Heiða syngur sig frá áfallastreituröskun Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. mars 2019 07:45 „Þegar maður fær áfallastreituröskun læðast allt í einu aftan að manni einhver gömul áföll sem maður hefur ekki áttað sig á að gætu haft svona mikil áhrif á mann.“ Ólöf Erla/SVART DESIGN „Ég er að glíma við afleiðingar umferðarslyss sem ég lenti í fyrir ári,“ segir söngkonan og flugfreyjan Heiða Ólafsdóttir sem hefur ekkert getað flogið síðan í desember. „Ég neyddist til þess að fara í veikindaleyfi hjá Icelandair vegna þess að áverkarnir sem ég fékk í bílslysinu hafa bara versnað,“ segir Heiða. „Ég er með stöðugan doða í hendi og fingrum og með brjósklos í hálsi og hef auk þess þurft að takast á við mikla áfallastreituröskun. Þannig að það að brasa í minni eigin tónlist hefur alveg bjargað geðheilsunni.“ Heiða segir líf sitt hafa gerbreyst á björtum og fallegum degi fyrir ári þegar hún beið á rauðu ljósi og ekið var aftan á bílinn hennar á mikilli ferð. „Það kom gríðarlega aftan að mér hvernig eitthvað svona aulalegt getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar. Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu.“ Og óhætt er að segja að ógæfan hafi komið bókstaflega í bakið á henni vegna þess að hnykkurinn sem hún fékk á hálsinn endaði í brjósklosi með tilheyrandi stöðugum verkjum.Stóru stundirnar og spurningarnar „Það er auðvitað galið að vera að gefa út plötu í þessu breytta og rafræna tónlistarumhverfi en ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig,“ segir Heiða og bætir við að þótt það hljómi drungalega þá „getum við öll dáið á morgun þannig að það þýðir ekkert að sitja heima og lesa“.Langir göngutúrar eru sú líkamsrækt sem Heiðu er ráðlagt að stunda. „Þannig að ég er bara eins og Forrest Gump og geng og geng og geng.“Hún ákvað því að kýla í hljómplötuútgáfu með dyggum stuðningi eiginmannsins Snorra Snorrasonar sem gerði garðinn frægan sem Ídol-stjarna Íslands 2006. „Ég gat gert heila plötu vegna þess að Snorri minn er upptökustjóri og á hljóðver og frítt fyrir konuna sína,“ segir Heiða glaðlega. „Svo seldi ég plötuna og miða á útgáfutónleikana fyrirfram á þessari stórsniðugu síðu, Karolina Fund, og það gekk svo vel að ég komst með útgáfuna á núllpunkt.“ Heiða segir lögin á nýju plötunni hafa orðið til á löngum tíma, bæði fyrir og eftir slysið. „Á plötunni eru einungis alíslensk lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ást, von og yl. Helmingurinn eftir mig og hinn helmingurinn þekkt lög í mínum búningi. Allt lög sem hafa talað sérstaklega til mín í gegnum tíðina.“ Lögin eru eftir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum Heiðu, til dæmis Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Gunnar Þórðarson. „Platan fékk nafnið Ylur frá upphafsorði lags og texta sem ég samdi til Snorra míns þegar við vorum að fella hugi saman.“ Heiða yrkir og syngur um stóru stundirnar og spurningarnar í lífinu og þrátt fyrir allt sem á henni hefur dunið segir hún að bjart sé yfir plötunni. „Ég sleppti dramatísku lögunum sem ég á til en þau koma kannski út síðar. Ég er rosalega jákvæð og bjartsýn að eðlisfari en kannski verið meira í að peppa aðra og gleyma sjálfri mér. „Núna er komið að því að ég muni eftir því að vera jákvæð í minn garð.“ Heiða segist hafa viljað gefa jákvæðan tón með plötunni. „Mig langar að fólk heyri eitthvað sem færir þeim bjartsýni og þótt ástin, vonirnar og væntingarnar geti oft verið erfiðar þá er ekkert verra en að missa vonina. Það er það versta sem getur komið fyrir fólk.“ Útgáfutónleikar Heiðu hefjast í Salnum í Kópavogi klukkan 20 á laugardagskvöld og þar mun hún flytja öll lögin af plötunni í bland við nokkur af uppáhaldslögunum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Ég er að glíma við afleiðingar umferðarslyss sem ég lenti í fyrir ári,“ segir söngkonan og flugfreyjan Heiða Ólafsdóttir sem hefur ekkert getað flogið síðan í desember. „Ég neyddist til þess að fara í veikindaleyfi hjá Icelandair vegna þess að áverkarnir sem ég fékk í bílslysinu hafa bara versnað,“ segir Heiða. „Ég er með stöðugan doða í hendi og fingrum og með brjósklos í hálsi og hef auk þess þurft að takast á við mikla áfallastreituröskun. Þannig að það að brasa í minni eigin tónlist hefur alveg bjargað geðheilsunni.“ Heiða segir líf sitt hafa gerbreyst á björtum og fallegum degi fyrir ári þegar hún beið á rauðu ljósi og ekið var aftan á bílinn hennar á mikilli ferð. „Það kom gríðarlega aftan að mér hvernig eitthvað svona aulalegt getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar. Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu.“ Og óhætt er að segja að ógæfan hafi komið bókstaflega í bakið á henni vegna þess að hnykkurinn sem hún fékk á hálsinn endaði í brjósklosi með tilheyrandi stöðugum verkjum.Stóru stundirnar og spurningarnar „Það er auðvitað galið að vera að gefa út plötu í þessu breytta og rafræna tónlistarumhverfi en ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig,“ segir Heiða og bætir við að þótt það hljómi drungalega þá „getum við öll dáið á morgun þannig að það þýðir ekkert að sitja heima og lesa“.Langir göngutúrar eru sú líkamsrækt sem Heiðu er ráðlagt að stunda. „Þannig að ég er bara eins og Forrest Gump og geng og geng og geng.“Hún ákvað því að kýla í hljómplötuútgáfu með dyggum stuðningi eiginmannsins Snorra Snorrasonar sem gerði garðinn frægan sem Ídol-stjarna Íslands 2006. „Ég gat gert heila plötu vegna þess að Snorri minn er upptökustjóri og á hljóðver og frítt fyrir konuna sína,“ segir Heiða glaðlega. „Svo seldi ég plötuna og miða á útgáfutónleikana fyrirfram á þessari stórsniðugu síðu, Karolina Fund, og það gekk svo vel að ég komst með útgáfuna á núllpunkt.“ Heiða segir lögin á nýju plötunni hafa orðið til á löngum tíma, bæði fyrir og eftir slysið. „Á plötunni eru einungis alíslensk lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ást, von og yl. Helmingurinn eftir mig og hinn helmingurinn þekkt lög í mínum búningi. Allt lög sem hafa talað sérstaklega til mín í gegnum tíðina.“ Lögin eru eftir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum Heiðu, til dæmis Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Gunnar Þórðarson. „Platan fékk nafnið Ylur frá upphafsorði lags og texta sem ég samdi til Snorra míns þegar við vorum að fella hugi saman.“ Heiða yrkir og syngur um stóru stundirnar og spurningarnar í lífinu og þrátt fyrir allt sem á henni hefur dunið segir hún að bjart sé yfir plötunni. „Ég sleppti dramatísku lögunum sem ég á til en þau koma kannski út síðar. Ég er rosalega jákvæð og bjartsýn að eðlisfari en kannski verið meira í að peppa aðra og gleyma sjálfri mér. „Núna er komið að því að ég muni eftir því að vera jákvæð í minn garð.“ Heiða segist hafa viljað gefa jákvæðan tón með plötunni. „Mig langar að fólk heyri eitthvað sem færir þeim bjartsýni og þótt ástin, vonirnar og væntingarnar geti oft verið erfiðar þá er ekkert verra en að missa vonina. Það er það versta sem getur komið fyrir fólk.“ Útgáfutónleikar Heiðu hefjast í Salnum í Kópavogi klukkan 20 á laugardagskvöld og þar mun hún flytja öll lögin af plötunni í bland við nokkur af uppáhaldslögunum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira