Tveir alvöru bardagamenn aðalstjörnurnar í Madison Square Garden Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. nóvember 2019 10:30 Masvidal og Diaz ásamt Dana White, forseta UFC. vísir/getty UFC 244 fer fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Þar munu þeir Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal hafa lengi verið vinsælir hjá harðkjarna MMA aðdáendum enda tveir bardagamenn sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Á síðustu árum hafa þeir þó orðið stjörnur í MMA heiminum og berjast í aðalbardaga kvöldsins á einu stærsta bardagakvöldi ársins. Nate Diaz var lengi bara þekktur sem yngri bróðir Nick Diaz en Nick var á sínum tíma einn besti bardagamaður heims. Nate Diaz var í skugga bróður síns en eftir óvæntan sigur á Conor McGregor varð Nate skyndilega eitt stærsta nafnið í MMA heiminum. Það var því mikil spenna þegar hann snéri aftur í búrið í ágúst eftir þriggja ára fjarveru. Nate sigraði þá Anthony Pettis og skoraði á Jorge Masvidal. Nate vildi fá að berjast við alvöru bardagamenn og það er Jorge Masvidal svo sannarlega. Upp frá því varð BMF-beltið til eða Baddest Motherfucker beltið sem barist verður um í nótt. Jorge Masvidal hefur barist lengi á stóra sviðinu en aldrei náð almennilegri sigurgöngu til að fá titilbardaga og komast almennilega í sviðsljósið. Masvidal var virtur en engin stjarna og ætlaði UFC að nota hann til að byggja upp Darren Till í London. Svakalegt rothögg Masvidal og slagsmál baksviðs við Leon Edwards (Three piece and a soda!) komu honum í sviðsljósið. Fljótasta rothögg í sögu UFC gerði hann svo að alvöru nafni. Ekkert hefur breyst hjá Masvidal þannig séð, hann hefur alltaf verið skemmtilegur og áhugaverður karakter en nú beinast fleiri augu að honum. Líkt og Nate Diaz er Masvidal með áhugaverðan bakgrunn. Masvidal átti erfitt uppdráttar í æsku, pabbinn í fangelsi, ekki mikið fé til á milli handanna, barðist í skipulögðum götuslagsmálum fyrir pening og ekki margt sem benti til þess að hann ætti eftir að ferðast um í einkaþotum í framtíðinni. Masvidal vissi þó að hann væri góður að berjast og elskaði að æfa. Hann lagði hart að sér á meðan hann svaf í bílnum eða á dýnunum í bardagaklúbbnum og hefur náð að skapa sér gott líf í bardagabransanum. Nate Diaz og bróðir hans Nick ólust ekki upp við kjöraðstæður heldur. Þeir koma frá Stockton í Kaliforníu sem hefur verið lýst sem einni ömurlegustu borg Bandaríkjanna, þurftu snemma að læra að verja sig og einstæð móðir þeirra vann myrkranna á milli til að sjá fyrir þeim. Líkt og hjá Masvidal komu bardagaíþróttirnar þeim á beinu brautina. Masvidal og Nate Diaz bera mikla virðingu fyrir hvor öðrum enda koma þeir úr svipuðum aðstæðum. Það hefur ekkert verið um skítkast þeirra á milli til að selja bardagann en þrátt fyrir það er gríðarlega mikill áhugi á bardaganum. Báðir eru svo áhugaverðar manneskjur inn að beini, með skemmtilega stíla og gefa ekkert eftir í búrinu. Þetta verður því alvöru bardagi þegar þeir Masvidal og Nate Diaz berjast um BMF-beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 244 sem fer fram í nótt en bein útsending hefst kl. 2 á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30 Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30 The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal. 30. október 2019 23:30 Frábær greining á bardaga Diaz og Masvidal Spennan fyrir bardaga Nate Diaz og Jorge Masvidal magnast með hverjum deginum og þeir Dan Hardy og John Gooden hafa greint bardagann á sinn einstaka hátt. 31. október 2019 08:30 Frá slagsmálum í bakgörðum Miami á stóra sviðið í New York | Ótrúleg saga Masvidal Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. 30. október 2019 12:00 Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi Nate Diaz setti á Twitter í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. 25. október 2019 11:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
UFC 244 fer fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Þar munu þeir Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal hafa lengi verið vinsælir hjá harðkjarna MMA aðdáendum enda tveir bardagamenn sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Á síðustu árum hafa þeir þó orðið stjörnur í MMA heiminum og berjast í aðalbardaga kvöldsins á einu stærsta bardagakvöldi ársins. Nate Diaz var lengi bara þekktur sem yngri bróðir Nick Diaz en Nick var á sínum tíma einn besti bardagamaður heims. Nate Diaz var í skugga bróður síns en eftir óvæntan sigur á Conor McGregor varð Nate skyndilega eitt stærsta nafnið í MMA heiminum. Það var því mikil spenna þegar hann snéri aftur í búrið í ágúst eftir þriggja ára fjarveru. Nate sigraði þá Anthony Pettis og skoraði á Jorge Masvidal. Nate vildi fá að berjast við alvöru bardagamenn og það er Jorge Masvidal svo sannarlega. Upp frá því varð BMF-beltið til eða Baddest Motherfucker beltið sem barist verður um í nótt. Jorge Masvidal hefur barist lengi á stóra sviðinu en aldrei náð almennilegri sigurgöngu til að fá titilbardaga og komast almennilega í sviðsljósið. Masvidal var virtur en engin stjarna og ætlaði UFC að nota hann til að byggja upp Darren Till í London. Svakalegt rothögg Masvidal og slagsmál baksviðs við Leon Edwards (Three piece and a soda!) komu honum í sviðsljósið. Fljótasta rothögg í sögu UFC gerði hann svo að alvöru nafni. Ekkert hefur breyst hjá Masvidal þannig séð, hann hefur alltaf verið skemmtilegur og áhugaverður karakter en nú beinast fleiri augu að honum. Líkt og Nate Diaz er Masvidal með áhugaverðan bakgrunn. Masvidal átti erfitt uppdráttar í æsku, pabbinn í fangelsi, ekki mikið fé til á milli handanna, barðist í skipulögðum götuslagsmálum fyrir pening og ekki margt sem benti til þess að hann ætti eftir að ferðast um í einkaþotum í framtíðinni. Masvidal vissi þó að hann væri góður að berjast og elskaði að æfa. Hann lagði hart að sér á meðan hann svaf í bílnum eða á dýnunum í bardagaklúbbnum og hefur náð að skapa sér gott líf í bardagabransanum. Nate Diaz og bróðir hans Nick ólust ekki upp við kjöraðstæður heldur. Þeir koma frá Stockton í Kaliforníu sem hefur verið lýst sem einni ömurlegustu borg Bandaríkjanna, þurftu snemma að læra að verja sig og einstæð móðir þeirra vann myrkranna á milli til að sjá fyrir þeim. Líkt og hjá Masvidal komu bardagaíþróttirnar þeim á beinu brautina. Masvidal og Nate Diaz bera mikla virðingu fyrir hvor öðrum enda koma þeir úr svipuðum aðstæðum. Það hefur ekkert verið um skítkast þeirra á milli til að selja bardagann en þrátt fyrir það er gríðarlega mikill áhugi á bardaganum. Báðir eru svo áhugaverðar manneskjur inn að beini, með skemmtilega stíla og gefa ekkert eftir í búrinu. Þetta verður því alvöru bardagi þegar þeir Masvidal og Nate Diaz berjast um BMF-beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 244 sem fer fram í nótt en bein útsending hefst kl. 2 á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30 Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30 The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal. 30. október 2019 23:30 Frábær greining á bardaga Diaz og Masvidal Spennan fyrir bardaga Nate Diaz og Jorge Masvidal magnast með hverjum deginum og þeir Dan Hardy og John Gooden hafa greint bardagann á sinn einstaka hátt. 31. október 2019 08:30 Frá slagsmálum í bakgörðum Miami á stóra sviðið í New York | Ótrúleg saga Masvidal Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. 30. október 2019 12:00 Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi Nate Diaz setti á Twitter í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. 25. október 2019 11:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30
Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30
The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal. 30. október 2019 23:30
Frábær greining á bardaga Diaz og Masvidal Spennan fyrir bardaga Nate Diaz og Jorge Masvidal magnast með hverjum deginum og þeir Dan Hardy og John Gooden hafa greint bardagann á sinn einstaka hátt. 31. október 2019 08:30
Frá slagsmálum í bakgörðum Miami á stóra sviðið í New York | Ótrúleg saga Masvidal Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. 30. október 2019 12:00
Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi Nate Diaz setti á Twitter í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. 25. október 2019 11:00