Að skjóta rjúpu með 22 cal Karl Lúðvíksson skrifar 22. október 2019 12:34 Að skjóta rjúpu með 22 cal er góð áskorun. Þar sem rjúpnaveiðitímabilið fer senn að hefjast eru skyttur landsins í óðoaönn að undirbúa sig fyrir það sem margir telja skemmtilegasta skytterí sem hægt er að komast í. Að ganga til fjalla og ná í jólamatinn, veiða í hófi og njóta útiverunnar er líklega það sem allar rjúpnaskyttur sækjast eftir að upplifa en það eru þó nokkrir sem eru líka farnir að taka þetta skrefinu lengra og það má eiginlega segja að þeir séu farnir að lyfta veiðunum upp um styrkleikaflokk. Ég hugsa að það sé óhætt að segja að langflestir veiðimenn skjóti rjúpu með haglabyssu en það er þó að færast í vöxt að ganga til rjúpna með 22 cal riffla um öxl og jafnvel 17 hmr. Bæði þessi kaliber þykja mjög skemmtileg á rjúpu en veiðiaðferðin krefst nákvæmni og góðrar æfingar, en nákvæmlega í því fellst áskorunin. Ólíkt því að veiða með haglabyssu er sportið að finna rjúpur og taka fuglinn á hæfilegu færi, ca 50-100 en stundum lengra. Þú nærð með góðu einu skoti, tveimur ef þú ert heppinn og takmarkið og áskorunin fellst í að fella einn fugl með einni kúlu. Góður rifill, góður sjónauki og góð æfing í skotfimi er það sem þarf að hafa í lagi og þeir sem eiga eftir að prófa þetta ættu að gera það því það er eitthvað svo allt öðruvísi í hugarfarinu við veiðarnar þegar veitt er með þessum litlu kaliberum. Áskorunin er mikil en þegar vel gengur er ánægjan eftir góðan dag líka þeim mun meiri. Skyttur eru þó minntir á þær hættur sem geta skapast við að nota riffla við veiðar á svæðum þar sem fleiri menn gætu verið á sama svæði. Gæta þess að og kanna hvert baklandið er því eins og þeir sem hafa lokið byssu- og veiðiprófi vita er hættusvið 22 cal kúlu 1,5 km. Skotveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Þar sem rjúpnaveiðitímabilið fer senn að hefjast eru skyttur landsins í óðoaönn að undirbúa sig fyrir það sem margir telja skemmtilegasta skytterí sem hægt er að komast í. Að ganga til fjalla og ná í jólamatinn, veiða í hófi og njóta útiverunnar er líklega það sem allar rjúpnaskyttur sækjast eftir að upplifa en það eru þó nokkrir sem eru líka farnir að taka þetta skrefinu lengra og það má eiginlega segja að þeir séu farnir að lyfta veiðunum upp um styrkleikaflokk. Ég hugsa að það sé óhætt að segja að langflestir veiðimenn skjóti rjúpu með haglabyssu en það er þó að færast í vöxt að ganga til rjúpna með 22 cal riffla um öxl og jafnvel 17 hmr. Bæði þessi kaliber þykja mjög skemmtileg á rjúpu en veiðiaðferðin krefst nákvæmni og góðrar æfingar, en nákvæmlega í því fellst áskorunin. Ólíkt því að veiða með haglabyssu er sportið að finna rjúpur og taka fuglinn á hæfilegu færi, ca 50-100 en stundum lengra. Þú nærð með góðu einu skoti, tveimur ef þú ert heppinn og takmarkið og áskorunin fellst í að fella einn fugl með einni kúlu. Góður rifill, góður sjónauki og góð æfing í skotfimi er það sem þarf að hafa í lagi og þeir sem eiga eftir að prófa þetta ættu að gera það því það er eitthvað svo allt öðruvísi í hugarfarinu við veiðarnar þegar veitt er með þessum litlu kaliberum. Áskorunin er mikil en þegar vel gengur er ánægjan eftir góðan dag líka þeim mun meiri. Skyttur eru þó minntir á þær hættur sem geta skapast við að nota riffla við veiðar á svæðum þar sem fleiri menn gætu verið á sama svæði. Gæta þess að og kanna hvert baklandið er því eins og þeir sem hafa lokið byssu- og veiðiprófi vita er hættusvið 22 cal kúlu 1,5 km.
Skotveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði