Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Fylki 8. sæti sem yrði sama niðurstaða og hjá liðinu á síðustu leiktíð þegar að það sneri aftur í deild þeirra bestu eftir ár í Inkasso-deildinni. Fylkismenn komu upp nánast með sama lið og féll en yngri menn höfðu fengið mikilvæga leiki í næst efstu deild og voru Fylkismenn nokkuð öflugir í byrjun og enda móts. Eins og í fyrra hafa Árbæingar verið öflugir á undirbúningstímabilinu en það lenti í öðru sæti á eftir KR í sínum riðli í Lengjubikarnum og töpuðu ekki leik. Eins og vanalega hefur verið mikill kraftur í Fylkisliðinu sem hefur þó ekki verið að skora mikið að sama skapi fengið á sig fá mörk. Þjálfari Fylkis er Helgi Sigurðsson en Víkingurinn orkumikli hefur hingað til staðið undir væntingum og rúmlega það í Árbænum. Hann kom liðinu upp í fyrstu tilraun á 50 ára afmæli félagsins og hélt því uppi á síðustu leiktíð. Helgi er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem aðalþjálfari og sitt annað í efstu deild.Baksýnisspegillinn Það var risastórt fyrir Fylki að fá Ólaf Inga Skúlason heim og sömuleiðis deildina. Ólafur var kynntur til leiks með mjög fyndnu myndbandi sem var í takt við þann skemmtilega karkater sem að landsliðsmaðurinn fyrrverandi er. Ólafur Ingi sýndi svo um munaði að hann er ekki kominn heim til að fara í eitthvað frí heldur þvert á móti breytti hann gangi Fylkisliðsins og var ein stærsta ástæða þess að liðið fór ekki niður. Hann sneri við slæmu gengi liðsins um mitt mót og verður væntanlega bara sterkari eftir heilt undirbúningstímabil. Liðið og leikmenngrafík/gvendurFylkisliðið kemur svipað til leiks og í fyrra en er auðvitað með Ólaf Inga allan tímann og er með meiri breidd á miðjunni, meðal annars vegna þess að Helgi Valur Daníelsson er í mun betra standi og hefur spilað vel í vetur. Fylkisliðið er vel samstillt enda hafa litlar breytingar verið á því en það hefur þó aðeins bætt í og fengið hrikalega öflugan miðjumann í Sam Hewson sem kom frá Grindavík. Annars eru þetta allt þekktar stærðir í appelsínugulu treyjunni fyrir utan nýja eistneska framherjann.HryggjarstykkiðAri Leifsson (f. 1998): Miðvörðurinn ungi spilaði níu leiki í Inkasso-deildinni 2017 en fékk svo lyklavöldin að miðvarðarstöðunni í fyrra. Hann fékk tækifæri til að gera sín mistök og spilaði alla 22 leikina. Ari endaði á topp tíu listanum í Pepsi-deildinni yfir varnarmenn með flest návígi en hann vann 69 prósent þeirra. Ari var í hópnum hjá Arnari Þór Viðarssyni í síðasta verkefni U21 árs landsliðsins.Ólafur Ingi Skúlason (f. 1983): Ólafur Ingi hefur verið meira þekktur sem brimbrjótur á miðju íslenska landsliðsins undanfarin ár, maðurinn sem settur er inn á síðustu fimm til þess að sigla stigum heim. Það voru því kannski einhverjir búnir að gleyma hversu ótrúlega góður fótboltamaður Ólafur er en spilið á miðjunni gjörbreyttist með komu hans. Fylkismenn spila nú á gervigrasi og vilja vafalítið fækka löngu sendingum aðeins og þar er fyrirliðinn lykilmaður.Tristan Kroskor (f. 1995): Fylkir endaði með 31 mark skorað í 22 leikjum í fyrra en sú tala blekkir aðeins því Árbæingar skoruðu sjö mörk í lokaleiknum á móti föllnum Fjölnismönnum og voru á undan því að skora rétt rúmt eitt mark í leik. Eistinn þarf að standa undir væntingum en tímamót virðast hafa orðið á hans ferli í fyrra þegar að hann skoraði 21 mark í 36 leikjum í deildinni heima eftir að skora níu mörk í 20 leikjum tímabilið þar áður. Fylkir er allavega að fá ungan markaskorara sem kemur heitur í Pepsi Max-deildina. Markaðurinngrafík/gvendurÁrbæingar voru lengi vel þekktir fyrir að vera hvað duglegastir á markaðnum og voru að skipta stundum um heilu liðin á milli tímabila en Helgi Sigurðsson hefur náð að koma ákveðinni ró á markaðinn hjá Fylkismönnum. Nokkrir byrjunarliðsmenn eru farnir og munu Fylkismenn vafalítið sakna síns markahæsta leikmanns í efstu deild frá upphafi sem er Albert Brynjar Ingason og þá er miðjumaðurinn grjótharði Ásgeir Börkur Ásgeirsson farinn í HK. Inn kemur á móti miklu betri leikmaður í Sam Hewson þannig miðjan styrkist bara. Eistneski framherjinn er spurningamerki þar til að flautað verður til leiks og ekki er Arnór Gauti þekktur fyrir að skora mikið af mörkum þó duglegur sé framherjinn úr Mosfellsbænum. Tiltektin virðist á pappírnum hafa verið ágæt hjá Helga og bera úrslitin á undirbúningstímabilinu ummerki þess.Markaðseinkunn: B- Hvað segir sérfræðingurinn?„Ég er spenntur fyrir Fylkisliðinu í sumar. Liðið er skemmtilega samsett og mér það vera með eina bestu miðjuna í deildinni,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna. „Þeir bæta við Sam Hewson í þetta góða miðjutríó sem þeir voru með fyrir og fá nú Ólaf Inga heilt tímabil og Helgi Valur er í betra formi. Ég hef séð töluvert af Fylki á undirbúningstímabilinu og það lítur vel út.“ „Þjálfari liðsins hefur staðist sín próf hingað til og næsta próf er hvort hann getur farið með Fylkisliðið upp í efri hlutann. Mér finnst Fylkir hafa mikið í sínu liði til að stíga skrefið þangað en það þarf fyrir mót að styrkja sig í vængstöðu og eitthvað framar á vellinum,“ segir Reynir Leósson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurFylkismenn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar en komust nálægt því á árunum 2000 til 2002. Fylkisliðið varð í öðru sæti 2000 og 2002 en sumarið á milli voru Árbæingar mikið á toppnum en hrundu niður í 5. sætið í lokin. Fylkir vann bikarinn tvö ár í röð eða 2001 og 2002.Andrés Már Jóhannesson eignaðist leikjamet Fylkis sumarið 2016 og bætti það í 171 leik síðasta sumar. Hann hefur leikið fjórum leikjum meira en Albert Brynjar Ingason sem vann talsvert á hann síðasta sumar.Albert Brynjar Ingason er markahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild með 56 mörk í 167 leikjum en hann tók markametið af Sævar Þór Gíslasyni sumarið 2015 og hefur síðan bætt við fimmtán mörkum. Andrés Már Jóhannesson hefur gefið flestar stoðsendingar í efstu deild síðan farið var að taka þær saman 1992. Andrés Már er með 24 stoðsendingar eða tveimur fleiri en Finnur Kolbeinsson sem átti lengi stoðsendingamet félagsins. Vinsælasta sæti Fylkismanna í nútímafótbolta (1977-2018) er sjöunda sætið sem liðið hefur lent í fimm sinnum, síðast sumarið 2013 þegar Árbæjarliðið var í því þriðja sumarið í röð. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Fylkismenn væru ekkert á móti reynslubolta og miklum karakter til að styrkja varnarleikinn og væru í draumaheimi til í að vera með einn Þórhall Dan til að sparsla fyrir í vörninni. Miðverðir liðsins eru ungir og vissulega á uppleið en svona jálkur sem vann tvo titla með Fylkisliðinu um aldamótinn væri vel þeginn inn í hópinn til að koma liðinu ofar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Fylki 8. sæti sem yrði sama niðurstaða og hjá liðinu á síðustu leiktíð þegar að það sneri aftur í deild þeirra bestu eftir ár í Inkasso-deildinni. Fylkismenn komu upp nánast með sama lið og féll en yngri menn höfðu fengið mikilvæga leiki í næst efstu deild og voru Fylkismenn nokkuð öflugir í byrjun og enda móts. Eins og í fyrra hafa Árbæingar verið öflugir á undirbúningstímabilinu en það lenti í öðru sæti á eftir KR í sínum riðli í Lengjubikarnum og töpuðu ekki leik. Eins og vanalega hefur verið mikill kraftur í Fylkisliðinu sem hefur þó ekki verið að skora mikið að sama skapi fengið á sig fá mörk. Þjálfari Fylkis er Helgi Sigurðsson en Víkingurinn orkumikli hefur hingað til staðið undir væntingum og rúmlega það í Árbænum. Hann kom liðinu upp í fyrstu tilraun á 50 ára afmæli félagsins og hélt því uppi á síðustu leiktíð. Helgi er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem aðalþjálfari og sitt annað í efstu deild.Baksýnisspegillinn Það var risastórt fyrir Fylki að fá Ólaf Inga Skúlason heim og sömuleiðis deildina. Ólafur var kynntur til leiks með mjög fyndnu myndbandi sem var í takt við þann skemmtilega karkater sem að landsliðsmaðurinn fyrrverandi er. Ólafur Ingi sýndi svo um munaði að hann er ekki kominn heim til að fara í eitthvað frí heldur þvert á móti breytti hann gangi Fylkisliðsins og var ein stærsta ástæða þess að liðið fór ekki niður. Hann sneri við slæmu gengi liðsins um mitt mót og verður væntanlega bara sterkari eftir heilt undirbúningstímabil. Liðið og leikmenngrafík/gvendurFylkisliðið kemur svipað til leiks og í fyrra en er auðvitað með Ólaf Inga allan tímann og er með meiri breidd á miðjunni, meðal annars vegna þess að Helgi Valur Daníelsson er í mun betra standi og hefur spilað vel í vetur. Fylkisliðið er vel samstillt enda hafa litlar breytingar verið á því en það hefur þó aðeins bætt í og fengið hrikalega öflugan miðjumann í Sam Hewson sem kom frá Grindavík. Annars eru þetta allt þekktar stærðir í appelsínugulu treyjunni fyrir utan nýja eistneska framherjann.HryggjarstykkiðAri Leifsson (f. 1998): Miðvörðurinn ungi spilaði níu leiki í Inkasso-deildinni 2017 en fékk svo lyklavöldin að miðvarðarstöðunni í fyrra. Hann fékk tækifæri til að gera sín mistök og spilaði alla 22 leikina. Ari endaði á topp tíu listanum í Pepsi-deildinni yfir varnarmenn með flest návígi en hann vann 69 prósent þeirra. Ari var í hópnum hjá Arnari Þór Viðarssyni í síðasta verkefni U21 árs landsliðsins.Ólafur Ingi Skúlason (f. 1983): Ólafur Ingi hefur verið meira þekktur sem brimbrjótur á miðju íslenska landsliðsins undanfarin ár, maðurinn sem settur er inn á síðustu fimm til þess að sigla stigum heim. Það voru því kannski einhverjir búnir að gleyma hversu ótrúlega góður fótboltamaður Ólafur er en spilið á miðjunni gjörbreyttist með komu hans. Fylkismenn spila nú á gervigrasi og vilja vafalítið fækka löngu sendingum aðeins og þar er fyrirliðinn lykilmaður.Tristan Kroskor (f. 1995): Fylkir endaði með 31 mark skorað í 22 leikjum í fyrra en sú tala blekkir aðeins því Árbæingar skoruðu sjö mörk í lokaleiknum á móti föllnum Fjölnismönnum og voru á undan því að skora rétt rúmt eitt mark í leik. Eistinn þarf að standa undir væntingum en tímamót virðast hafa orðið á hans ferli í fyrra þegar að hann skoraði 21 mark í 36 leikjum í deildinni heima eftir að skora níu mörk í 20 leikjum tímabilið þar áður. Fylkir er allavega að fá ungan markaskorara sem kemur heitur í Pepsi Max-deildina. Markaðurinngrafík/gvendurÁrbæingar voru lengi vel þekktir fyrir að vera hvað duglegastir á markaðnum og voru að skipta stundum um heilu liðin á milli tímabila en Helgi Sigurðsson hefur náð að koma ákveðinni ró á markaðinn hjá Fylkismönnum. Nokkrir byrjunarliðsmenn eru farnir og munu Fylkismenn vafalítið sakna síns markahæsta leikmanns í efstu deild frá upphafi sem er Albert Brynjar Ingason og þá er miðjumaðurinn grjótharði Ásgeir Börkur Ásgeirsson farinn í HK. Inn kemur á móti miklu betri leikmaður í Sam Hewson þannig miðjan styrkist bara. Eistneski framherjinn er spurningamerki þar til að flautað verður til leiks og ekki er Arnór Gauti þekktur fyrir að skora mikið af mörkum þó duglegur sé framherjinn úr Mosfellsbænum. Tiltektin virðist á pappírnum hafa verið ágæt hjá Helga og bera úrslitin á undirbúningstímabilinu ummerki þess.Markaðseinkunn: B- Hvað segir sérfræðingurinn?„Ég er spenntur fyrir Fylkisliðinu í sumar. Liðið er skemmtilega samsett og mér það vera með eina bestu miðjuna í deildinni,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna. „Þeir bæta við Sam Hewson í þetta góða miðjutríó sem þeir voru með fyrir og fá nú Ólaf Inga heilt tímabil og Helgi Valur er í betra formi. Ég hef séð töluvert af Fylki á undirbúningstímabilinu og það lítur vel út.“ „Þjálfari liðsins hefur staðist sín próf hingað til og næsta próf er hvort hann getur farið með Fylkisliðið upp í efri hlutann. Mér finnst Fylkir hafa mikið í sínu liði til að stíga skrefið þangað en það þarf fyrir mót að styrkja sig í vængstöðu og eitthvað framar á vellinum,“ segir Reynir Leósson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurFylkismenn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar en komust nálægt því á árunum 2000 til 2002. Fylkisliðið varð í öðru sæti 2000 og 2002 en sumarið á milli voru Árbæingar mikið á toppnum en hrundu niður í 5. sætið í lokin. Fylkir vann bikarinn tvö ár í röð eða 2001 og 2002.Andrés Már Jóhannesson eignaðist leikjamet Fylkis sumarið 2016 og bætti það í 171 leik síðasta sumar. Hann hefur leikið fjórum leikjum meira en Albert Brynjar Ingason sem vann talsvert á hann síðasta sumar.Albert Brynjar Ingason er markahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild með 56 mörk í 167 leikjum en hann tók markametið af Sævar Þór Gíslasyni sumarið 2015 og hefur síðan bætt við fimmtán mörkum. Andrés Már Jóhannesson hefur gefið flestar stoðsendingar í efstu deild síðan farið var að taka þær saman 1992. Andrés Már er með 24 stoðsendingar eða tveimur fleiri en Finnur Kolbeinsson sem átti lengi stoðsendingamet félagsins. Vinsælasta sæti Fylkismanna í nútímafótbolta (1977-2018) er sjöunda sætið sem liðið hefur lent í fimm sinnum, síðast sumarið 2013 þegar Árbæjarliðið var í því þriðja sumarið í röð. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Fylkismenn væru ekkert á móti reynslubolta og miklum karakter til að styrkja varnarleikinn og væru í draumaheimi til í að vera með einn Þórhall Dan til að sparsla fyrir í vörninni. Miðverðir liðsins eru ungir og vissulega á uppleið en svona jálkur sem vann tvo titla með Fylkisliðinu um aldamótinn væri vel þeginn inn í hópinn til að koma liðinu ofar.
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00