Læknahlið poppstjörnunnar Benedikt Bóas skrifar 10. mars 2019 09:00 Haukur Heiðar Hauksson Fréttablaðið/Stefán Dikta var stofnuð í Garðabæ árið 1999 og hefur á síðustu 20 árum skipað sér sess meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Árið 2009 gaf hljómsveitin út plötuna Get It Together hjá Kölska, sem innihélt m.a. lögin Thank you, From now on og Goodbye, sem hljómuðu títt á öldum ljósvakans. Platan seldist í bílförmum og hlaut hljómsveitin enda platínuplötu fyrir. Dikta hefur á ferli sínum komið víða við, gefið út fimm breiðskífur, haldið í mörg tónleikaferðalög utan landsteinanna og spilað á öllum helstu tónleikasviðum landsins. Í maí 2011 fékk Dikta það hlutverk að spila á opnunartónleikum Eldborgarsalarins í Hörpu og varð fyrsta rokkhljómsveitin til að spila í tónlistarhúsinu. Þann 16. júní næstkomandi hyggst Dikta snúa aftur og líta yfir farinn veg þar sem drengirnir ætla að leika lög af öllum plötum hljómsveitarinnar.Hljómsveitin er 20 ára í ár.Fréttablaðið/Stefán„Við munum rúlla yfir farinn veg, við erum náttúrulega að snúa aftur í Eldborgarsalinn. Við vorum fyrsta rokkbandið til að spila í Eldborg ásamt Gus Gus á opnunartónleikunum. Platan Get It together er 10 ára og við tökum alla þá plötu. Svo teljum við í „best of“ af hinum plötunum og höfum gaman. Það verður flott fólk með okkur á sviðinu, blásarar og fleiri og það er alveg hægt að lofa góðum og geggjuðum tónleikum, þótt það sé langt í þá,“ segir Haukur. Hann viðurkennir að það sé töluvert stærra í sniðum að halda tónleika í Eldborgarsalnum en að mæta á einhvern minni stað og telja í. „Þetta er aðeins stærra en að mæta á til dæmis á Grand Rokk og byrja. Þetta er miklu stærra og fleiri hlutir sem þarf að velta fyrir sér.“Byrjaði 16 ára Þeir Jón Bjarni Pétursson, Jón Þór Sigurðsson og Skúli Gestsson ásamt Hauki hafa verið í bandinu öll árin. Haukur var sextán ára þegar hann gekk í raðir Diktu en áður hafði hann verið á míkrófóninum í hljómsveitinni Plug. „Strákarnir voru byrjaðir í bandi áður en ég kem inn í þetta. Ég ólst upp á Álftanesi og skólinn þar var bara upp í sjöunda bekk. Í áttunda bekk þurfti ég að fara í Garðaskóla þar sem ég kynnist þessum yndislegu mönnum. Þeir voru þá byrjaðir undir nafninu Grufl og þá með söngkonu. Svo fer ég í MH og við Skúli hittumst í Strætó á leiðinni heim því hann var í Verzló. Söngkonan hafði þá hætt og hljómsveitin sem ég var í hafði lognast út af. Hann bauð mér á æfingu og ég hef ekki hætt að mæta síðan. Þetta er orðinn alveg fáránlega langur tími,“ segir hann og hlær. Saga þeirra er svolítið klassísk. Bílskúrsband sem tók þátt í Músíktilraunum og gaf svo út plötu. „Strákarnir kepptu í Músíktilraunum ári áður en ég geng í raðir bandsins. Þegar ég keppti með þeim árið 2000 þá komumst við í úrslit en vorum næstum reknir úr keppni.“ Dikta spilaði lag sem Haukur hafði samið og spilaði með sinni fyrrverandi hljómsveit á Rokkstokk í Keflavík. Þá var það með enskum texta en reglur Músík¬tilrauna voru þannig að syngja varð á íslensku. „Það áttaði sig einhver á því að eitt af lögunum okkar hafði verið flutt áður. Þegar maður er svona ungur þá á maður ekkert 20-30 lög á lager. Lagið mitt var gefið út á disk og VHS-spólu en reglurnar eru þannig að það má ekki spila lög sem eru útgefin. Við vissum ekkert að við værum að brjóta einhverjar reglur. Við vorum boðaðir á fund og þessu velt upp hvort það ætti að reka okkur úr keppni. Við fengum viku til að semja annað lag því okkur var lofað að við fengjum að taka þátt í úrslitakvöldinu ef við tækjum ekki þetta tiltekna lag. Það lag varð okkar fyrsta útvarpslag, heitir Taminóra. XXX Rottweiler vann keppnina þetta árið, rappsenan hin fyrri var að byrja þarna. Við fengum ekki plötusamning í kjölfarið en héldum ótrauðir áfram og fórum svo að taka upp plötu og höfum eiginlega ekki hætt því síðan.“ Haukur er læknir og var að vinna að því á fullu að komast inn í gegnum nálarauga námsins þegar fyrsta platan, Andartak, var í upptökum árið 2002.„Við þurftum að klára plötuna fyrir september svo ég gæti hellt mér í námið. Ég átti í erfiðleikum eftir það, svona tímanlega. Það klikkaði allt saman og við vorum að mig minnir ekki hálfnaðir þegar ég þurfti að vera að læra. Á þeim tíma seldust plötur bara fyrir jól þannig að í september og október var farið í að klára og mixa og mastera og mikið púsluspil fór í hönd. En svo kemst þetta upp í vana og ég hef verið heppinn með kollega sem hafa verið viljugir að skipta við mig þegar ég á að vera á vakt en við vorum bókaðir á sama tíma.Þetta er orðið miklu erfiðara núna. Nú er einn orðinn flugmaður hjá Icelandair og það er miklu meira púsl núna ef við ætlum að æfa. En það eru allir búnir að bóka sig í frí 16. júní þegar tónleikarnir fara fram. Við verðum allir þá.Það eru allir í þessum pakka. Það er miserfitt að losna frá en maður lætur þetta ganga því þetta er svo gaman. Ef þetta væri ekki svona gaman þá myndi maður bara sleppa þessu og gera eitthvað annað.“Því miður verður ekki hægt að bæta við tónleikadögum og er því aðeins um þessa einu dagsetningu að ræða. Miðasala er hafin á tix.is. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
Dikta var stofnuð í Garðabæ árið 1999 og hefur á síðustu 20 árum skipað sér sess meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Árið 2009 gaf hljómsveitin út plötuna Get It Together hjá Kölska, sem innihélt m.a. lögin Thank you, From now on og Goodbye, sem hljómuðu títt á öldum ljósvakans. Platan seldist í bílförmum og hlaut hljómsveitin enda platínuplötu fyrir. Dikta hefur á ferli sínum komið víða við, gefið út fimm breiðskífur, haldið í mörg tónleikaferðalög utan landsteinanna og spilað á öllum helstu tónleikasviðum landsins. Í maí 2011 fékk Dikta það hlutverk að spila á opnunartónleikum Eldborgarsalarins í Hörpu og varð fyrsta rokkhljómsveitin til að spila í tónlistarhúsinu. Þann 16. júní næstkomandi hyggst Dikta snúa aftur og líta yfir farinn veg þar sem drengirnir ætla að leika lög af öllum plötum hljómsveitarinnar.Hljómsveitin er 20 ára í ár.Fréttablaðið/Stefán„Við munum rúlla yfir farinn veg, við erum náttúrulega að snúa aftur í Eldborgarsalinn. Við vorum fyrsta rokkbandið til að spila í Eldborg ásamt Gus Gus á opnunartónleikunum. Platan Get It together er 10 ára og við tökum alla þá plötu. Svo teljum við í „best of“ af hinum plötunum og höfum gaman. Það verður flott fólk með okkur á sviðinu, blásarar og fleiri og það er alveg hægt að lofa góðum og geggjuðum tónleikum, þótt það sé langt í þá,“ segir Haukur. Hann viðurkennir að það sé töluvert stærra í sniðum að halda tónleika í Eldborgarsalnum en að mæta á einhvern minni stað og telja í. „Þetta er aðeins stærra en að mæta á til dæmis á Grand Rokk og byrja. Þetta er miklu stærra og fleiri hlutir sem þarf að velta fyrir sér.“Byrjaði 16 ára Þeir Jón Bjarni Pétursson, Jón Þór Sigurðsson og Skúli Gestsson ásamt Hauki hafa verið í bandinu öll árin. Haukur var sextán ára þegar hann gekk í raðir Diktu en áður hafði hann verið á míkrófóninum í hljómsveitinni Plug. „Strákarnir voru byrjaðir í bandi áður en ég kem inn í þetta. Ég ólst upp á Álftanesi og skólinn þar var bara upp í sjöunda bekk. Í áttunda bekk þurfti ég að fara í Garðaskóla þar sem ég kynnist þessum yndislegu mönnum. Þeir voru þá byrjaðir undir nafninu Grufl og þá með söngkonu. Svo fer ég í MH og við Skúli hittumst í Strætó á leiðinni heim því hann var í Verzló. Söngkonan hafði þá hætt og hljómsveitin sem ég var í hafði lognast út af. Hann bauð mér á æfingu og ég hef ekki hætt að mæta síðan. Þetta er orðinn alveg fáránlega langur tími,“ segir hann og hlær. Saga þeirra er svolítið klassísk. Bílskúrsband sem tók þátt í Músíktilraunum og gaf svo út plötu. „Strákarnir kepptu í Músíktilraunum ári áður en ég geng í raðir bandsins. Þegar ég keppti með þeim árið 2000 þá komumst við í úrslit en vorum næstum reknir úr keppni.“ Dikta spilaði lag sem Haukur hafði samið og spilaði með sinni fyrrverandi hljómsveit á Rokkstokk í Keflavík. Þá var það með enskum texta en reglur Músík¬tilrauna voru þannig að syngja varð á íslensku. „Það áttaði sig einhver á því að eitt af lögunum okkar hafði verið flutt áður. Þegar maður er svona ungur þá á maður ekkert 20-30 lög á lager. Lagið mitt var gefið út á disk og VHS-spólu en reglurnar eru þannig að það má ekki spila lög sem eru útgefin. Við vissum ekkert að við værum að brjóta einhverjar reglur. Við vorum boðaðir á fund og þessu velt upp hvort það ætti að reka okkur úr keppni. Við fengum viku til að semja annað lag því okkur var lofað að við fengjum að taka þátt í úrslitakvöldinu ef við tækjum ekki þetta tiltekna lag. Það lag varð okkar fyrsta útvarpslag, heitir Taminóra. XXX Rottweiler vann keppnina þetta árið, rappsenan hin fyrri var að byrja þarna. Við fengum ekki plötusamning í kjölfarið en héldum ótrauðir áfram og fórum svo að taka upp plötu og höfum eiginlega ekki hætt því síðan.“ Haukur er læknir og var að vinna að því á fullu að komast inn í gegnum nálarauga námsins þegar fyrsta platan, Andartak, var í upptökum árið 2002.„Við þurftum að klára plötuna fyrir september svo ég gæti hellt mér í námið. Ég átti í erfiðleikum eftir það, svona tímanlega. Það klikkaði allt saman og við vorum að mig minnir ekki hálfnaðir þegar ég þurfti að vera að læra. Á þeim tíma seldust plötur bara fyrir jól þannig að í september og október var farið í að klára og mixa og mastera og mikið púsluspil fór í hönd. En svo kemst þetta upp í vana og ég hef verið heppinn með kollega sem hafa verið viljugir að skipta við mig þegar ég á að vera á vakt en við vorum bókaðir á sama tíma.Þetta er orðið miklu erfiðara núna. Nú er einn orðinn flugmaður hjá Icelandair og það er miklu meira púsl núna ef við ætlum að æfa. En það eru allir búnir að bóka sig í frí 16. júní þegar tónleikarnir fara fram. Við verðum allir þá.Það eru allir í þessum pakka. Það er miserfitt að losna frá en maður lætur þetta ganga því þetta er svo gaman. Ef þetta væri ekki svona gaman þá myndi maður bara sleppa þessu og gera eitthvað annað.“Því miður verður ekki hægt að bæta við tónleikadögum og er því aðeins um þessa einu dagsetningu að ræða. Miðasala er hafin á tix.is.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira