Aldrei í lagi að spyrja konu hvort hún sé ólétt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. september 2019 12:00 Alexandra Sif Nikulásdóttir þjálfari segir að það sé allt of algengt að konur sem opna sig um líf sitt á samfélagsmiðlum séu spurðar út í barneignir. Fréttablaðið/Eyþór „Þessi spurning hefur alltaf stuðað mig,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir þjálfari en hún fær reglulega skilaboð á samfélagsmiðlum sínum um það hvort hún eigi von á barni. Alexandra er með yfir 9.000 fylgjendur á Instagram og deilir þar meðal annars góðum ráðum varðandi hreyfingu, heilsu, mataræði og skipulag. Hún segir að hún fái ýmsar spurningar frá sínum fylgjendum sem sé sjálfsagt að svara en viðurkennir að hún verði reið þegar ókunnugt fólk spyr hvort hún sé ólétt. „Mér finnst aldrei í lagi að spyrja þessar spurningar.“ Alexandra verður 31 árs í þessum mánuði og býr í Urriðaholti ásamt kærasta sínum Arnari Frey Bóassyni. Hún ræðir ekki oft persónuleg málefni á Instagram, en gat einfaldlega ekki setið á sér eftir að hafa fengið ítrekaðar spurningar tengdar barneignum. „Ég hef haft þetta á bakvið eyrað mjög lengi þar sem ég hef fengið hana mjög reglulega. Einnig þekki ég til margra stelpna sem hafa verið að fá þessa spurningu í gegnum sína miðla eða lífinu almennt og svo aðrar sem að hafa gengið í gegnum erfiðleika þegar það kemur að barneignum. Ég er að eðlisfari frekar lokuð og örlítið feimin við að tala um persónuleg málefni á samfélagsmiðlum þannig ég hef aldrei látið verða af því. Í fyrradag fékk ég þessa spurningu í annað skipti á mánuði frá ókunnugri konu og mér varð svo heitt í hamsi þar sem ég hef ekki gefið til kynna að svo væri eða rætt þessi málefni á mínum miðli að ég varð að taka upp hanskann fyrir okkur konur. Það eru svo ótrúlega margar að ganga í gegnum erfiðleika sem við vitum ekki af tengdu þessu og þar fyrir utan finnst mér þetta vera mjög persónuleg spurning að það kemur ekki öðrum við nema viðkomandi tala um það af fyrrabragði. Þetta er eitthvað sem fer á milli þín og maka þíns.“ Alexandra Sif Nikulásdóttir og Arnar Freyr Bóasson hafa verið par í nokkur ár.Úr einkasafni Forréttindi að verða ólétt Alexanda Sif segir að þessi spurning sé mjög persónuleg og það sé ekki heldur sjálfgefið að allar konur geti orðið ófrískar. „Mér finnst sú þekking vera meira í umræðunni í samfélaginu í dag en áður. Fólk er að opna sig og deila sínum erfiðleikum í þessu ferli. Þú veist aldrei hvað hver er að ganga um. Gamla góða hugtakið aðgát skal vera höfð í nærveru sálar á vel við hér að mínu mati. Margar sem ganga í gegnum fósturmissi, fæða andvana barn, ófrjósemi og annað og eru ekki tilbúnar að tala um það. Svo eru aðrar sem að vilja ekki eignast börn og aðrar sem eru ekki í sambandi eða önnur persónuleg vandamál sem kemur í veg fyrir barneignir. Það eru forréttindi að verða ólétt, ganga með barn og fæða heilbrigt barn.“ Hún bendir á að spurningar sem þessar geti haft töluverð áhrif á andlega líðan kvenna sem hafi lent í slíkum erfiðleikum. Ekki allir tali opinskátt um þetta málefni eða sína erfiðleika. Alexandra ræddi þessi mál á einlægan hátt á Instagram og fékk mjög sterk viðbrögð frá sínum fylgjendum í kjölfarið. „Ég byrjaði einmitt umræðuna á því að taka það fram að ég væri ekki vön að vekja athygli á svona málefnum eða tala um mínar tilfinningar þannig séð. Mér fannst það mjög auðvelt þegar ég var yngri og einhleyp en núna þegar ég er í sambandi þá finnst mér ég ekki bara vera deila lífinu mínu heldur lífi maka míns líka. Þar af leiðandi er ég með ákveðin mörk. Ég valdi líka að tala ekki um sjálfa mig í þessari umræðu í gær heldur vakti athygli á því að þessi spurning og afskiptasemi væri ekki við hæfi fyrir hönd kvenna.“ Alexandra segir að þessi spurning sé allt of algeng. „Mér finnst ég í rauninni fá hana oftar frá ókunnugum frekar en mínum nánustu. Og þá sérstaklega í seinni tíð af því að ég er orðin ákveðið „gömul“. Þú veist aldrei hvað viðkomandi er að ganga í gegnum.“ Úr einkasafni Pressan eykst eftir þrítugt Hún segir að þessi spurning sé algengari hér á landi en erlendis og telur að ástæðan tengist aldri. „Konur eru oft eldri til dæmis í Evrópu heldur en hér heima og margar sem bjuggu erlendis voru einmitt sammála því. Íslenskar konur eru oft yngri að stofna fjölskyldu og því er þessi pressa svolítið komin út frá aldri en stundum byrja spurningarnar oft þegar konur eru einungis um tvítugt. Ég sá grein fyrr í vor þar sem það var verið að ræða það að konur hérlendis væru farnar að reyna eignast börn seinna heldur en áður og fólksfjölgun væri ekki eins mikið seinustu ár. Það geta verið meiri erfiðleikar því eldri sem konan er enda eru eggin kannski ekki eins góð um 35 ára aldur. Það er því skiljanlegt og mikilvægt að þessi fróðleikur sé til staðar og ég er meðvituð um það. En vegna þessa er raunin er sú að það er mikil pressa á okkur konur sem eru komnar yfir þrítugt, eins og við séum að renna út og margar sem að sendu á mig að þær væru að upplifa það að eftir þrítugt væri pressan að aukast sem og spurningarnar.“ Alexandra segir að það hafi komið sér smá á óvart að umræðan hafi ekki aðeins snert barnlausar konur. „Heldur einnig konur með kannski eitt til tvö börn þá var það spurningin hvort það ætti ekki að fara koma með annað og svo konur með börn af sama kyni hvort það ætti ekki að fara koma með hitt kynið eins og ekkert væri sjálfsagðara. En það geta líka verið erfiðleikar þrátt fyrir að viðkomandi eigi barn fyrir.“ Valdefla konur Alexandra starfar sem þjálfari í gegnum netið hjá FitSuccess og hefur gert það síðustu átta árin. Þegar hún byrjaði hafði hún sjálf verið þar í þjálfun í eitt ár. „Grunngildi og markmið FitSuccess snýst um að valdefla konur með styrktaræfingum, hvetja þær til heilbrigðs lífstíls og vera stoltar. Þessi umræða er því mjög náin mér þar sem ég vinn einungis við að þjálfa konur. Ég keppti í módelfitness og fitness að ganga sex ár með mjög góðum árangri og nýtti ég mér þann árangur og mína þekkingu sem þjálfari til þess að blogga, skrifa í blöð og seinast samfélagsmiðla til þess að koma frá mér jákvæðu hugarfari og ýmsu sem kemur að heilbrigðum lífsstíl.“ Hún æfir nánast á hverjum degi og fær oft athugasemdir frá sínum fylgjendum um það hvernig hún æfir eða kýs að lifa sínu lífi. Hún fær að heyra setningar eins og „Já þú getur gert þetta af því að þú átt engin börn“ og „Bíddu bara þangað til þú eignast börn.“ Þetta finnst henni mjög sérstakt. „Mín upplifun er stundum sú að maður sé verri manneskja af því að maður á ekki börn. Ég get vissulega kannski gert meira sem að foreldrar hafi ekki tök á en hver veit nema mig langi bara virkilega til þess að verða foreldri. Ég er vel tilbúin að breyta mínum lifnaðarháttum og mun aðlaga þá að barni ef ég verð það heppinn að fá að verða foreldri.“ Æfingar eru stór hluti af lífi Alexöndru og gera mikið fyrir líðan hennar. „Fyrir mig er það að hreyfa mig partur af „self love.“ Þannig rækta ég bæði líkama og sál og er betri manneskja fyrir vikið. Á mínu self love ferðalagi sem hófst þegar ég byrjaði í þjálfun fyrir níu árum er ég tíu kílóum þyngri en þegar ég byrjaði og miklu hraustari og heilbrigðari. Það að vinna í árangri með líkamlegt form er krefst mikillar sjálfsvinnu og kenndi mér að elska sjálfa mig, skipulag, sjálfstæði, sjálfstraust, styrk bæði líkamlega og andlega og svo margt annað. Í dag er það bara orðinn partur af mínu lífi. Ég elska að hreyfa mig og borða hollt og geri það af því að mér þykir vænt um sjálfa mig og af því það veitir mér vellíðan bæði líkamlega og andlega. Ég hef sagt við kærastann minn að ef við verðum það lánsöm að verða foreldrar að mig langi ekki til þess að hætta að gera hlutina sem ég elska eins og þá til dæmis að hreyfa mig. Ég myndi búa til nýja rútínu sem að myndi henta okkur sem liðsheild. Til að byrja með væri ég sennilega ekki að mæta á æfingar eins og ég geri í dag enda líkaminn ekki í standi til þess fyrst um sinn en svo þyrfti tíminn bara að leiða annað í ljós.“ Áhugasamir geta hlustað á umræðu Alexöndru á Instagram síðu hennar AleSif undir highlights („Real Talk“)Úr einkasafni Alexandra þjálfar eingöngu konur, þar á meðal margar mæður, og hefur tekið eftir því að æfingar hafi jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan þeirra. „Margar konur leita til okkar í þjálfun með það markmið að verða betri fyrirmyndir fyrir börnin sín. Okkar markmið er að gera þetta að lífsstíl og þar sem að við þjálfum einungis konur og margar hverjar eru með heimili og fjölskyldu þá viljum við að þetta sé raunhæft fyrir þær og að fjölskyldan geti tekið þátt líka.“ Hún segir að fyrir margar mæður séu æfingar til dæmis þeirra tími dagsins til þess að takast á við streitu og það sem kemur upp á í daglegu lífi þeirra. Orðlaus yfir viðbrögðunum Hún segir að það sé dýrmætt að geta hjálpað öðrum og vakið athygli á einverju sem að skiptir máli. „Mér finnst ég allavega vera búin að taka skrefið út fyrir þægindarammann og hvatningin sem ég hef fengið hvetur mig svo sannarlega til þess að gera meira jákvætt og gott með minn miðil. Ein helsta ástæðan fyrir að ég byrjaði á samfélagsmiðlum er til þess að láta gott af mér leiða en svo dettur maður stundum í lægð eða hefur ekki tíma.“ Alexandra segir að hún hafi aldrei fengið jafn mikið af skilaboðum á samfélagsmiðlum, enda ekki vön að opna sig um svona persónulegt máefni. „Ég er búin að fá mikinn fjölda af nýjum fylgjendum og yfir 300 skilaboð frá konum sem að þökkuðu mér fyrir að taka þessa umræðu. Af þeim voru margar sem að deildu með mér sinni reynslu og komu með góða punkta og svo aðrar sem hafa deilt umræðunni áfram til að vekja athygli á þessu málefni. Það sem mér finnst ótrúlega magnað, konur að styrkja konur og þessa umræðu. Ég átti engan vegin von á þessum viðbrögðum og er smá orðlaus. Er ótrúlega glöð að hafa loksins þorað því að vekja athygli á einhverju sem snertir svo marga.“ Fjölskyldumál Frjósemi Samfélagsmiðlar Viðtal Tengdar fréttir „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Þessi spurning hefur alltaf stuðað mig,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir þjálfari en hún fær reglulega skilaboð á samfélagsmiðlum sínum um það hvort hún eigi von á barni. Alexandra er með yfir 9.000 fylgjendur á Instagram og deilir þar meðal annars góðum ráðum varðandi hreyfingu, heilsu, mataræði og skipulag. Hún segir að hún fái ýmsar spurningar frá sínum fylgjendum sem sé sjálfsagt að svara en viðurkennir að hún verði reið þegar ókunnugt fólk spyr hvort hún sé ólétt. „Mér finnst aldrei í lagi að spyrja þessar spurningar.“ Alexandra verður 31 árs í þessum mánuði og býr í Urriðaholti ásamt kærasta sínum Arnari Frey Bóassyni. Hún ræðir ekki oft persónuleg málefni á Instagram, en gat einfaldlega ekki setið á sér eftir að hafa fengið ítrekaðar spurningar tengdar barneignum. „Ég hef haft þetta á bakvið eyrað mjög lengi þar sem ég hef fengið hana mjög reglulega. Einnig þekki ég til margra stelpna sem hafa verið að fá þessa spurningu í gegnum sína miðla eða lífinu almennt og svo aðrar sem að hafa gengið í gegnum erfiðleika þegar það kemur að barneignum. Ég er að eðlisfari frekar lokuð og örlítið feimin við að tala um persónuleg málefni á samfélagsmiðlum þannig ég hef aldrei látið verða af því. Í fyrradag fékk ég þessa spurningu í annað skipti á mánuði frá ókunnugri konu og mér varð svo heitt í hamsi þar sem ég hef ekki gefið til kynna að svo væri eða rætt þessi málefni á mínum miðli að ég varð að taka upp hanskann fyrir okkur konur. Það eru svo ótrúlega margar að ganga í gegnum erfiðleika sem við vitum ekki af tengdu þessu og þar fyrir utan finnst mér þetta vera mjög persónuleg spurning að það kemur ekki öðrum við nema viðkomandi tala um það af fyrrabragði. Þetta er eitthvað sem fer á milli þín og maka þíns.“ Alexandra Sif Nikulásdóttir og Arnar Freyr Bóasson hafa verið par í nokkur ár.Úr einkasafni Forréttindi að verða ólétt Alexanda Sif segir að þessi spurning sé mjög persónuleg og það sé ekki heldur sjálfgefið að allar konur geti orðið ófrískar. „Mér finnst sú þekking vera meira í umræðunni í samfélaginu í dag en áður. Fólk er að opna sig og deila sínum erfiðleikum í þessu ferli. Þú veist aldrei hvað hver er að ganga um. Gamla góða hugtakið aðgát skal vera höfð í nærveru sálar á vel við hér að mínu mati. Margar sem ganga í gegnum fósturmissi, fæða andvana barn, ófrjósemi og annað og eru ekki tilbúnar að tala um það. Svo eru aðrar sem að vilja ekki eignast börn og aðrar sem eru ekki í sambandi eða önnur persónuleg vandamál sem kemur í veg fyrir barneignir. Það eru forréttindi að verða ólétt, ganga með barn og fæða heilbrigt barn.“ Hún bendir á að spurningar sem þessar geti haft töluverð áhrif á andlega líðan kvenna sem hafi lent í slíkum erfiðleikum. Ekki allir tali opinskátt um þetta málefni eða sína erfiðleika. Alexandra ræddi þessi mál á einlægan hátt á Instagram og fékk mjög sterk viðbrögð frá sínum fylgjendum í kjölfarið. „Ég byrjaði einmitt umræðuna á því að taka það fram að ég væri ekki vön að vekja athygli á svona málefnum eða tala um mínar tilfinningar þannig séð. Mér fannst það mjög auðvelt þegar ég var yngri og einhleyp en núna þegar ég er í sambandi þá finnst mér ég ekki bara vera deila lífinu mínu heldur lífi maka míns líka. Þar af leiðandi er ég með ákveðin mörk. Ég valdi líka að tala ekki um sjálfa mig í þessari umræðu í gær heldur vakti athygli á því að þessi spurning og afskiptasemi væri ekki við hæfi fyrir hönd kvenna.“ Alexandra segir að þessi spurning sé allt of algeng. „Mér finnst ég í rauninni fá hana oftar frá ókunnugum frekar en mínum nánustu. Og þá sérstaklega í seinni tíð af því að ég er orðin ákveðið „gömul“. Þú veist aldrei hvað viðkomandi er að ganga í gegnum.“ Úr einkasafni Pressan eykst eftir þrítugt Hún segir að þessi spurning sé algengari hér á landi en erlendis og telur að ástæðan tengist aldri. „Konur eru oft eldri til dæmis í Evrópu heldur en hér heima og margar sem bjuggu erlendis voru einmitt sammála því. Íslenskar konur eru oft yngri að stofna fjölskyldu og því er þessi pressa svolítið komin út frá aldri en stundum byrja spurningarnar oft þegar konur eru einungis um tvítugt. Ég sá grein fyrr í vor þar sem það var verið að ræða það að konur hérlendis væru farnar að reyna eignast börn seinna heldur en áður og fólksfjölgun væri ekki eins mikið seinustu ár. Það geta verið meiri erfiðleikar því eldri sem konan er enda eru eggin kannski ekki eins góð um 35 ára aldur. Það er því skiljanlegt og mikilvægt að þessi fróðleikur sé til staðar og ég er meðvituð um það. En vegna þessa er raunin er sú að það er mikil pressa á okkur konur sem eru komnar yfir þrítugt, eins og við séum að renna út og margar sem að sendu á mig að þær væru að upplifa það að eftir þrítugt væri pressan að aukast sem og spurningarnar.“ Alexandra segir að það hafi komið sér smá á óvart að umræðan hafi ekki aðeins snert barnlausar konur. „Heldur einnig konur með kannski eitt til tvö börn þá var það spurningin hvort það ætti ekki að fara koma með annað og svo konur með börn af sama kyni hvort það ætti ekki að fara koma með hitt kynið eins og ekkert væri sjálfsagðara. En það geta líka verið erfiðleikar þrátt fyrir að viðkomandi eigi barn fyrir.“ Valdefla konur Alexandra starfar sem þjálfari í gegnum netið hjá FitSuccess og hefur gert það síðustu átta árin. Þegar hún byrjaði hafði hún sjálf verið þar í þjálfun í eitt ár. „Grunngildi og markmið FitSuccess snýst um að valdefla konur með styrktaræfingum, hvetja þær til heilbrigðs lífstíls og vera stoltar. Þessi umræða er því mjög náin mér þar sem ég vinn einungis við að þjálfa konur. Ég keppti í módelfitness og fitness að ganga sex ár með mjög góðum árangri og nýtti ég mér þann árangur og mína þekkingu sem þjálfari til þess að blogga, skrifa í blöð og seinast samfélagsmiðla til þess að koma frá mér jákvæðu hugarfari og ýmsu sem kemur að heilbrigðum lífsstíl.“ Hún æfir nánast á hverjum degi og fær oft athugasemdir frá sínum fylgjendum um það hvernig hún æfir eða kýs að lifa sínu lífi. Hún fær að heyra setningar eins og „Já þú getur gert þetta af því að þú átt engin börn“ og „Bíddu bara þangað til þú eignast börn.“ Þetta finnst henni mjög sérstakt. „Mín upplifun er stundum sú að maður sé verri manneskja af því að maður á ekki börn. Ég get vissulega kannski gert meira sem að foreldrar hafi ekki tök á en hver veit nema mig langi bara virkilega til þess að verða foreldri. Ég er vel tilbúin að breyta mínum lifnaðarháttum og mun aðlaga þá að barni ef ég verð það heppinn að fá að verða foreldri.“ Æfingar eru stór hluti af lífi Alexöndru og gera mikið fyrir líðan hennar. „Fyrir mig er það að hreyfa mig partur af „self love.“ Þannig rækta ég bæði líkama og sál og er betri manneskja fyrir vikið. Á mínu self love ferðalagi sem hófst þegar ég byrjaði í þjálfun fyrir níu árum er ég tíu kílóum þyngri en þegar ég byrjaði og miklu hraustari og heilbrigðari. Það að vinna í árangri með líkamlegt form er krefst mikillar sjálfsvinnu og kenndi mér að elska sjálfa mig, skipulag, sjálfstæði, sjálfstraust, styrk bæði líkamlega og andlega og svo margt annað. Í dag er það bara orðinn partur af mínu lífi. Ég elska að hreyfa mig og borða hollt og geri það af því að mér þykir vænt um sjálfa mig og af því það veitir mér vellíðan bæði líkamlega og andlega. Ég hef sagt við kærastann minn að ef við verðum það lánsöm að verða foreldrar að mig langi ekki til þess að hætta að gera hlutina sem ég elska eins og þá til dæmis að hreyfa mig. Ég myndi búa til nýja rútínu sem að myndi henta okkur sem liðsheild. Til að byrja með væri ég sennilega ekki að mæta á æfingar eins og ég geri í dag enda líkaminn ekki í standi til þess fyrst um sinn en svo þyrfti tíminn bara að leiða annað í ljós.“ Áhugasamir geta hlustað á umræðu Alexöndru á Instagram síðu hennar AleSif undir highlights („Real Talk“)Úr einkasafni Alexandra þjálfar eingöngu konur, þar á meðal margar mæður, og hefur tekið eftir því að æfingar hafi jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan þeirra. „Margar konur leita til okkar í þjálfun með það markmið að verða betri fyrirmyndir fyrir börnin sín. Okkar markmið er að gera þetta að lífsstíl og þar sem að við þjálfum einungis konur og margar hverjar eru með heimili og fjölskyldu þá viljum við að þetta sé raunhæft fyrir þær og að fjölskyldan geti tekið þátt líka.“ Hún segir að fyrir margar mæður séu æfingar til dæmis þeirra tími dagsins til þess að takast á við streitu og það sem kemur upp á í daglegu lífi þeirra. Orðlaus yfir viðbrögðunum Hún segir að það sé dýrmætt að geta hjálpað öðrum og vakið athygli á einverju sem að skiptir máli. „Mér finnst ég allavega vera búin að taka skrefið út fyrir þægindarammann og hvatningin sem ég hef fengið hvetur mig svo sannarlega til þess að gera meira jákvætt og gott með minn miðil. Ein helsta ástæðan fyrir að ég byrjaði á samfélagsmiðlum er til þess að láta gott af mér leiða en svo dettur maður stundum í lægð eða hefur ekki tíma.“ Alexandra segir að hún hafi aldrei fengið jafn mikið af skilaboðum á samfélagsmiðlum, enda ekki vön að opna sig um svona persónulegt máefni. „Ég er búin að fá mikinn fjölda af nýjum fylgjendum og yfir 300 skilaboð frá konum sem að þökkuðu mér fyrir að taka þessa umræðu. Af þeim voru margar sem að deildu með mér sinni reynslu og komu með góða punkta og svo aðrar sem hafa deilt umræðunni áfram til að vekja athygli á þessu málefni. Það sem mér finnst ótrúlega magnað, konur að styrkja konur og þessa umræðu. Ég átti engan vegin von á þessum viðbrögðum og er smá orðlaus. Er ótrúlega glöð að hafa loksins þorað því að vekja athygli á einhverju sem snertir svo marga.“
Fjölskyldumál Frjósemi Samfélagsmiðlar Viðtal Tengdar fréttir „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00