Heimalagað páskanammi að hætti Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran skrifar 15. apríl 2019 12:00 Eva þekkir súkkulaði nokkuð vel. Á föstudaginn var Ísland í dag tileinkaður súkkulaði en það styttist í páskana sem þýðir aðeins eitt, súkkulaðiátið er handan við hornið. Eva Laufey heimsótti Omnom sem er lítil súkkulaðigerð í Reykjavík og framleiðir handgert súkkulaði og nýjasta afurðin eru súkkulaði kanínur fyrir páskana. Þar hitti hún Kjartan Gíslason sem er kokkur og jafnframt einn af stofnendum Omnom og fékk að skyggnast á bakvið tjöldin í súkkulaðigerðinni. Kjartan var mjög áhugasamur um það hvernig súkkulaði væri til og það var kveikjan að Omnom og fékk hann æskuvin sinn hann Óskar til liðs við sig og saman tóku þeir að afla sér úrvals kakóbauna. Súkkulaðiævintýrið hófst heima hjá Kjartani þar sem þeir byrjuðu að mala baunir og búa til súkkulaði. Svo færðu þeir sig yfir í yfirgefna bensínstöð á Seltjarnarnesi sem þeir gerðu upp og bjuggu til litla súkkulaðiverksmiðju þar sem þeir prófuðu sig áfram, gerðu tilraunir og drukku óhóflega mikið af kaffi að eigin sögn þar til fyrsta súkkulaðið þeirra varð til og þar með Omnom í leiðinni. Umbúðirnar hjá Omnom hafa vakið mikla eftirtekt en hún er í senn afar litrík og skemmtileg, sker sig svolítið frá öðrum súkkulaðitegundum á markaði. Hér að neðan má sjá innslagið og þar fyrir neðan má sjá hvernig maður reiðir fram dýrindis páskanammi að hættu Evu Laufeyjar. UPPSKRIFT 30 g smjör 220 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 260 ml rjómi 3 stk egg 2 msk sykur 1 tsk vanillu extrakt (eða vanillusykur) Aðferð:Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Hellið súkkulaðiblöndunni í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við. Kælið blönduna Þeytið rjóma og bætið að því loknu súkkulaðiblöndunni saman við í þremur hlutum. Leggið blönduna. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið eggjahvítublönduna mjög varlega samanvið súkkulaðiblönduna með sleikju, hrærið vanillu út í að lokum. Skiptið súkkulaðimúsinni niður í falleg glös eða skálar og geymið í kæli í lágmark 3 klukkustundir áður en þið berið hana fram. Eftirréttir Eva Laufey Páskar Uppskriftir Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið
Á föstudaginn var Ísland í dag tileinkaður súkkulaði en það styttist í páskana sem þýðir aðeins eitt, súkkulaðiátið er handan við hornið. Eva Laufey heimsótti Omnom sem er lítil súkkulaðigerð í Reykjavík og framleiðir handgert súkkulaði og nýjasta afurðin eru súkkulaði kanínur fyrir páskana. Þar hitti hún Kjartan Gíslason sem er kokkur og jafnframt einn af stofnendum Omnom og fékk að skyggnast á bakvið tjöldin í súkkulaðigerðinni. Kjartan var mjög áhugasamur um það hvernig súkkulaði væri til og það var kveikjan að Omnom og fékk hann æskuvin sinn hann Óskar til liðs við sig og saman tóku þeir að afla sér úrvals kakóbauna. Súkkulaðiævintýrið hófst heima hjá Kjartani þar sem þeir byrjuðu að mala baunir og búa til súkkulaði. Svo færðu þeir sig yfir í yfirgefna bensínstöð á Seltjarnarnesi sem þeir gerðu upp og bjuggu til litla súkkulaðiverksmiðju þar sem þeir prófuðu sig áfram, gerðu tilraunir og drukku óhóflega mikið af kaffi að eigin sögn þar til fyrsta súkkulaðið þeirra varð til og þar með Omnom í leiðinni. Umbúðirnar hjá Omnom hafa vakið mikla eftirtekt en hún er í senn afar litrík og skemmtileg, sker sig svolítið frá öðrum súkkulaðitegundum á markaði. Hér að neðan má sjá innslagið og þar fyrir neðan má sjá hvernig maður reiðir fram dýrindis páskanammi að hættu Evu Laufeyjar. UPPSKRIFT 30 g smjör 220 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 260 ml rjómi 3 stk egg 2 msk sykur 1 tsk vanillu extrakt (eða vanillusykur) Aðferð:Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Hellið súkkulaðiblöndunni í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við. Kælið blönduna Þeytið rjóma og bætið að því loknu súkkulaðiblöndunni saman við í þremur hlutum. Leggið blönduna. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið eggjahvítublönduna mjög varlega samanvið súkkulaðiblönduna með sleikju, hrærið vanillu út í að lokum. Skiptið súkkulaðimúsinni niður í falleg glös eða skálar og geymið í kæli í lágmark 3 klukkustundir áður en þið berið hana fram.
Eftirréttir Eva Laufey Páskar Uppskriftir Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið