Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan árið 2006 en liðið hefur ekki síðan 2007 verið jafn líklegt til að vinna þann stóra. Það hafnaði í öðru sæti í deildinni og fór í bikarúrslit á móti Stjörnunni sem vann báða titlana.
ÍR er ekkert lamb að leika sér við en það er komið með alla sína sveit heila og vann Njarðvík í Ljónagryfjunni undir lok deildarkeppninnar og sýndi að þeir græna þurfa að hafa sig alla við til að klára þetta einvígi.
Domino´s-Körfuboltakvöld fór yfir alla úrslitakeppnina í sérstökum upphitunarþætti í gærkvöldi og má sjá umræðu um einvígi Njarðvíkur og ÍR hér að neðan.