Starfsfólk neyðarlínunnar hleypur fyrir Frú Ragnheiði: "Frú Ragnheiður oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa aðstoð“ Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 15:45 Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni á vegum Rauða krossins. Rauði krossinn. Fjórir starfsmenn Neyðarlínunnar, sem saman mynda „Neyðarlega hlaupahópinn“, hlaupa til styrktar skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Töluverð aukning hefur verið í fjölda þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar, þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Hlaupararnir fjórir, þau Kamilla Guðmundsdóttir, Friðrik Tryggvason, Assa Sólveig Jónsdóttir og Jóhann Ari Jóhannsson starfa allir hjá neyðarlínunni og völdu þau að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði því það er gjarnan sama fólkið sem þarf aðstoð frá 112 og leitar til Frú Ragnheiðar. Þegar vantar aðstoð fyrir fólk sem notar vímuefni eða heimilislausa eru oft fá önnur úrræði en að senda sjúkrabíl eða lögreglu, fyrir utan Frú Ragnheiði sem þau telja vera mikilvægt úrræði fyrir þennan hóp. „Þetta er svipaður hópur skjólstæðinga að vissu leyti, við náttúrulega þjónustum alla en þetta skarast. Þetta er fólk sem er oft í miklum vanda og er jafnvel á götunni og er að leita að aðstoð. Það sem við erum svo ánægð með er að Frú Ragnheiður er oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa þessa aðstoð,“ segir Friðrik sem segir verkefnið algjörlega meiriháttar. Hann stemninguna í hópnum vera góða. Þau ætla að takast á við verkefnið af þrautseigju og sjá fram á að klára hlaupið með glæsibrag.Þreföldun í yngsta hópnum Ungmenni eru í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi eða ofskammta á vímuefnum. FBL/ANTONRannsóknir sýna að ungmenni eru líklegri en eldri einstaklingar til að ofskammta á vímuefnum, smitast af smitsjúkdómum, verða fyrir ofbeldi, vera notuð af eldri einstaklingum til að sinna afbrotum og ólöglegum verkum og er dánartíðni þeirra hærri. Það er því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða, en fjöldi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem leituðu til Frú Ragnheiðar þrefaldaðist á milli ára. Árið 2018 leituðu 36 ungmenni til skaðaminnkunarverkefnisins, samanborið við 12 árið 2017. Vegna mikillar áhættu og jaðarsetningu þessa hóps þarf að nálgast ungmennin með sérstökum forvörnum og sníða stuðning og þjónustuna að þörfum þeirra og félagslegri stöðu. Ungmennin sem leituðu til Frú Ragnheiðar árið 2018 glímdu öll nema eitt við erfiðan vímuefnavanda og voru að nota vímuefni í æð. Um er að ræða 24 drengi, níu stúlkur og einn trans einstakling. Þegar þau leituðu til verkefnisins höfðu þau verið að nota vímuefni í æð frá þremur vikum og allt upp í sex ár. Hlaupahópurinn vill nýta Reykjavíkurmaraþonið til þess að vekja athygli á því starfi sem Frú Ragnheiður vinnur, enda þjónusta þau viðkvæman hóp samfélagsins. Þau segja mikilvægt að starfsemin sé til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.Hér má finna söfnunarsíðu Neyðarlega hlaupahópsins. Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Fjórir starfsmenn Neyðarlínunnar, sem saman mynda „Neyðarlega hlaupahópinn“, hlaupa til styrktar skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Töluverð aukning hefur verið í fjölda þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar, þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Hlaupararnir fjórir, þau Kamilla Guðmundsdóttir, Friðrik Tryggvason, Assa Sólveig Jónsdóttir og Jóhann Ari Jóhannsson starfa allir hjá neyðarlínunni og völdu þau að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði því það er gjarnan sama fólkið sem þarf aðstoð frá 112 og leitar til Frú Ragnheiðar. Þegar vantar aðstoð fyrir fólk sem notar vímuefni eða heimilislausa eru oft fá önnur úrræði en að senda sjúkrabíl eða lögreglu, fyrir utan Frú Ragnheiði sem þau telja vera mikilvægt úrræði fyrir þennan hóp. „Þetta er svipaður hópur skjólstæðinga að vissu leyti, við náttúrulega þjónustum alla en þetta skarast. Þetta er fólk sem er oft í miklum vanda og er jafnvel á götunni og er að leita að aðstoð. Það sem við erum svo ánægð með er að Frú Ragnheiður er oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa þessa aðstoð,“ segir Friðrik sem segir verkefnið algjörlega meiriháttar. Hann stemninguna í hópnum vera góða. Þau ætla að takast á við verkefnið af þrautseigju og sjá fram á að klára hlaupið með glæsibrag.Þreföldun í yngsta hópnum Ungmenni eru í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi eða ofskammta á vímuefnum. FBL/ANTONRannsóknir sýna að ungmenni eru líklegri en eldri einstaklingar til að ofskammta á vímuefnum, smitast af smitsjúkdómum, verða fyrir ofbeldi, vera notuð af eldri einstaklingum til að sinna afbrotum og ólöglegum verkum og er dánartíðni þeirra hærri. Það er því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða, en fjöldi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem leituðu til Frú Ragnheiðar þrefaldaðist á milli ára. Árið 2018 leituðu 36 ungmenni til skaðaminnkunarverkefnisins, samanborið við 12 árið 2017. Vegna mikillar áhættu og jaðarsetningu þessa hóps þarf að nálgast ungmennin með sérstökum forvörnum og sníða stuðning og þjónustuna að þörfum þeirra og félagslegri stöðu. Ungmennin sem leituðu til Frú Ragnheiðar árið 2018 glímdu öll nema eitt við erfiðan vímuefnavanda og voru að nota vímuefni í æð. Um er að ræða 24 drengi, níu stúlkur og einn trans einstakling. Þegar þau leituðu til verkefnisins höfðu þau verið að nota vímuefni í æð frá þremur vikum og allt upp í sex ár. Hlaupahópurinn vill nýta Reykjavíkurmaraþonið til þess að vekja athygli á því starfi sem Frú Ragnheiður vinnur, enda þjónusta þau viðkvæman hóp samfélagsins. Þau segja mikilvægt að starfsemin sé til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.Hér má finna söfnunarsíðu Neyðarlega hlaupahópsins.
Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira