Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 25-28 | Valsmenn í úrslit eftir dramatík Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 8. mars 2019 20:45 Valsmenn eru komnir í bikarúrslit. Þeir hafa ellefu sinnum orðið bikarmeistarar. vísir/bára Valur er kominn í úrslitaleik Coca Cola bikars karla eftir sigur á Fjölni, 25-28, eftir framlengdan leik í Laugardalshöllinni í kvöld. Fjölnir, sem er á toppi Grill 66 deildarinnar, lék afar vel í leiknum og var hársbreidd frá því að komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þegar fimm sekúndur voru eftir fengu Valsmenn afar ódýrt vítakast sem Anton Rúnarsson jafnaði úr, 22-22. Arnar Máni Rúnarsson fékk auk þess rautt spjald og Fjölnismenn byrjuðu framlenginguna því manni færri. Dómarar leiksins, þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, studdust við myndbandstækni áður en þeir kváðu dóminn umdeilda upp. Í upphafi seinni hálfleiks notuðu þeir myndbandsdómgæslu þegar Valsmaðurinn Sveinn Aron Sveinsson fékk rauða spjaldið. Valsmenn reyndust sterkari í framlengingunni og þeir unnu á endanum þriggja marka sigur, 25-28. Valur mætir annað hvort FH eða ÍR í úrslitaleiknum á morgun.Af hverju vann Valur? Þrátt fyrir að spila langt undir getu sýndu Valsmenn styrk þegar á reyndi. Það verður heldur ekki litið framhjá því að þeir nutu góðs af afar sérstakri dómgæslu á lokametrunum.Hverjir stóðu upp úr? Markverðir liðanna, þeir Bjarki Snær Jónsson og Daníel Freyr Andrésson, áttu báðir afar góðan leik og vörðu vel. Arnar Máni var öflugur meðan hans naut við og Breki Dagsson var allt í öllu í Fjölnissókninni. Björgvin Páll Rúnarsson lék vel í vörn Grafarvogsliðsins og skoraði auk þess fjögur mörk. Ýmir Örn Gíslason var góður á báðum endum vallarins hjá Val og Magnús Óli Magnússon skoraði mikilvæg mörk. Anton sýndi svo mikið öryggi á vítalínunni á ögurstundu.Hvað gekk illa? Svið kvöldsins var aðeins of stórt fyrir Hafstein Óla Berg Ramos Rocha. Þessi efnilega skytta átti afar erfitt uppdráttar og fékk m.a. á sig dýran ruðning í síðustu sókn Fjölnis í venjulegum leiktíma. Ásgeir Snær Vignisson og Ryuto Inage fóru illa með færin sín í hægra horninu hjá Val en þeir leystu þá stöðu eftir að Sveinn Aron var rekinn af velli. Þá áttu þeir Bjarki og Gunnar Óli slakan dag og toppuðu hann með dómnum undir lok venjulegs leiktíma. Sá sirkus setti leiðinlegan svip á leikinn.Hvað gerist næst? Valur fær tækifæri til að vinna sinn tólfta bikarmeistaratitil á morgun. Þar þurfa Valsmenn hins vegar að spila miklu mun betur en þeir gerðu í kvöld. Fjölnismenn geta gengið stoltir frá borði en þeirra bíða leikir í Grill 66 deildinni þar sem þeir eru í góðri stöðu.Kári: Veit ekki hvernig þetta endaði með vítakasti Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, var í bland stoltur og svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Val, 25-28, í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í kvöld. Fjölnismenn voru hársbreidd frá því að vinna leikinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn. En þegar fimm sekúndur voru ti leiksloka fengu Valsmenn afar umdeilt vítakast þar sem dómarar leiksins studdust við myndbandstækni. „Þetta er súrsæt tilfinning. Við vorum mjög nálægt því að klára þetta í venjulegum leiktíma og áttum það skilið. En svo kom þessi dómur undir lokin. Ég er alveg hættur að skilja síðustu 30 sekúndurnar í handbolta. Þá breytist allt og brot sem voru eðlileg áður eru orðin víti, rautt og blátt og hvað eina,“ sagði Kári eftir leik. „Dómararnir hljóta að meta að um hrindingu hafi verið að ræða. En það gerðist á ellefu metrunum og ég skil ekki hvernig það endar með vítakasti. Ég veit ekki hvað skal segja.“ Ekki nóg með að Fjölnir hafi fengið á sig víti heldur fékk línumaðurinn Arnar Máni Rúnarsson beint rautt spjald. Fjölnismenn byrjuðu framlenginguna því manni færri. „Við vorum án annars línumanns og sá þriðji kom inn á og stóð sig fínt. Auðvitað riðlaði þetta okkar leik og þetta varð þungt. En ég er stoltur af mínu liði,“ sagði Kári.Snorri Steinn: Verðum ekki bikarmeistarar með svona frammistöðu „Fyrir leik reyndi ég að búast ekki við neinu. Ég hefði viljað að við hefðum fastari tök á leiknum. Við spiluðum ekki nógu vel og vorum ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Snorri var ekki par ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum en hrósaði þeim fyrir að landa sigrinum. „Við klúðruðum fullt af færum. Eðlilega spiluðu þeir langar sóknir og þetta var vel lagt hjá þeim. Við byrjuðum ágætlega í sókninni og fundum fínar lausnir. En síðan brutum við okkur út úr skipulaginu og hleyptum þeim inn í leikinn. Og úr varð hörkuleikur,“ sagði Snorri. „Ég er samt hrikalega stoltur af strákunum. Það er meira en að segja það að lenda í svona aðstæðum, vera mjög nálægt því að tapa svona stórum leik, en ná að kreista fram sigur. En frammistaðan var vonbrigði.“ Á morgun leikur Valur til bikarúrslita, annað hvort gegn FH eða ÍR. Snorri segir að Valsmenn þurfi að spila miklu betur á morgun til að verða bikarmeistarar. „Við verðum ekki bikarmeistarar með þessari frammistöðu. Það er alveg ljóst. Að því sögðu ætla ég ekki að dvelja of lengi við þennan leik. Við þurfum að ýta honum til hliðar. Við spiluðum ekki vel en björguðum okkur fyrir horn og erum komnir í úrslit.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“ Það var umdeildur dómur undir lok leiks Vals og Fjönis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla. 8. mars 2019 19:49
Valur er kominn í úrslitaleik Coca Cola bikars karla eftir sigur á Fjölni, 25-28, eftir framlengdan leik í Laugardalshöllinni í kvöld. Fjölnir, sem er á toppi Grill 66 deildarinnar, lék afar vel í leiknum og var hársbreidd frá því að komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þegar fimm sekúndur voru eftir fengu Valsmenn afar ódýrt vítakast sem Anton Rúnarsson jafnaði úr, 22-22. Arnar Máni Rúnarsson fékk auk þess rautt spjald og Fjölnismenn byrjuðu framlenginguna því manni færri. Dómarar leiksins, þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, studdust við myndbandstækni áður en þeir kváðu dóminn umdeilda upp. Í upphafi seinni hálfleiks notuðu þeir myndbandsdómgæslu þegar Valsmaðurinn Sveinn Aron Sveinsson fékk rauða spjaldið. Valsmenn reyndust sterkari í framlengingunni og þeir unnu á endanum þriggja marka sigur, 25-28. Valur mætir annað hvort FH eða ÍR í úrslitaleiknum á morgun.Af hverju vann Valur? Þrátt fyrir að spila langt undir getu sýndu Valsmenn styrk þegar á reyndi. Það verður heldur ekki litið framhjá því að þeir nutu góðs af afar sérstakri dómgæslu á lokametrunum.Hverjir stóðu upp úr? Markverðir liðanna, þeir Bjarki Snær Jónsson og Daníel Freyr Andrésson, áttu báðir afar góðan leik og vörðu vel. Arnar Máni var öflugur meðan hans naut við og Breki Dagsson var allt í öllu í Fjölnissókninni. Björgvin Páll Rúnarsson lék vel í vörn Grafarvogsliðsins og skoraði auk þess fjögur mörk. Ýmir Örn Gíslason var góður á báðum endum vallarins hjá Val og Magnús Óli Magnússon skoraði mikilvæg mörk. Anton sýndi svo mikið öryggi á vítalínunni á ögurstundu.Hvað gekk illa? Svið kvöldsins var aðeins of stórt fyrir Hafstein Óla Berg Ramos Rocha. Þessi efnilega skytta átti afar erfitt uppdráttar og fékk m.a. á sig dýran ruðning í síðustu sókn Fjölnis í venjulegum leiktíma. Ásgeir Snær Vignisson og Ryuto Inage fóru illa með færin sín í hægra horninu hjá Val en þeir leystu þá stöðu eftir að Sveinn Aron var rekinn af velli. Þá áttu þeir Bjarki og Gunnar Óli slakan dag og toppuðu hann með dómnum undir lok venjulegs leiktíma. Sá sirkus setti leiðinlegan svip á leikinn.Hvað gerist næst? Valur fær tækifæri til að vinna sinn tólfta bikarmeistaratitil á morgun. Þar þurfa Valsmenn hins vegar að spila miklu mun betur en þeir gerðu í kvöld. Fjölnismenn geta gengið stoltir frá borði en þeirra bíða leikir í Grill 66 deildinni þar sem þeir eru í góðri stöðu.Kári: Veit ekki hvernig þetta endaði með vítakasti Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, var í bland stoltur og svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Val, 25-28, í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í kvöld. Fjölnismenn voru hársbreidd frá því að vinna leikinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn. En þegar fimm sekúndur voru ti leiksloka fengu Valsmenn afar umdeilt vítakast þar sem dómarar leiksins studdust við myndbandstækni. „Þetta er súrsæt tilfinning. Við vorum mjög nálægt því að klára þetta í venjulegum leiktíma og áttum það skilið. En svo kom þessi dómur undir lokin. Ég er alveg hættur að skilja síðustu 30 sekúndurnar í handbolta. Þá breytist allt og brot sem voru eðlileg áður eru orðin víti, rautt og blátt og hvað eina,“ sagði Kári eftir leik. „Dómararnir hljóta að meta að um hrindingu hafi verið að ræða. En það gerðist á ellefu metrunum og ég skil ekki hvernig það endar með vítakasti. Ég veit ekki hvað skal segja.“ Ekki nóg með að Fjölnir hafi fengið á sig víti heldur fékk línumaðurinn Arnar Máni Rúnarsson beint rautt spjald. Fjölnismenn byrjuðu framlenginguna því manni færri. „Við vorum án annars línumanns og sá þriðji kom inn á og stóð sig fínt. Auðvitað riðlaði þetta okkar leik og þetta varð þungt. En ég er stoltur af mínu liði,“ sagði Kári.Snorri Steinn: Verðum ekki bikarmeistarar með svona frammistöðu „Fyrir leik reyndi ég að búast ekki við neinu. Ég hefði viljað að við hefðum fastari tök á leiknum. Við spiluðum ekki nógu vel og vorum ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Snorri var ekki par ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum en hrósaði þeim fyrir að landa sigrinum. „Við klúðruðum fullt af færum. Eðlilega spiluðu þeir langar sóknir og þetta var vel lagt hjá þeim. Við byrjuðum ágætlega í sókninni og fundum fínar lausnir. En síðan brutum við okkur út úr skipulaginu og hleyptum þeim inn í leikinn. Og úr varð hörkuleikur,“ sagði Snorri. „Ég er samt hrikalega stoltur af strákunum. Það er meira en að segja það að lenda í svona aðstæðum, vera mjög nálægt því að tapa svona stórum leik, en ná að kreista fram sigur. En frammistaðan var vonbrigði.“ Á morgun leikur Valur til bikarúrslita, annað hvort gegn FH eða ÍR. Snorri segir að Valsmenn þurfi að spila miklu betur á morgun til að verða bikarmeistarar. „Við verðum ekki bikarmeistarar með þessari frammistöðu. Það er alveg ljóst. Að því sögðu ætla ég ekki að dvelja of lengi við þennan leik. Við þurfum að ýta honum til hliðar. Við spiluðum ekki vel en björguðum okkur fyrir horn og erum komnir í úrslit.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“ Það var umdeildur dómur undir lok leiks Vals og Fjönis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla. 8. mars 2019 19:49
Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“ Það var umdeildur dómur undir lok leiks Vals og Fjönis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla. 8. mars 2019 19:49
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti