Mansal í heiminum fer vaxandi Heimsljós kynnir 9. janúar 2019 13:00 Niðurstöður nýrrar skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum leiða í ljós að mansal fer vaxandi í heiminum og verður sífellt ógeðfelldara. Kynferðisleg misneyting fórnarlamba er sagður vera helsti drifkrafturinn. Börn eru 30% þeirra sem seld eru mannsali, stelpur miklu fleiri en strákar. Rannsóknin náði til 142 þjóðríkja. Að sögn Yury Fedotov framkvæmdastjóra fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) hefur mansal tekið á sig skelfilegar birtingarmyndir. Hann nefnir barnahermenn, vinnuþræla og kynlífsþræla og segir að vopnaðir hópar og hryðjuverkamenn noti mansal bæði til að vekja ótta og nýta fórnarlömbin sem agn fyrir nýráðningar hermanna. Í skýrslunni segir að þótt meðalfjöldi tilkynntra fórnarlamba hafi sveiflast undanfarin ár sýni þau gögn sem UNODC hafi safnað um langt árabil að fjölgunin sé stöðug frá árinu 2010. Fjölgunin sé mest í Asíu og Ameríku en tekið er fram að óvissa ríki um það hvort fjölgunin skýrist af betri aðferðum til að greina og tilkynna um mansal eða hvort um raunverulega fjölgun fórnarlamba sé að ræða. Flest fórnarlömbin sem seld hafa verið mansali til útlanda koma frá Austur-Asíu og Afríku sunnan Sahara. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að refsileysi viðgangist á mörgum svæðum í Asíu og Afríku og þar sem sakfellt sé á annað borð séu refsingar vægar. Kynlífsþrælkun er sú tegund mansals sem algengust er í Evrópulöndum en í sunnanverðri Afríku og Miðausturlöndum er vinnuþrælkun algengust. Baráttan gegn mansali er hluti af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í annarri grein fimmta markmiðsins segir: Hvers kyns ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þ.m.t. mansal, kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði ekki liðið og regluverk sem styður við ofbeldi afnumið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent
Niðurstöður nýrrar skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum leiða í ljós að mansal fer vaxandi í heiminum og verður sífellt ógeðfelldara. Kynferðisleg misneyting fórnarlamba er sagður vera helsti drifkrafturinn. Börn eru 30% þeirra sem seld eru mannsali, stelpur miklu fleiri en strákar. Rannsóknin náði til 142 þjóðríkja. Að sögn Yury Fedotov framkvæmdastjóra fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) hefur mansal tekið á sig skelfilegar birtingarmyndir. Hann nefnir barnahermenn, vinnuþræla og kynlífsþræla og segir að vopnaðir hópar og hryðjuverkamenn noti mansal bæði til að vekja ótta og nýta fórnarlömbin sem agn fyrir nýráðningar hermanna. Í skýrslunni segir að þótt meðalfjöldi tilkynntra fórnarlamba hafi sveiflast undanfarin ár sýni þau gögn sem UNODC hafi safnað um langt árabil að fjölgunin sé stöðug frá árinu 2010. Fjölgunin sé mest í Asíu og Ameríku en tekið er fram að óvissa ríki um það hvort fjölgunin skýrist af betri aðferðum til að greina og tilkynna um mansal eða hvort um raunverulega fjölgun fórnarlamba sé að ræða. Flest fórnarlömbin sem seld hafa verið mansali til útlanda koma frá Austur-Asíu og Afríku sunnan Sahara. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að refsileysi viðgangist á mörgum svæðum í Asíu og Afríku og þar sem sakfellt sé á annað borð séu refsingar vægar. Kynlífsþrælkun er sú tegund mansals sem algengust er í Evrópulöndum en í sunnanverðri Afríku og Miðausturlöndum er vinnuþrælkun algengust. Baráttan gegn mansali er hluti af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í annarri grein fimmta markmiðsins segir: Hvers kyns ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þ.m.t. mansal, kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði ekki liðið og regluverk sem styður við ofbeldi afnumið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent