Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Ari Brynjólfsson skrifar 24. apríl 2019 06:15 Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur nú að því að koma nýju lággjaldaflugfélagi á laggirnar. Fréttablaðið/Jón Sigurður Eyjólfsson „Við erum á fullu að sjá hvort það sé grundvöllur fyrir því að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag,“ segir Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels. „Það er mikil vinna að finna út úr öllum hlutum, hvort það sé hægt eða ekki, en þetta lítur tiltölulega vel út.“ Með honum er hópur af fyrrverandi starfsfólki WOW air, en þó ekki Skúli Mogensen. Markmiðið sé ekki að endurreisa WOW air heldur sé hann að nota þá krafta og þekkingu sem sé til staðar eftir fall WOW. „Þetta er allt fólk með mikla reynslu. Við erum að skanna markaðinn og fara yfir rauntölur.“ Búið er að útbúa leiðaáætlun fyrir tvær flugvélar sem myndu fljúga til Lundúna og Kaupmannahafnar á daginn en Tenerife og Alicante á nóttunni. Síðan sé möguleiki á að bæta við flugvélum og þá hugsanlega fljúga til Bandaríkjanna. Öll þjónusta verði svo með einfaldasta móti með sem minnstum aukahlutum. Ekki er búið að finna nafn á flugfélagið. Fjármögnunin liggur ekki fyrir. „Ég er ekki með neina hluthafa núna,“ segir Hreiðar. Þegar allt sé klárt muni hann svo leita til fagfjárfesta og til aðila sem hafa hagsmuni af því að starfrækja lággjaldaflugfélag. „Ferðamennskan er ein stærsta atvinnugreinin okkar, verðin mega ekki vera of há því þá hættir fólk að koma hingað. Þetta er þjóðþrifamál, það fór illa í mig hvernig staðið var að falli WOW air af hálfu stjórnvalda og ég vil með einhverjum hætti koma þessu af stað aftur.“ Aðspurður hvort það sé möguleiki að fljúga strax í sumar segir Hreiðar að til þess þurfi allt að ganga upp. „Það getur verið. Sjaldnast gengur allt upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Við erum á fullu að sjá hvort það sé grundvöllur fyrir því að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag,“ segir Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels. „Það er mikil vinna að finna út úr öllum hlutum, hvort það sé hægt eða ekki, en þetta lítur tiltölulega vel út.“ Með honum er hópur af fyrrverandi starfsfólki WOW air, en þó ekki Skúli Mogensen. Markmiðið sé ekki að endurreisa WOW air heldur sé hann að nota þá krafta og þekkingu sem sé til staðar eftir fall WOW. „Þetta er allt fólk með mikla reynslu. Við erum að skanna markaðinn og fara yfir rauntölur.“ Búið er að útbúa leiðaáætlun fyrir tvær flugvélar sem myndu fljúga til Lundúna og Kaupmannahafnar á daginn en Tenerife og Alicante á nóttunni. Síðan sé möguleiki á að bæta við flugvélum og þá hugsanlega fljúga til Bandaríkjanna. Öll þjónusta verði svo með einfaldasta móti með sem minnstum aukahlutum. Ekki er búið að finna nafn á flugfélagið. Fjármögnunin liggur ekki fyrir. „Ég er ekki með neina hluthafa núna,“ segir Hreiðar. Þegar allt sé klárt muni hann svo leita til fagfjárfesta og til aðila sem hafa hagsmuni af því að starfrækja lággjaldaflugfélag. „Ferðamennskan er ein stærsta atvinnugreinin okkar, verðin mega ekki vera of há því þá hættir fólk að koma hingað. Þetta er þjóðþrifamál, það fór illa í mig hvernig staðið var að falli WOW air af hálfu stjórnvalda og ég vil með einhverjum hætti koma þessu af stað aftur.“ Aðspurður hvort það sé möguleiki að fljúga strax í sumar segir Hreiðar að til þess þurfi allt að ganga upp. „Það getur verið. Sjaldnast gengur allt upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28