Lífið

Fönguðu Strokk í „Slow Mo“ á hitamyndavél

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gavin og Dan alltaf góðir. Nú eru þeir hér á landi.
Gavin og Dan alltaf góðir. Nú eru þeir hér á landi.
Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ á Youtube heimsóttu Ísland í fyrra til að fanga íslenska náttúru með háhraðamyndavélum, eins og þeim einum er lagið. Hvert sem þeir fara taka þeir myndavélar með sér og í þetta sinn fengu þeir þá Jón H. Arnarson og Arnar Þór Þórsson og stærðarinnar dróna þeirra með sér í lið.

Fyrst kíktu strákarnir á Strokk í Haukadal og náðu nokkrum frábærum skotum af goshvernum. Í einu skotinu tókst þeim næstum því að eyðileggja drónann og myndavélina, sem hékk á honum.

Því næst fóru þeir að Gullfossi til að fanga fossinn í allri sinni dýrð. Þá er nokkuð skemmtilegt að fylgjast með Dan reyna að segja Gullfoss.

Íslandsheimsókn Slow Mo Guys var sýnd í fyrsta þætti Planet Slow Mo, sem unnir eru með Youtube. Þeir Gavin og Dan munu birta fleiri slíka þætti á næstunni, þar sem þeir ferðuðust um heiminn með háhraðamyndavélar sínar.

Nú þegar er komið inn annað innslag á rás þeirra félaga og má þá sjá hvernig Strokkur lítur út með augum hitamyndavélar en vatnið er um 100 gráðu heitt.

Einnig fengu þeir jarðfræðing til að útskýra fyrir sér hvernig goshver virkar í raun og veru og af hverju vatnið gýs upp úr jörðinni.

Hér að neðan má sjá innslag númer tvö frá Slow Mo Guys hér á landi.


Tengdar fréttir

Fönguðu Strokk og Gullfoss í „Slow Mo“

Þeir Gavin og Dan í "Slow Mo Guys“ á Youtube heimsóttu Ísland í fyrra til að fanga íslenska náttúru með háhraðamyndavélum, eins og þeim einum er lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×