Óljóst hvort kötturinn Larry beri sama hug til Boris og talsmaðurinn Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 23:36 Larry er þekktur fyrir að stela athygli frá ráðamönnum sem standa fyrir utan Downingstræti 10. Getty/Chris J Ratcliffe Nú þegar ljóst er hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands og hvern hann hyggst velja í ríkisstjórn sína, er hið minnsta ein spurning sem enn brennur á vörum fjölmargra Breta. Sú spurning er hvernig húskettinum Larry muni líka við nýskipaða forsætisráðherrann Boris Johnson. Larry hefur búið í forsætisráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 frá árinu 2011 þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra gegndi embætti. Larry var villiköttur áður en hann dvaldi í dýraathvarfi og var einna helst þekktur fyrir veiðieðli sitt. Það nýttist honum vel þegar hann kom inn á heimilið, þá fjögurra ára gamall. Larry hlaut þá titilinn æðsti músaveiðari forsætisráðuneytisins og hefur gegnt því embætti allar götur síðan við góðan orðstír.Proof... pic.twitter.com/UZVXn6WcUw— David Cameron (@David_Cameron) July 13, 2016 Svo mikilvægur hefur kötturinn reynst sumum kjósendum að David Cameron sá sig tilneyddan til að kveða niður sögusagnir þess efnis að þeim kumpánum kæmi illa saman og birta mynd því til sönnunar árið 2016. Einnig töldu sumir það stórt skref í samskiptum Bandaríkjanna og Bretlands þegar Larry leyfði Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta að klappa sér í opinberri heimsókn forsetans. Óopinber Twitter aðgangur Larry státar sig af um 300 þúsund fylgjendum en þar hefur ónafngreindur talsmaður högnans síður en svo verið spenntur fyrir komu Boris Johnson í forsætisráðuneytið. Engar fregnir hafa borist af því hvort Larry kjósi að taka undir þau sjónarmið.”No, I can't believe they chose him either” #ToryLeadershipElection pic.twitter.com/H41l5KuLfX— Larry the Cat (@Number10cat) July 23, 2019 Bretland Dýr England Tengdar fréttir Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert "Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. 24. júlí 2019 23:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Nú þegar ljóst er hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands og hvern hann hyggst velja í ríkisstjórn sína, er hið minnsta ein spurning sem enn brennur á vörum fjölmargra Breta. Sú spurning er hvernig húskettinum Larry muni líka við nýskipaða forsætisráðherrann Boris Johnson. Larry hefur búið í forsætisráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 frá árinu 2011 þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra gegndi embætti. Larry var villiköttur áður en hann dvaldi í dýraathvarfi og var einna helst þekktur fyrir veiðieðli sitt. Það nýttist honum vel þegar hann kom inn á heimilið, þá fjögurra ára gamall. Larry hlaut þá titilinn æðsti músaveiðari forsætisráðuneytisins og hefur gegnt því embætti allar götur síðan við góðan orðstír.Proof... pic.twitter.com/UZVXn6WcUw— David Cameron (@David_Cameron) July 13, 2016 Svo mikilvægur hefur kötturinn reynst sumum kjósendum að David Cameron sá sig tilneyddan til að kveða niður sögusagnir þess efnis að þeim kumpánum kæmi illa saman og birta mynd því til sönnunar árið 2016. Einnig töldu sumir það stórt skref í samskiptum Bandaríkjanna og Bretlands þegar Larry leyfði Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta að klappa sér í opinberri heimsókn forsetans. Óopinber Twitter aðgangur Larry státar sig af um 300 þúsund fylgjendum en þar hefur ónafngreindur talsmaður högnans síður en svo verið spenntur fyrir komu Boris Johnson í forsætisráðuneytið. Engar fregnir hafa borist af því hvort Larry kjósi að taka undir þau sjónarmið.”No, I can't believe they chose him either” #ToryLeadershipElection pic.twitter.com/H41l5KuLfX— Larry the Cat (@Number10cat) July 23, 2019
Bretland Dýr England Tengdar fréttir Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert "Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. 24. júlí 2019 23:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert "Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. 24. júlí 2019 23:00
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09