Ísland og UNESCO gera rammasamning um þróunarsamvinnu Heimsljós kynnir 26. apríl 2019 14:00 Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri og Xing Qu, aðstoðarfrkvstj. UNESCO. UNESCO/Fabrice GENTILE Ísland og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hafa gert með sér samstarfssamning á sviði þróunarsamvinnu. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Xing Qu, aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu rammasamning þess efnis fyrr í vikunni. Rammasamningurinn er sá fyrsti sem Ísland og UNESCO gera um þróunarsamvinnu. Hann felur í sér að Ísland styður við tvö verkefni á vegum stofnunarinnar. Annars vegar er um að ræða framlag til verkefnis sem miðar að því að styrkja getu fátækra ríkja við að innleiða umbætur á sviði menntamála. Hins vegar er framlag til að stuðla að tjáningarfrelsi og öryggi blaðamanna í þróunarlöndum. Miðað er við að framlögin nýtist sérstaklega í starfi UNESCO í Afganistan, einu af áherslulöndum Íslands í þróunarsamvinnu, bæði til að bæta aðgengi að menntun þar í landi, sem og til að tryggja öryggi blaðamanna. „Menntun er undirstaða framfara og frjálsir fjölmiðlar ein af forsendum lýðræðis. Þess vegna er afar mikilvægt að styrkja hvort tveggja í ríkjum sem standa veikt. Ísland hefur mikið fram að færa í þessum efnum og því er mér það mikið fagnaðarefni að við höfum nú undirritað rammasamning við UNESCO á þessu sviði,“ segir Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri. Alls verja íslensk stjórnvöld um 174 milljónum króna á næstu fimm árum til þessara tveggja verkefna. Til viðbótar munu íslensk stjórnvöld senda íslenska sérfræðinga til starfa á vettvangi við innleiðingu ofangreindra verkefna og veita til þess um 45 milljónum króna. Meginmarkmið UNESCO er að efla alþjóðlega samvinnu á sviði menntunar, vísinda og menningarmála. UNESCO ber höfuðábyrgð á því meðal alþjóðastofnana að innleiða fjórða heimsmarkmiðið um menntun, og gegnir einnig lykilhlutverki við innleiðingu annarra heimsmarkmiða. Markmið og áherslur UNESCO falla vel að stefnu Íslands í þróunarsamvinnu, sérstaklega hvað varðar menntamál, mannréttindi og jafnrétti kynjanna. Frá undirritun samningsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent
Ísland og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hafa gert með sér samstarfssamning á sviði þróunarsamvinnu. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Xing Qu, aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu rammasamning þess efnis fyrr í vikunni. Rammasamningurinn er sá fyrsti sem Ísland og UNESCO gera um þróunarsamvinnu. Hann felur í sér að Ísland styður við tvö verkefni á vegum stofnunarinnar. Annars vegar er um að ræða framlag til verkefnis sem miðar að því að styrkja getu fátækra ríkja við að innleiða umbætur á sviði menntamála. Hins vegar er framlag til að stuðla að tjáningarfrelsi og öryggi blaðamanna í þróunarlöndum. Miðað er við að framlögin nýtist sérstaklega í starfi UNESCO í Afganistan, einu af áherslulöndum Íslands í þróunarsamvinnu, bæði til að bæta aðgengi að menntun þar í landi, sem og til að tryggja öryggi blaðamanna. „Menntun er undirstaða framfara og frjálsir fjölmiðlar ein af forsendum lýðræðis. Þess vegna er afar mikilvægt að styrkja hvort tveggja í ríkjum sem standa veikt. Ísland hefur mikið fram að færa í þessum efnum og því er mér það mikið fagnaðarefni að við höfum nú undirritað rammasamning við UNESCO á þessu sviði,“ segir Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri. Alls verja íslensk stjórnvöld um 174 milljónum króna á næstu fimm árum til þessara tveggja verkefna. Til viðbótar munu íslensk stjórnvöld senda íslenska sérfræðinga til starfa á vettvangi við innleiðingu ofangreindra verkefna og veita til þess um 45 milljónum króna. Meginmarkmið UNESCO er að efla alþjóðlega samvinnu á sviði menntunar, vísinda og menningarmála. UNESCO ber höfuðábyrgð á því meðal alþjóðastofnana að innleiða fjórða heimsmarkmiðið um menntun, og gegnir einnig lykilhlutverki við innleiðingu annarra heimsmarkmiða. Markmið og áherslur UNESCO falla vel að stefnu Íslands í þróunarsamvinnu, sérstaklega hvað varðar menntamál, mannréttindi og jafnrétti kynjanna. Frá undirritun samningsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent