Lífið

Króli lét lokkana fjúka

Atli Ísleifsson skrifar
Króli er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins.
Króli er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, lét fræga lokkana sína fjúka fyrr í dag.

Króli var staddur í upptökustúdíói þegar Vísir náði tali af honum, en hann vildi lítið tjá sig um málið. „Ég var nú bara í klippingu,“ segir Króli. Hann birti hins vegar mynd af nýja „lúkkinu“ á Twittersíðu sinni með textanum „Tadaaaa“.

Króli er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins en samstarf hans og Jóa Pé er víðfrægt. Hafa þeir gefið út lög á borð við B.O.B.A., Í átt að tunglinu og Þráhyggja en öll hafa þau notið mikilla vinsælda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.