Grótta sótti þrjú stig til Akureyrar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 18:25 Gróttu-menn fagna marki mynd/fésbókarsíða Gróttu Grótta náði sterkan sigur til Akureyrar í dag þegar liðið lagði Þór að velli í Inkassodeild karla. Fjölnir vann Magna örugglega. Þórsarar byrjuðu Inkassodeildina af miklum krafti, það miklum að menn voru farnir að spá þeim öruggum sigri í deildinni þó aðeins tvær umferðir væru liðnar. Þeim var þó kippt rækilega á jörðina í dag þegar Grótta, sem kom upp úr annarri deild í haust, mætti á Þórsvöllinn og tók öll stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti en gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu. Það var hinn ungi Axel Sigurðarson sem gerði markið eftir frábært spil upp völlinn. Á þriðju mínútu leiksins fékk Grótta víti. Axel var kominn einn í gegnum vörn Þórs en Aron Birkir Stefánsson markvörður braut á honum og víti dæmt. Óliver Dagur Thorlacius fór á punktinn og skoraði örugglega. 2-0 fyrir Gróttu eftir þrjár mínútur. Hasarinn í upphafi var ekki búinn, heimamenn fengu vítaspyrnu á sjöttu mínútu leiksins. Brotið á Sveini Elíasi Jónssyni innan vítateigs. Nacho Gil fór á punktinn og hann skoraði einnig örugglega. Eftir þessar svaðalegu upphafsmínútur róaðist aðeins á leiknum og næsta mark kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Þar voru á ferðinni markaskorarar Gróttu. Ólviver Dagur átti góða sendingu inn á Axel sem skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Gróttu. Þórsarar fengu annað víti í upphafi seinni hálfleiks. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skilaði spyrnunni aftur örugglega í netið. Róðurinn varð erfiðari fyrir heimamenn á 61. mínútu þegar Orri Sigurjónsson fékk beint rautt spjald. Þrátt fyrir það voru það Þórsarar sem sóttu undir lok leiksins, enda undir í leiknum. Þeir uppskáru þó ekki mark, leiknum lauk með 3-2 sigri Gróttu. Þetta var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara. Á Extra vellinum í Grafarvogi tóku Fjölnismenn á móti Magna. Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði á 13. mínútu með góðu skoti. Fjölnismenn sóttu og sóttu í upphafi og á 26. mínútu skoraði Albert Brynar Ingason annað mark þeirra. Fjölnir hefði getað leitt með fleiri mörkum í hálfleik en staðan aðeins 2-0 þegar farið var til búningsherbergja. Á 50. mínútu skoraði Hans Viktor Guðmundsson þriðja mark Fjölnis og sigurinn nokkurn veginn í höfn. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann strax sex mínútum seinna en það dugði ekki til því Ingibergur Kort Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Fjölni á 83. mínútu. Sigurpáll Melberg Pálsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og því léku Fjölnismenn einum færri síðasta korterið. Magnamenn gátu ekki nýtt sér liðsmuninn, lokatölur 4-1 í Grafarvogi. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Sjá meira
Grótta náði sterkan sigur til Akureyrar í dag þegar liðið lagði Þór að velli í Inkassodeild karla. Fjölnir vann Magna örugglega. Þórsarar byrjuðu Inkassodeildina af miklum krafti, það miklum að menn voru farnir að spá þeim öruggum sigri í deildinni þó aðeins tvær umferðir væru liðnar. Þeim var þó kippt rækilega á jörðina í dag þegar Grótta, sem kom upp úr annarri deild í haust, mætti á Þórsvöllinn og tók öll stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti en gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu. Það var hinn ungi Axel Sigurðarson sem gerði markið eftir frábært spil upp völlinn. Á þriðju mínútu leiksins fékk Grótta víti. Axel var kominn einn í gegnum vörn Þórs en Aron Birkir Stefánsson markvörður braut á honum og víti dæmt. Óliver Dagur Thorlacius fór á punktinn og skoraði örugglega. 2-0 fyrir Gróttu eftir þrjár mínútur. Hasarinn í upphafi var ekki búinn, heimamenn fengu vítaspyrnu á sjöttu mínútu leiksins. Brotið á Sveini Elíasi Jónssyni innan vítateigs. Nacho Gil fór á punktinn og hann skoraði einnig örugglega. Eftir þessar svaðalegu upphafsmínútur róaðist aðeins á leiknum og næsta mark kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Þar voru á ferðinni markaskorarar Gróttu. Ólviver Dagur átti góða sendingu inn á Axel sem skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Gróttu. Þórsarar fengu annað víti í upphafi seinni hálfleiks. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skilaði spyrnunni aftur örugglega í netið. Róðurinn varð erfiðari fyrir heimamenn á 61. mínútu þegar Orri Sigurjónsson fékk beint rautt spjald. Þrátt fyrir það voru það Þórsarar sem sóttu undir lok leiksins, enda undir í leiknum. Þeir uppskáru þó ekki mark, leiknum lauk með 3-2 sigri Gróttu. Þetta var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara. Á Extra vellinum í Grafarvogi tóku Fjölnismenn á móti Magna. Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði á 13. mínútu með góðu skoti. Fjölnismenn sóttu og sóttu í upphafi og á 26. mínútu skoraði Albert Brynar Ingason annað mark þeirra. Fjölnir hefði getað leitt með fleiri mörkum í hálfleik en staðan aðeins 2-0 þegar farið var til búningsherbergja. Á 50. mínútu skoraði Hans Viktor Guðmundsson þriðja mark Fjölnis og sigurinn nokkurn veginn í höfn. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann strax sex mínútum seinna en það dugði ekki til því Ingibergur Kort Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Fjölni á 83. mínútu. Sigurpáll Melberg Pálsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og því léku Fjölnismenn einum færri síðasta korterið. Magnamenn gátu ekki nýtt sér liðsmuninn, lokatölur 4-1 í Grafarvogi. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Sjá meira