Húsið á sér mikla sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2019 06:45 Húsið var upphaflega heimavist fyrir nemendur Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Ungmennafélag Íslands flytur hluta starfsemi sinnar á Laugarvatn í sumar og opnar þar Ungmenna- og tómstundabúðir í haust. Samningur um það var undirritaður í gær. „Við erum að taka við íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Bláskógabyggð á húsið og leigir okkur það, út á það gengur samningurinn okkar á milli,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, (UMFÍ) sem skrifaði undir téðan samning í gær. Hún segir UMFÍ ætla að fara með mjög sértækt verkefni að Laugarvatni sem eru ungmennabúðir fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla landsins.Auður Inga hefur verið framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands frá 2015. Fréttablaðið/Stefán„Þá koma unglingarnir hingað og dvelja frá mánudegi til föstudags, slökkva á símunum sínum og eru í útivist og félagsfærni alla skólavikuna. Einhver gæti kallað þetta nútíma-núvitund!“ lýsir hún og segir íþrótta- og ungmennafélög einnig fá tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. „Svo munum við að sjálfsögðu leigja tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni af sveitarfélaginu,“ bætir hún við. Síðustu fimmtán ár hefur UMFÍ verið með ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. „Okkur hefur liðið gífurlega vel á Laugum en mér skilst að það standi til að selja húsnæðið þar,“ segir Auður og upplýsir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og í vetur séu 2.100 nemendur úr yfir 50 grunnskólum bókaðir þar. En hvernig hús er íþróttamiðstöðin á Laugarvatni og hvaða hlutverki hefur það þjónað? „Upphaflega var það heimavist fyrir nemendur íþróttakennaraskólans þegar hann byrjaði. Húsið á sér mikla sögu og allnokkrir aðilar hafa komið að rekstri þess á mismunandi tíma,“ lýsir Auður. „Hér hefur áður verið rekin íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins, hún var á tímabili fræðslumiðstöð, notuð fyrir námskeið, æfingabúðir og ýmsa íþróttatengda starfsemi. Í samræmi við aldur hússins er ýmislegt komið á tíma og endurbætur eru byrjaðar þar nú þegar. Það er fullt af iðnaðarmönnum í augnablikinu að gera við og græja.“ Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Tímamót Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Ungmennafélag Íslands flytur hluta starfsemi sinnar á Laugarvatn í sumar og opnar þar Ungmenna- og tómstundabúðir í haust. Samningur um það var undirritaður í gær. „Við erum að taka við íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Bláskógabyggð á húsið og leigir okkur það, út á það gengur samningurinn okkar á milli,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, (UMFÍ) sem skrifaði undir téðan samning í gær. Hún segir UMFÍ ætla að fara með mjög sértækt verkefni að Laugarvatni sem eru ungmennabúðir fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla landsins.Auður Inga hefur verið framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands frá 2015. Fréttablaðið/Stefán„Þá koma unglingarnir hingað og dvelja frá mánudegi til föstudags, slökkva á símunum sínum og eru í útivist og félagsfærni alla skólavikuna. Einhver gæti kallað þetta nútíma-núvitund!“ lýsir hún og segir íþrótta- og ungmennafélög einnig fá tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. „Svo munum við að sjálfsögðu leigja tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni af sveitarfélaginu,“ bætir hún við. Síðustu fimmtán ár hefur UMFÍ verið með ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. „Okkur hefur liðið gífurlega vel á Laugum en mér skilst að það standi til að selja húsnæðið þar,“ segir Auður og upplýsir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og í vetur séu 2.100 nemendur úr yfir 50 grunnskólum bókaðir þar. En hvernig hús er íþróttamiðstöðin á Laugarvatni og hvaða hlutverki hefur það þjónað? „Upphaflega var það heimavist fyrir nemendur íþróttakennaraskólans þegar hann byrjaði. Húsið á sér mikla sögu og allnokkrir aðilar hafa komið að rekstri þess á mismunandi tíma,“ lýsir Auður. „Hér hefur áður verið rekin íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins, hún var á tímabili fræðslumiðstöð, notuð fyrir námskeið, æfingabúðir og ýmsa íþróttatengda starfsemi. Í samræmi við aldur hússins er ýmislegt komið á tíma og endurbætur eru byrjaðar þar nú þegar. Það er fullt af iðnaðarmönnum í augnablikinu að gera við og græja.“
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Tímamót Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira