KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vesturbæinga en samt kannski ekki bestu fréttir kvöldsins.
Besta frétt kvöldsins gæti nefnilega verið frammistaða Pavel Ermolinskij sem fór á kostum í DHL-höllinni í gær.
Pavel Ermolinskij var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar á þeim 36 mínútum sem hann spilaði. Hann skilaði alls 33 framlagsstigum.
Þetta er hækkun upp á 22 stig, 5 fráköst og 25 framlagsstig frá því í leik eitt þar sem Pavel spilaði aðeins minna en var með 0 stig, 5 fráköst og 8 framlagsstig.
Pavel Ermolinskij er í gríðarlega stóru hlutverki varnarlega á móti Michael Craion, miðherja Keflavíkur, og það er því gulls ígildi fyrir KR-liðið þegar hann skilar líka svona miklu í sókninni.
Leikurinn í gær var ekki aðeins besti leikur Pavels Ermolinskij í Domino´s deildinni á þessu tímabili heldur sá langbesti. Þetta má sjá hér fyrir neðan á listum yfir bestu frammistöðu hans í þremur mikilvægum tölfræðiþáttum.
Þetta voru tíu fleiri stig en hann hafði skorað mest í vetur og tíu hærri framlagsstig en hann hafði fengið í einum leik á leiktíðinni. Hann þrefaldaði líka besta árangur sinn í fiskuðum villum og þetta var líka í fyrsta sinn sem hann náði tíu fráköstum í einum leik.
Flest stig hjá Pavel Ermolinskij í leik í Domino´s í vetur:
22 stig í leik 2 á móti Keflavík (25. mars)
[10 stig í næsta leik]
12 stig á móti Haukum (15. nóvember)
11 stig á móti Keflavík (11. janúar)
11 stig á móti Val (24. janúar)
5 stig á móti ÍR (11. mars)
Hæsta framlag hjá Pavel Ermolinskij í leik í Domino´s í vetur:
33 framlagssstig í leik 2 á móti Keflavík (25. mars)
[10 framlagssstig í næsta leik]
23 framlagsstig á móti Haukum (15. nóvember)
19 framlagsstig á móti Keflavík (11. janúar)
16 framlagsstig á móti Val (24. janúar)
Flestar fiskaðar villur hjá Pavel Ermolinskij í leik í Domino´s í vetur:
6 fiskaðar villur í leik 2 á móti Keflavík (25. mars)
[4 fiskaðar villur í næsta leik]
2 fiskaðar villur á móti Haukum (15. nóvember)
2 fiskaðar villur á móti Þór Þorl. (17. janúar)
2 fiskaðar villur á móti Njarðvík (4. febrúar)
2 fiskaðar villur á móti Stjörnunni (8. mars)
2 fiskaðar villur í leik 1 á móti Keflavík (22. mars)
Ekki bara besti leikur Pavels í vetur heldur sá langbesti
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti