Sara Sigmundsdóttir situr sem er í sjötta sæti á Wodapalooza Crossfit mótinu á Miami þegar þrjár greinar hafa farið fram.
Í fyrstu grein mótsins endaði Sara í fjórða sæti en þá var það Kristin Holte sem tók sigurinn og var heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey skammt á eftir henni.
Í annarri greininni gekk Söru ekki eins vel en þar endaði hún í áttunda sæti áður en hún endaði í einu sæti ofar í þriðju greininni.
Eftir fjórða, áttunda og sjöunda sæti í greinunum þremur hingað til situr Sara í sjötta sæti mótsins með 224 stig en efst er Tia-Clair Toomey með 282 stig.
Björgvin Karl Guðmundsson og félagar hans í liðinu Foodspring Athletics sitja síðan í efsta sæti sinnar deildar en þar keppa lið með þremur karlmönnum. Liðsfélagar Björgvins eru þeir Adrian Mundwiler og Jonne Koski en þeir hafa endað í efsta sætinu í tveimur af þremur greinunum hingað til en í hinni greininni enduðu þeir í öðru sæti.
Sara í sjötta sæti eftir þrjár greinar
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið



Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn




Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

