarinn Eldjárn kallar hamingjusama aldrinum. Tíu til tólf ára gömul, þegar maður getur allt, kann allt og hefur öðlast sjálfstæði en hormónarnir ekki komnir til að brjóta mann niður. Það getur vel verið að ég sé hér í Hveragerði af því það er margt í umhverfinu sem minnir mig á Kirkjubæjarklaustur.“ Hvött til að gerast droppát Þegar Guðrún Eva varð átján ára flutti hún til Reykjavíkur, þar hófst rithöfundarferillinn. Hún bjó í Reykjavík allt þar til örlögin tóku í taumana á fullorðinsárum. „Ég flutti á slaginu átján. Ég fór að vinna á Kaffi París og þykir enn rosalega vænt um þessi hjón sem ráku staðinn og reka nú Spænska barinn. Þetta er gott fólk og ótrúlega mikill lærdómur fyrir mig að vera þarna og sjá hvernig fullorðinsheimurinn virkaði, án filters og smá hömlulaus. Þarna kynntist ég prófarkalesaranum mínum sem var það svo alla tíð, Hildi Finnsdóttur. Hún las fyrstu skáldsöguna mína án þess að fá borgað fyrir það. Það draup af henni rauða blekið, og hún sagði, þetta er ekki eins slæmt og þetta lítur út fyrir að vera. Svo kom mesta hvatning sem ég hef fengið, viltu ekki bara taka þér frí frá menntaskóla og klára þetta? Að fá ráð frá fullorðinni manneskju um að gerast droppát er mjög áhrifarík hvatning. En mér datt það reyndar ekki í hug, ég hætti hins vegar í háskólanámi og ákvað bara að sofa minna á næturnar. Ég sá nefnilega háskólann í hillingum. Ég ímyndaði mér að það væri samfélag þar sem fólk kæmi saman til að mennta sig, verða frótt og viturt. En svo var það ekki alveg þannig, mætingarskylda og svona,“ segir hún og glottir og leiðir hugann aftur að því hvernig það er að vera í borg og hvernig það er að búa í dreif býli. Hormónarnir réðu „Við Matti tókum eftir því að við vorum að hætt að tolla í íbúðinni okkar í Reykjavík. Vorum alltaf að fá lánaða bústaði til að dvelja í. Þá vorum við barnlaus og höfðum ekkert betra að gera en að láta okkur dreyma um að eignast bústað. Svo gerðist það að fasteignasalinn vildi endilega sýna okkur þetta hús. Ég var barnshafandi þegar við keyptum húsið, hormónarnir réðu. Ég horfði bara á þetta klifurtré og auðvitað óskaði ég barninu mínu þess að alast upp við sama frelsi og ég úti á landi.“ Hveragerði er mikil listamannanýlenda, fyrr og nú. Það er samofið sögu bæjarins. „Þetta er svo skemmtilegt og gott samfélag. Bæjarfélagið er vel rekið og mikil mannúðarstefna í gangi. Hér er fullkomið umburðarlyndi fyrir sérvisku og mjög hlýlega tekið á móti listamönnum. Sem er ekki alls staðar. Það er gott að finna að maður tilheyrir og að vera velkominn. Ég sé nákvæmlega ekkert að því að búa hér og margt gott sem ég sá ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Hveragerði Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Kötturinn Guðbrandur liggur makindalega í stól í anddyri heimilis Guðrúnar Evu Mínervudóttur rithöfundar í Hveragerði. „Ég á hann eiginlega ekki. Hann vinnur bara hér,“ segir Guðrún Eva og býður blaðamann og ljósmyndara velkomin. Hér hefur hún búið í sjö ár með eiginmanni sínum Marteini Thorssyni og dóttur þeirra Mínervu. „Það voru mýs á milli lofts og þaks, það er allt í lagi að hafa nokkrar. En of margar, manni fer að líða eins og boðflennu á eigin heimili. En þær þögnuðu mjög f ljótt eftir að Guðbrandur flutti inn,“ segir Guðrún Eva sposk og lagar kaffi á meðan Guðbrandur músaskelfir fer hægt um stofuna ögn forvitinn um gestaganginn. Þó ekki meira forvitinn en svo að hann ratar fljótlega upp í gluggakistu sem snýr að garði prýddum mörgum fallegum og háum trjám. Í miðjum garðinum er einstaklega fallegur álmur með mörgum greinum sem fléttast út frá trjábolnum. Ómótstæðilegt börnum. Og kannski köttum. Lítið þorp í garðinum Hér og þar í garðinum eru forvitnilegir munir og styttur sem Guðrún Eva hefur fundið á nytjamörkuðum. Hún segist seinna, spásserandi um garðinn, hljóta að vera með snilligáfu í því að finna forvitnilega muni. Í garðinum eru einnig tvö afar snotur smáhýsi sem þau hjón leigja til ferðamanna. Á milli húsanna er tunnulaga saunaklefi og pottur. Þá er eitt smáhýsi til viðbótar staðsett yst í garðinum, það er þvottahúsið og það vill svo til að þar finnst Guðrúnu Evu best að skrifa og hefur komið þar fyrir skrif borði og stól. Það er ekki skrýtið að smáhýsin sem þau leigja út kalli þau Backyard village því það er raunverulega lítið þorp í stórum garðinum. Guðrún Eva gaf nýverið út skáldsöguna Aðferðir til að lifa af. Sagan gerist í sumarbústaðalandi, ef til vill ekki ólíku og á Laugarvatni eða á Flúðum. Sagan hverfist um fjórar aðalpersónur, Borghildi sem rekur gistiaðstöðu, Hönnu sem glímir við átröskun, Aron Snæ ellefu ára umkomulausan dreng í sálarháska og öryrkjann ástlausa Árna. Í bókinni er alltumlykjandi háski en líka sú hlýja og öryggi sem felst í góðum vilja fólks til þess að koma öðrum til hjálpar. „Ég byrjaði mjög f ljótlega að skrifa þessa skáldsögu eftir að ég lauk við Ástin, Texas. Oft hef ég þurft að hvíla hausinn og lesa á milli bóka og það kom á óvart hversu fljótlega ég byrjaði að skrifa því þótt Ástin, Texas sé ekki stór bók þá er hún samt fimm sögur, fimm heimar. Hætt að reyna að stýra Þessi saga kom til mín á auðveldan og náttúrulegan hátt, ég þurfti lítið að endurskrifa. Hún skrifaði sig eiginlega svolítið sjálf. Ég held það hafi verið síðla árs á síðasta ári sem ég gat ekki sofnað því ég sá fyrir mér þessa ungu stúlku í sumarbústað. Ég vissi ekkert hvert það ætlaði en ég hélt áfram að fá f leiri hugmyndir um hana. Svo fer ég út að ganga í skóginum hér í hnausþykkri þoku og mæti manni með hund. Og hann ófst samstundis inn í söguna, þannig leiddi eitt af öðru. Bókin varð hins vegar ekki að skáldsögu fyrr en söguhetjan Aron Snær kom til sögunnar. Hann er miðja bókarinnar.“ Guðrún Eva segist löngu hætt að reyna að stýra ferlinu við skriftir. „Ég er farin að treysta því að hugmyndirnar komi. Ég bíð. Og ég þarf yfirleitt ekki að bíða lengi. Ef ég þarf að bíða lengi þá veit ég að það er vegna þess að ég þarf hvíld. Maður getur orðið veikur ef maður skrifar meira en maður les. Blaðamenn hljóta að geta lent í þessu líka,“ segir hún. Það eru ekki endilega gönguferðirnar sem kveikja á hugmyndum. Þær eiga það til að kvikna þegar hún er við það að festa svefn. „Þegar ég er að fara að sofa og heilinn fer að snúast hægar og hægar. Eða þegar mér tekst að tæma hugann. Bestu hugmyndirnar koma þegar hugurinn er kyrrlátur. Þá kviknar oft eitthvað. Og þá finnst mér ég stundum verða að fara á fætur og skrifa það niður.“ Heppin að lenda í kulnun Guðrúnu Evu er mikilvægi hvíldar afar hugleikið. Það er rík ástæða fyrir því. Hún komst sjálf í þrot fyrir nokkrum misserum. Eða í kulnunarástand. Hún hélt marga fyrirlestra og pistla um mikilvægi hvíldar og deildi sýn sinni og reynslu. Henni finnst hún hafa verið gæfusöm að hafa lent í kulnun vegna þess að nú skilji hún að það sé ekki annað í boði en að hafa hvíldina í forgangi. Annars komi af leiðingarnar fram með ýmsum einkennum. Í hennar tilviki var það stam, málhelti, örmögnun og kvíði. „Ég var heppin að lenda í kulnun og það var nú eiginlega fyrir tilviljun að um nokkurra mánaða skeið höfðu ótrúlega margir samband við mig og báðu um pistla og fyrirlestra. Ég varð við því og fannst heiðarlegast að tala um það sem stóð mér næst. Deila nýjustu upplýsingum. Ég bjóst ekki við því að það yrði svona mikil vakning um þessi málefni og ég fékk yfir mig holskeflu af skilaboðum,“ segir hún og segir fólk hafa samsamað sig reynslu hennar. Svo margir verði óvinnufærir vegna of mikils álags og of lítillar hvíldar.“Hversdagsleikinn er ekki hversdagslegur, segir Guðrún Eva.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Það er neyðarlegt fyrir Íslendinga að viðurkenna að þeir hafi verið í margra mánaða letikasti eins og maður myndi orða það ef maður væri rosalega dómharður á sig.“ Guðrún Eva segir að auðvitað sé best að fólk geti vaknað til meðvitundar um mikilvægi þess að hvíla sig án þess að fara í kulnunarástand. „Það er best að fólk fái þessa vakningu án þess að keyra á vegginn á fullu. Þegar fólk segir mér að það sé með málstol, að það sé allt í einu farið að stama, eða segist varla kunna lengur að tala almennilega ensku. Þá veit ég að þetta sama fólk þarf nauðsynlega hvíld. Líka þegar fólk nefnir að það upplifi það nánast sem ofbeldi bara þegar annað fólk er að tala við það. Því þá þurfi það bæði að hlusta og svo að svara! Þá segi ég stundum við fólk að það gæti verið að sigla í ákveðna átt sem það þurfi ekki endilega að fara í.“ Áhugasöm um hið fallega Er hún einhverju nær um tilvistina eftir erfiðleikana? „Ég hef alltaf verið með kórsöng í hjartanu, mér finnst hversdagsleikinn aldrei vera allur þar sem hann er séður. Eða eitthvað hversdagslegur yfirhöfuð. Síðustu árin hef ég farið æ meira þangað. Mér hefur fundist það vera ákveðið mótvægi. Skáldsagnahöfundar hafa áhuga á fólki og því sem gerir okkur að manneskjum, því sem við eigum sameiginlegt. Meira og meira með árunum hef ég orðið áhugasamari um það fallegasta og heilagasta í öllum og sé það í öllum sem ég hitti svo vel. Þó heimurinn sé oft agalegur staður þá í staðinn fyrir að verða kaldhæðnari eða bitrari með aldrinum þá einhvern veginn finnst mér ég verða meira lamb.“ Hún segir sumum þykja þessi milda og rómantíska afstaða barnaleg og jafnvel heimskuleg. En hún biður fólk að velta því aðeins betur fyrir sér. „Þetta þykir svolítið heimskulegt, en ég held að það sé það skynsamlegasta í stöðunni. Ég held að með þessari afstöðu þá dragir þú frekar fram það góða frekar en ef þú býst við hinu versta. Ef þú ert með þá skoðun á fólki að það sé svo fyrirlitlegt, þá dregur þú það fram. Ég finn að ég laða frekar fram fegurðina og það besta í fólki.“ Í klaustri í miðjum frumskógi Guðrún Eva er nýkomin úr vist í nokkurs konar klaustri á Indlandi í miðjum frumskógi. „Mér var boðið til Indlands. Ég er búin að vera í smá kunningsskap við dásamlegt fólk í Lótushúsi í Garðabæ. Ég hef stundum verið þeim innan handar og ég hef líka farið á dagsnámskeið hjá þeim, jógahugleiðslu sem þau bjóða upp á fólki að kostnaðarlausu. Ég fékk einn daginn ómótstæðilegan tölvupóst frá þeim. Þau væru að fara til Indlands, hvort ég vildi ekki fara með? Það er svo miklu skemmtilegra að segja já þegar það kemur svona uppástunga. Ferðalagið reyndist magnað. Aldursforsetinn í þessum andlega háskóla á Indlandi er 104 ára gömul, hún var eiginlega alveg hætt að nenna að tala og notaði handabendingar. Ég hef lengi hugleitt og finnst það rosalega öflugt tæki til að komast í tengsl við sig og umheiminn. Ég hef stundað jóga alveg síðan fyrir tvítugt og hugleiðslan er mér mjög mikilvæg. Þegar ég fór í kulnun þá var hugleiðsla það eina sem sló á einkennin. Ég kalla þetta klaustur því þarna voru svokallaðir brahmar sem tileinka líf sitt því að iðka jóga og hugleiðslu. Þeir eru skírlífir og borða bara vissar tegundir af mat. Þegar ég kom í þorpið upplifði ég að þetta væri helgur staður, þar gengu allir hægt um hvítklæddir.“ Flutti oft í æsku Henni finnst gott að búa í Hveragerði og vill hvergi annars staðar vera. Þörf Guðrúnar Evu fyrir að vera umkringd náttúru er sprottin úr barnæsku. Hún er fædd í Reykjavík og bjó fyrstu árin í Vesturbænum í Reykjavík. „Ég bjó á Ásvallagötu og Bræðraborgarstíg en svo fluttum við í Mosfellssveit þegar ég var sex ára og mér fannst það eftirminnilega góð skipti. Mamma er tónlistarkennari og það var ekki stöðugleiki í því starfi þannig að við f luttum mikið á milli að eltast við tónlistarskólastöður úti á landi. „Ég ólst því upp á hinum ýmsu krummaskuðum úti á landi. Best leið mér á Kirkjubæjarklaustri, mögulega af því ég var á því sem Þórarinn Eldjárn kallar hamingjusama aldrinum. Tíu til tólf ára gömul, þegar maður getur allt, kann allt og hefur öðlast sjálfstæði en hormónarnir ekki komnir til að brjóta mann niður. Það getur vel verið að ég sé hér í Hveragerði af því það er margt í umhverfinu sem minnir mig á Kirkjubæjarklaustur.“ Hvött til að gerast droppát Þegar Guðrún Eva varð átján ára flutti hún til Reykjavíkur, þar hófst rithöfundarferillinn. Hún bjó í Reykjavík allt þar til örlögin tóku í taumana á fullorðinsárum. „Ég flutti á slaginu átján. Ég fór að vinna á Kaffi París og þykir enn rosalega vænt um þessi hjón sem ráku staðinn og reka nú Spænska barinn. Þetta er gott fólk og ótrúlega mikill lærdómur fyrir mig að vera þarna og sjá hvernig fullorðinsheimurinn virkaði, án filters og smá hömlulaus. Þarna kynntist ég prófarkalesaranum mínum sem var það svo alla tíð, Hildi Finnsdóttur. Hún las fyrstu skáldsöguna mína án þess að fá borgað fyrir það. Það draup af henni rauða blekið, og hún sagði, þetta er ekki eins slæmt og þetta lítur út fyrir að vera. Svo kom mesta hvatning sem ég hef fengið, viltu ekki bara taka þér frí frá menntaskóla og klára þetta? Að fá ráð frá fullorðinni manneskju um að gerast droppát er mjög áhrifarík hvatning. En mér datt það reyndar ekki í hug, ég hætti hins vegar í háskólanámi og ákvað bara að sofa minna á næturnar. Ég sá nefnilega háskólann í hillingum. Ég ímyndaði mér að það væri samfélag þar sem fólk kæmi saman til að mennta sig, verða frótt og viturt. En svo var það ekki alveg þannig, mætingarskylda og svona,“ segir hún og glottir og leiðir hugann aftur að því hvernig það er að vera í borg og hvernig það er að búa í dreif býli. Hormónarnir réðu „Við Matti tókum eftir því að við vorum að hætt að tolla í íbúðinni okkar í Reykjavík. Vorum alltaf að fá lánaða bústaði til að dvelja í. Þá vorum við barnlaus og höfðum ekkert betra að gera en að láta okkur dreyma um að eignast bústað. Svo gerðist það að fasteignasalinn vildi endilega sýna okkur þetta hús. Ég var barnshafandi þegar við keyptum húsið, hormónarnir réðu. Ég horfði bara á þetta klifurtré og auðvitað óskaði ég barninu mínu þess að alast upp við sama frelsi og ég úti á landi.“ Hveragerði er mikil listamannanýlenda, fyrr og nú. Það er samofið sögu bæjarins. „Þetta er svo skemmtilegt og gott samfélag. Bæjarfélagið er vel rekið og mikil mannúðarstefna í gangi. Hér er fullkomið umburðarlyndi fyrir sérvisku og mjög hlýlega tekið á móti listamönnum. Sem er ekki alls staðar. Það er gott að finna að maður tilheyrir og að vera velkominn. Ég sé nákvæmlega ekkert að því að búa hér og margt gott sem ég sá ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Hveragerði Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Sjá meira