Þjóðir í neyð finna mest fyrir samdrætti í framlögum Heimsljós kynnir 11. apríl 2019 16:15 Frá Malaví. Gunnisal Opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum drógust saman um tæplega þrjú prósent á árinu 2018 miðað við árið á undan. Samkvæmt gögnum sem Efnahags-og framfarastofnunin (OECD) birti í vikunni urðu þjóðir í neyð verst úti í niðurskurðinum. Til neyðar- og mannúðaraðstoðar lækkuðu framlögin um átta prósent og til Afríkuríkja um fjögur prósent. Fulltrúar OECD lýsa yfir áhyggjum af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í ljósi lækkunar á framlögum til opinberrar þróunarsamvinnu. Í gögnum OECD kemur reyndar fram, að ef kostnaður vegna flóttafólks er tekinn út fyrir sviga, eru framlögin óbreytt milli ára. Engu að síður telur OECD að niðurstaðan sé uggvekjandi því framlagsríki hafi heitið auknum framlögum árið 2015 þegar heimsmarkmiðin voru samþykkt. Þjóðir innan þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC, verja að meðaltali 0,31 prósenti af þjóðartekjum til þróunarmála. Framlög Íslands eru nánast þau sömu og meðaltalið en þau koma til með að hækka á næstu árum upp í 0,35% samkvæmt stjórnarsáttmála. Íslensku framlögin hækkuðu um 17% milli ára, mest vegna aukins stuðnings við fjölþjóðastofnanir, eins og segir í gögnum OECD. Bandaríkin verja mestu fé til þróunarmála en þegar horft er til hlutfalls af þjóðartekjum sést að framlagið nemur 0,17 prósentum, lækkar um fimm prósent milli ára. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækir vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Fundirnir hófust í vikubyrjun og standa yfir fram til sunnudags. Ísland tekur sæti norrænu þjóðanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans í sumar, en bankinn er stærsta þróunarstofnun heims.Development aid drops in 2018, especially to neediest countries/ OECDÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent
Opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum drógust saman um tæplega þrjú prósent á árinu 2018 miðað við árið á undan. Samkvæmt gögnum sem Efnahags-og framfarastofnunin (OECD) birti í vikunni urðu þjóðir í neyð verst úti í niðurskurðinum. Til neyðar- og mannúðaraðstoðar lækkuðu framlögin um átta prósent og til Afríkuríkja um fjögur prósent. Fulltrúar OECD lýsa yfir áhyggjum af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í ljósi lækkunar á framlögum til opinberrar þróunarsamvinnu. Í gögnum OECD kemur reyndar fram, að ef kostnaður vegna flóttafólks er tekinn út fyrir sviga, eru framlögin óbreytt milli ára. Engu að síður telur OECD að niðurstaðan sé uggvekjandi því framlagsríki hafi heitið auknum framlögum árið 2015 þegar heimsmarkmiðin voru samþykkt. Þjóðir innan þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC, verja að meðaltali 0,31 prósenti af þjóðartekjum til þróunarmála. Framlög Íslands eru nánast þau sömu og meðaltalið en þau koma til með að hækka á næstu árum upp í 0,35% samkvæmt stjórnarsáttmála. Íslensku framlögin hækkuðu um 17% milli ára, mest vegna aukins stuðnings við fjölþjóðastofnanir, eins og segir í gögnum OECD. Bandaríkin verja mestu fé til þróunarmála en þegar horft er til hlutfalls af þjóðartekjum sést að framlagið nemur 0,17 prósentum, lækkar um fimm prósent milli ára. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækir vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Fundirnir hófust í vikubyrjun og standa yfir fram til sunnudags. Ísland tekur sæti norrænu þjóðanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans í sumar, en bankinn er stærsta þróunarstofnun heims.Development aid drops in 2018, especially to neediest countries/ OECDÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent