Fylgst verður með sundi Marglyttanna yfir Ermarsundið á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2019 16:11 Mynd frá æfingu í morgun. Sjósundhópurinn Marglytturnar ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið á morgun en um er að ræða 34 km leið, á milli borganna Dover í Englandi og Cap Gris Nez í Frakklandi.Uppfært: Vegna veðurs verður ekki hægt að synda á morgun og því þarf að fresta sundinu um nokkra daga. Raunin er sú að flestir synda töluvert lengra og stundum tvöfalt lengra vegna strauma. Áætlaður er sundtími er 16-18 klst. Hver og ein marglytta syndir eina klukkustund í einu. Markmiðið með sundferðinni er að vekja athygli á áhrif plastmengunar á lífríki sjávar og mikilvægi þess að vernda auðlindir hafsins en ástand lífríkis í Ermarsundinu er mjög slæmt. Hægt verður að fylgjast með sundinu í beinni á Vísi á morgun og það í gegnum þennan link. Fylgst verður sundkonunum með gps-korti á vefnum.Árið 2050 verður meira plast í sjónum heldur en fiskar ef ekki verður gripið til aðgerða.Milljónir sjófugla og þúsundir sjávarspendýra og skjaldbaka drepast árlega vegna þessa.Ennfremur sogar örplast til sín eiturefni og örverur sem sjávardýr, meðal annars fiskar éta og á þann hátt endar örplastið og örverurnar í fæðu okkar. Safnað verður styrkjum og áheitum sem renna til umhverfissamtakanna Bláa hersins sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í sjónum með vitundarvakningu, hvatningu og hreinsunarstörfum. Blái herinn hefur unnið markvisst að því í fjölda mörg ár að hreinsa strandlengjur Íslands með þátttöku sjálfboðaliða. Marglyttur hvetja landsmenn til að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð sem getur skipt máli fyrir Bláa herinn. Eimskip er aðalstyrktaraðili Marglytta og tryggja á þann hátt að öll áheit renna óskipt til Bláa hersins. Landsmenn geta stutt við Marglytturnar í AUR appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-640972, kt.250766-5219 (í nafni liðsstjórans, Grétu Ingþórsdóttur).Marglytturnar Birna Bragadóttir er þrefaldur Landvættur, Landvættaþjálfari og silfurhafi í íslandsmeistaramótinu í 3.000 m sjósundi 2017 og Íslandsmeistari í 1.000 m sjósundi 2018 og stundar einnig hjólreiðar, allar skíðategundir, náttúruhlaup og fjallgöngur.Sigrún Þ. Geirsdóttir er fysta og eina íslenska konan sem synt hefur yfir Ermasundið ein og fyrsti Íslendingurinn sem það gerði í fyrstu tilraun. Að auki hefur hún tvisvar synt boðsund yfir Ermarsundið og mörg sjósund við Ísland, nýverið synti hún frá Vestmannaeyjum til Landeyja.Brynhildur Ólafsdóttir er Landvættaþjálfari, fjallaleiðsögumaður og annar þáttastjórnenda sjónvarpsþáttanna Úti á RÚV og útvarpsþáttarins Útivarpsins á Rás 2. Hún er á fjórða landvættaári sem inniber keppnir í skíðagöngu, fjallahjólreiðum, vatnasundi og fjallahlaupi.Sigurlaug María Jónsdóttir er Landvættur, tvöfaldur Laugavegshlaupari og vann Urriðavatnssundið 2017. Fyrir utan það að synda mikið þá stundar hún náttúruhlaup, fjallgöngur og svig- og gönguskíði.Halldóra Gyða Matthíasdóttir er Landvættur og hefur hlaupið 170 km utanvegahlaup, farið sjö utanvegahlaup lengri en 100 km, er eina íslenska konan sem hefur klárað Mt. Esja Ultra Iceland, sem eru 11 ferðir upp að Steini, auk þess hefur hún klárað fimm Ironman-keppnir og nokkur maraþon.Þórey Vilhjálmsdóttir er tvöfaldur Landvættur og hefur tekið þátt í fjölda íþrótta- og útivistarkeppna. Hún stundar sjósund, fjallahlaup, fjalla- og götuhjólreiðar, allar skíðategundir og fjallgöngur.Gréta Ingþórsdóttir er Marglytta á landi, sér um skipulag og er liðsstjóri hópsins.Soffía Sigurgeirsdóttir er Marglytta á landi og Landvættur og sér um skipulag og kynningarmál. Sjósund Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Sjósundhópurinn Marglytturnar ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið á morgun en um er að ræða 34 km leið, á milli borganna Dover í Englandi og Cap Gris Nez í Frakklandi.Uppfært: Vegna veðurs verður ekki hægt að synda á morgun og því þarf að fresta sundinu um nokkra daga. Raunin er sú að flestir synda töluvert lengra og stundum tvöfalt lengra vegna strauma. Áætlaður er sundtími er 16-18 klst. Hver og ein marglytta syndir eina klukkustund í einu. Markmiðið með sundferðinni er að vekja athygli á áhrif plastmengunar á lífríki sjávar og mikilvægi þess að vernda auðlindir hafsins en ástand lífríkis í Ermarsundinu er mjög slæmt. Hægt verður að fylgjast með sundinu í beinni á Vísi á morgun og það í gegnum þennan link. Fylgst verður sundkonunum með gps-korti á vefnum.Árið 2050 verður meira plast í sjónum heldur en fiskar ef ekki verður gripið til aðgerða.Milljónir sjófugla og þúsundir sjávarspendýra og skjaldbaka drepast árlega vegna þessa.Ennfremur sogar örplast til sín eiturefni og örverur sem sjávardýr, meðal annars fiskar éta og á þann hátt endar örplastið og örverurnar í fæðu okkar. Safnað verður styrkjum og áheitum sem renna til umhverfissamtakanna Bláa hersins sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í sjónum með vitundarvakningu, hvatningu og hreinsunarstörfum. Blái herinn hefur unnið markvisst að því í fjölda mörg ár að hreinsa strandlengjur Íslands með þátttöku sjálfboðaliða. Marglyttur hvetja landsmenn til að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð sem getur skipt máli fyrir Bláa herinn. Eimskip er aðalstyrktaraðili Marglytta og tryggja á þann hátt að öll áheit renna óskipt til Bláa hersins. Landsmenn geta stutt við Marglytturnar í AUR appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-640972, kt.250766-5219 (í nafni liðsstjórans, Grétu Ingþórsdóttur).Marglytturnar Birna Bragadóttir er þrefaldur Landvættur, Landvættaþjálfari og silfurhafi í íslandsmeistaramótinu í 3.000 m sjósundi 2017 og Íslandsmeistari í 1.000 m sjósundi 2018 og stundar einnig hjólreiðar, allar skíðategundir, náttúruhlaup og fjallgöngur.Sigrún Þ. Geirsdóttir er fysta og eina íslenska konan sem synt hefur yfir Ermasundið ein og fyrsti Íslendingurinn sem það gerði í fyrstu tilraun. Að auki hefur hún tvisvar synt boðsund yfir Ermarsundið og mörg sjósund við Ísland, nýverið synti hún frá Vestmannaeyjum til Landeyja.Brynhildur Ólafsdóttir er Landvættaþjálfari, fjallaleiðsögumaður og annar þáttastjórnenda sjónvarpsþáttanna Úti á RÚV og útvarpsþáttarins Útivarpsins á Rás 2. Hún er á fjórða landvættaári sem inniber keppnir í skíðagöngu, fjallahjólreiðum, vatnasundi og fjallahlaupi.Sigurlaug María Jónsdóttir er Landvættur, tvöfaldur Laugavegshlaupari og vann Urriðavatnssundið 2017. Fyrir utan það að synda mikið þá stundar hún náttúruhlaup, fjallgöngur og svig- og gönguskíði.Halldóra Gyða Matthíasdóttir er Landvættur og hefur hlaupið 170 km utanvegahlaup, farið sjö utanvegahlaup lengri en 100 km, er eina íslenska konan sem hefur klárað Mt. Esja Ultra Iceland, sem eru 11 ferðir upp að Steini, auk þess hefur hún klárað fimm Ironman-keppnir og nokkur maraþon.Þórey Vilhjálmsdóttir er tvöfaldur Landvættur og hefur tekið þátt í fjölda íþrótta- og útivistarkeppna. Hún stundar sjósund, fjallahlaup, fjalla- og götuhjólreiðar, allar skíðategundir og fjallgöngur.Gréta Ingþórsdóttir er Marglytta á landi, sér um skipulag og er liðsstjóri hópsins.Soffía Sigurgeirsdóttir er Marglytta á landi og Landvættur og sér um skipulag og kynningarmál.
Sjósund Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira