Sjáðu beinu CrossFit útsendinguna frá Perlunni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 12:00 Annie Mist Þórisdóttir og Evert Víglundsson í Perlunni í nótt. Skjámynd/Fésbókin Það var mikið um að vera í Perlunni í nótt þegar CrossFit samtökin voru með beina útsendingu frá kynningu á þriðju æfingunni í CrossFit Games Open. Fyrir þá sem misstu af fjörinu þá er hægt að horfa aftur á þessa fróðlegu útsendingu. Stórt alþjóðlegt mót í CrossFit fer fram í Reykjavík í byrjun maí og í tengslum við það var þriðja æfingin í CrossFit Games Open hluta heimsleikanna gerð opinber í Perlunni í nótt. Tvær af fimm æfingum hafa verið kynntar og framkvæmdar og sem stendur er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst, Annie Mist Þórisdóttir í sjötta sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórtánda sæti í kvennaflokki. Ísland er eitt af risunum í CrossFit heiminum eftir frábæra frammistöðu íslensku keppendanna á síðustu árum. Einkum eru það CrossFit dæturnar sem hafa aukið hróður landsins með því að vinna heimsleikana fjórum sinnum, Annie Mist Þórisdóttir tvisvar og Katrín Tanja Davíðsdóttir tvisvar. Á síðasta ári var líka ein af æfingunum það árið opinberuð á Íslandi og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Þá kepptu dæturnar þrjár, Katrín Tanja, Annie Mist og Ragnheiður Sara, sín á milli í húsakynnum CrossFit Reykjavík og horfðu 3,2 milljónir manna á beina útsendingu á netinu. Að þessu sinni var komið að þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Frederik Aegidius að reyna sig við æfinguna á snúningsgólfinu á efstu hæð í Perlunni. Það var mjög vel mætt á viðburðinn og fullt hús í Perlunni þrátt fyrir að hann færi fram klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan fyrir tímasetningunni var að þetta var allt sent út í beinni til Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit drottningin Annie Mist Þórisdóttir var í aðalhlutverki í útsendingunni og byrjaði hana á að bjóða upp á skemmtilega landkynningu þar sem jökklarnir og eldfjöllin á Íslandi fengu flotta kynningu. Annie Mist viðurkenndi þó að geta ekki svarað algengustu spurningunni sem hún fær erlendis því hún hafi ekki hugmynd um hvað sé í vatninu á Íslandi. Annie Mist Þórisdóttir kynnti síðan æfinguna ásamt Evert Víglundssyni sem er yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Annie Mist og Evert sendu svo boltann yfir á Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Aegidius sem reyndu við æfinguna. Það var reyndar mikið hlegið í Perlunni þegar Annie Mist leiðrétti Evert um að Frederik Aegidius væri bara kærasti hennar en ekki unnusti. Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið að ná frábærum árangri í CrossFit og hann kláraði æfinguna á undan Frederik Aegidius. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Perlunni í nótt. CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Það var mikið um að vera í Perlunni í nótt þegar CrossFit samtökin voru með beina útsendingu frá kynningu á þriðju æfingunni í CrossFit Games Open. Fyrir þá sem misstu af fjörinu þá er hægt að horfa aftur á þessa fróðlegu útsendingu. Stórt alþjóðlegt mót í CrossFit fer fram í Reykjavík í byrjun maí og í tengslum við það var þriðja æfingin í CrossFit Games Open hluta heimsleikanna gerð opinber í Perlunni í nótt. Tvær af fimm æfingum hafa verið kynntar og framkvæmdar og sem stendur er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst, Annie Mist Þórisdóttir í sjötta sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórtánda sæti í kvennaflokki. Ísland er eitt af risunum í CrossFit heiminum eftir frábæra frammistöðu íslensku keppendanna á síðustu árum. Einkum eru það CrossFit dæturnar sem hafa aukið hróður landsins með því að vinna heimsleikana fjórum sinnum, Annie Mist Þórisdóttir tvisvar og Katrín Tanja Davíðsdóttir tvisvar. Á síðasta ári var líka ein af æfingunum það árið opinberuð á Íslandi og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Þá kepptu dæturnar þrjár, Katrín Tanja, Annie Mist og Ragnheiður Sara, sín á milli í húsakynnum CrossFit Reykjavík og horfðu 3,2 milljónir manna á beina útsendingu á netinu. Að þessu sinni var komið að þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Frederik Aegidius að reyna sig við æfinguna á snúningsgólfinu á efstu hæð í Perlunni. Það var mjög vel mætt á viðburðinn og fullt hús í Perlunni þrátt fyrir að hann færi fram klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan fyrir tímasetningunni var að þetta var allt sent út í beinni til Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit drottningin Annie Mist Þórisdóttir var í aðalhlutverki í útsendingunni og byrjaði hana á að bjóða upp á skemmtilega landkynningu þar sem jökklarnir og eldfjöllin á Íslandi fengu flotta kynningu. Annie Mist viðurkenndi þó að geta ekki svarað algengustu spurningunni sem hún fær erlendis því hún hafi ekki hugmynd um hvað sé í vatninu á Íslandi. Annie Mist Þórisdóttir kynnti síðan æfinguna ásamt Evert Víglundssyni sem er yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Annie Mist og Evert sendu svo boltann yfir á Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Aegidius sem reyndu við æfinguna. Það var reyndar mikið hlegið í Perlunni þegar Annie Mist leiðrétti Evert um að Frederik Aegidius væri bara kærasti hennar en ekki unnusti. Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið að ná frábærum árangri í CrossFit og hann kláraði æfinguna á undan Frederik Aegidius. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Perlunni í nótt.
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira