Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Frosti Logason skrifar 12. febrúar 2019 22:38 Ólafur Ísleifsson, óháður þingmaður sem vikið var úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmála, segir litlar líkur á að hann og Karl Gauti Hjaltason snúi aftur í þann sama flokk. Aðspurður hvernig hann mundi taka því ef formaðurinn, Inga Sæland, myndi setja sig í samband við þá félaga til að leita sátta og ná hópnum aftur saman, sagði Ólafur það ekki koma til greina nema breyting yrði gerð á forystu flokksins. Ólafur sagðist, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun, í raun ekki átta sig á fyrir hvað nákvæmlega þeir félagar hefðu verið reknir. Hann og Karl Gauti hefðu ekki verið beinir þáttakendur í Klaustursumræðunum og að þeir hefðu verið farnir þegar öll grófustu ummælin hefðu verið látin falla. Benti hann á að þunnt væri skipað í mörgum stjórnmálaflokkum ef reka ætti alla þá sem voguðu sér að gagnrýna forystu síns flokks. Ákvörðunin um brottrekstur væri fyrst og fremst til marks um stjórnunarhætti sem hann sem þingmaður vildi ekki vera þáttakandi í. Sagði Ólafur þá stöðu sem uppi væri núna að mörgu leyti vera fordæmalausa. Hann og Karl Gauti hafi lent utan þingflokka, ekki að eigin frumkvæði, og að það væri í raun fáheyrður atburður á Íslandi að menn skuli yfirhöfuð vera reknir úr stjórnmálaflokkum. Nefndi hann sögulegt dæmi, þegar Gunnar Thoroddsen þingmaður Sjálfstæðisflokks, myndaði ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki árið 1980 í óþökk bæði Geirs Hallgrímssonar, formanns, og allra flokkstofnana Sjálfstæðisflokks á þeim tíma. Enginn hafi þó verið rekinn úr flokknum þá. Fara þyrfti aftur til fjórða áratugs liðinnar aldar til að finna dæmi þess að þingmenn hefðu verið reknir úr flokkum og að það hefði til að mynda aldrei gerst áður á lýðveldistímanum. Ólafur sagði það vera frumskyldu Karls Gauta og hans, sem kjörinna fulltrúa, að meta með hvaða hætti þeirra störf gætu verið sem mest árangursrík á Alþingi. Líklegast væru menn sterkari sem hlutar af heild en engin alvara væri þó komin í frekari viðræður við einstaka flokka um nánara samstarf. Hlustaðu á allt viðtalið við Ólaf í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon
Ólafur Ísleifsson, óháður þingmaður sem vikið var úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmála, segir litlar líkur á að hann og Karl Gauti Hjaltason snúi aftur í þann sama flokk. Aðspurður hvernig hann mundi taka því ef formaðurinn, Inga Sæland, myndi setja sig í samband við þá félaga til að leita sátta og ná hópnum aftur saman, sagði Ólafur það ekki koma til greina nema breyting yrði gerð á forystu flokksins. Ólafur sagðist, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun, í raun ekki átta sig á fyrir hvað nákvæmlega þeir félagar hefðu verið reknir. Hann og Karl Gauti hefðu ekki verið beinir þáttakendur í Klaustursumræðunum og að þeir hefðu verið farnir þegar öll grófustu ummælin hefðu verið látin falla. Benti hann á að þunnt væri skipað í mörgum stjórnmálaflokkum ef reka ætti alla þá sem voguðu sér að gagnrýna forystu síns flokks. Ákvörðunin um brottrekstur væri fyrst og fremst til marks um stjórnunarhætti sem hann sem þingmaður vildi ekki vera þáttakandi í. Sagði Ólafur þá stöðu sem uppi væri núna að mörgu leyti vera fordæmalausa. Hann og Karl Gauti hafi lent utan þingflokka, ekki að eigin frumkvæði, og að það væri í raun fáheyrður atburður á Íslandi að menn skuli yfirhöfuð vera reknir úr stjórnmálaflokkum. Nefndi hann sögulegt dæmi, þegar Gunnar Thoroddsen þingmaður Sjálfstæðisflokks, myndaði ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki árið 1980 í óþökk bæði Geirs Hallgrímssonar, formanns, og allra flokkstofnana Sjálfstæðisflokks á þeim tíma. Enginn hafi þó verið rekinn úr flokknum þá. Fara þyrfti aftur til fjórða áratugs liðinnar aldar til að finna dæmi þess að þingmenn hefðu verið reknir úr flokkum og að það hefði til að mynda aldrei gerst áður á lýðveldistímanum. Ólafur sagði það vera frumskyldu Karls Gauta og hans, sem kjörinna fulltrúa, að meta með hvaða hætti þeirra störf gætu verið sem mest árangursrík á Alþingi. Líklegast væru menn sterkari sem hlutar af heild en engin alvara væri þó komin í frekari viðræður við einstaka flokka um nánara samstarf. Hlustaðu á allt viðtalið við Ólaf í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon