Stuttgart var efst á blaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2019 08:30 Elvar Ásgeirsson er markahæsti leikmaður Aftureldingar í Olís-deildinni með 77 mörk. Fréttablaðið/Ernir „Ég kíkti til þeirra í nóvember og aftur í desember. Síðan hefur þetta verið í ferli. Ég hef verið þolinmóður og leyft þeim að taka ákvörðun. Þeir voru að klára að púsla liðinu saman fyrir næsta tímabil,“ sagði Elvar Ásgeirsson í samtali við Fréttablaðið um aðdraganda félagaskipta hans til þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart. Elvar klárar tímabilið með Aftureldingu en heldur svo til Þýskalands í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stuttgart sem er á sínu fjórða tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Þegar þetta er skrifað er liðið í 12. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 20 umferðir. „Aðstaðan þarna er í hæsta gæðaflokki. Mér líst vel á allt, bæði verðandi liðsfélaga og þjálfarann [Jürgen Schweikardt]. Það er fjölskyldustemning í félaginu sem ég er vanur,“ sagði Elvar. Að hans sögn var Stuttgart alltaf fyrsti kostur eftir að félagið byrjaði að sýna honum áhuga. „Mér leist mjög vel á það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þýska deildin var ekkert endilega fyrsti kostur en Stuttgart var klárlega efst á blaði.“ Á þessu tímabili hefur Elvar mestmegnis verið notaður sem skytta en honum er ætlað að spila sem leikstjórnandi hjá Stuttgart. Þar mun hann m.a. fylla skarð Michaels Kraus, fyrrverandi heimsmeistara með þýska landsliðinu. „Ég mun deila leikstjórnandastöðunni með öðrum leikmanni og samkeppnin verður hörð. Tilfinningin sem ég fæ er að ég fái að spila mikið en svo fer það bara eftir því hvernig maður stendur sig,“ sagði Elvar. Mosfellingurinn hefur verið afar seinheppinn hvað meiðsli varðar á undanförnum árum. Elvar segist hafa gengist undir ítarlega læknisskoðun hjá Stuttgart og hún hafi komið vel út. „Þeir grandskoðuðu mig, tóku mynd af hnénu þar sem ég sleit krossband og ökklanum sem brotnaði. Það leit allt vel út,“ sagði Elvar. Fyrir rúmu ári fótbrotnaði hann í jólatréssöfnun handknattleiksdeildar Aftureldingar. Hann lét söfnunina vera í ár. „Ég fékk hvíld frá henni,“ sagði hann hlæjandi. Elvar, sem er 24 ára, hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og er markahæsti leikmaður þess í Olís-deildinni í vetur með 77 mörk í 15 leikjum. Mosfellingar hafa verið nálægt því að vinna titla síðustu ár en aldrei tekið stóra skrefið. Afturelding tapaði fyrir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2015 og 2016 og fyrir Val í bikarúrslitum 2017. Elvar vill kveðja félagið sitt með titli. „Ég er glaður að þetta sé frágengið og nú get ég einbeitt mér að því að vinna titla með uppeldisfélaginu. Við lítum stórt á okkur og finnst við vera með ógeðslega gott lið. Markmiðin eru skýr; að berjast um alla titla sem í boði eru. Draumurinn er að kveðja Aftureldingu með titli,“ sagði Elvar en Afturelding er í 5. sæti Olís-deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Coca-Cola-bikarsins þar sem liðið mætir FH eftir viku. Olís-deild karla Tengdar fréttir Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00 Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
„Ég kíkti til þeirra í nóvember og aftur í desember. Síðan hefur þetta verið í ferli. Ég hef verið þolinmóður og leyft þeim að taka ákvörðun. Þeir voru að klára að púsla liðinu saman fyrir næsta tímabil,“ sagði Elvar Ásgeirsson í samtali við Fréttablaðið um aðdraganda félagaskipta hans til þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart. Elvar klárar tímabilið með Aftureldingu en heldur svo til Þýskalands í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stuttgart sem er á sínu fjórða tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Þegar þetta er skrifað er liðið í 12. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 20 umferðir. „Aðstaðan þarna er í hæsta gæðaflokki. Mér líst vel á allt, bæði verðandi liðsfélaga og þjálfarann [Jürgen Schweikardt]. Það er fjölskyldustemning í félaginu sem ég er vanur,“ sagði Elvar. Að hans sögn var Stuttgart alltaf fyrsti kostur eftir að félagið byrjaði að sýna honum áhuga. „Mér leist mjög vel á það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þýska deildin var ekkert endilega fyrsti kostur en Stuttgart var klárlega efst á blaði.“ Á þessu tímabili hefur Elvar mestmegnis verið notaður sem skytta en honum er ætlað að spila sem leikstjórnandi hjá Stuttgart. Þar mun hann m.a. fylla skarð Michaels Kraus, fyrrverandi heimsmeistara með þýska landsliðinu. „Ég mun deila leikstjórnandastöðunni með öðrum leikmanni og samkeppnin verður hörð. Tilfinningin sem ég fæ er að ég fái að spila mikið en svo fer það bara eftir því hvernig maður stendur sig,“ sagði Elvar. Mosfellingurinn hefur verið afar seinheppinn hvað meiðsli varðar á undanförnum árum. Elvar segist hafa gengist undir ítarlega læknisskoðun hjá Stuttgart og hún hafi komið vel út. „Þeir grandskoðuðu mig, tóku mynd af hnénu þar sem ég sleit krossband og ökklanum sem brotnaði. Það leit allt vel út,“ sagði Elvar. Fyrir rúmu ári fótbrotnaði hann í jólatréssöfnun handknattleiksdeildar Aftureldingar. Hann lét söfnunina vera í ár. „Ég fékk hvíld frá henni,“ sagði hann hlæjandi. Elvar, sem er 24 ára, hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og er markahæsti leikmaður þess í Olís-deildinni í vetur með 77 mörk í 15 leikjum. Mosfellingar hafa verið nálægt því að vinna titla síðustu ár en aldrei tekið stóra skrefið. Afturelding tapaði fyrir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2015 og 2016 og fyrir Val í bikarúrslitum 2017. Elvar vill kveðja félagið sitt með titli. „Ég er glaður að þetta sé frágengið og nú get ég einbeitt mér að því að vinna titla með uppeldisfélaginu. Við lítum stórt á okkur og finnst við vera með ógeðslega gott lið. Markmiðin eru skýr; að berjast um alla titla sem í boði eru. Draumurinn er að kveðja Aftureldingu með titli,“ sagði Elvar en Afturelding er í 5. sæti Olís-deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Coca-Cola-bikarsins þar sem liðið mætir FH eftir viku.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00 Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00
Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30