Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Karl Lúðvíksson skrifar 2. desember 2019 08:13 María hefur mikin áhuga á refaveiðum. Skotveiði og skotfimi hefur í síðustu tíð dregið að sér sífellt fleiri konur og er það mikið ánægjuefni því hvort tveggja er bæði skemmtilegt að stunda. Ein af þeim ungu konum sem hefur vakið athygli undanfarið er María Arnfinnsdóttir en hún er 23 ára gömul, fædd og uppalin í Hafnarfirði en á ættir að rekja bæði til Írlands þaðan sem móðir hennar er og síðan frá Vestfjörðum þaðan sem hún rekur föðurætt sína og hún tengir uppruna sinn líklega mest við Vestfirði. Hún starfar sem rafvirki og það er óhætt að segja að skotveiði og skotfimi eigi hug hennar allann. Veiðivísir vildi kynnast þessari ungu konu aðeins betur og spyrja hana til dæmis hvaðan þessi áhugi á skotveiðum er kominn? "Ég tróð mér inn í veiðina þar sem pabbi er mikill byssu áhugamaður, kannski aðeins meira en flestir því hann er einn af fáum byssusmiðum á Íslandi og hefur verið einn besti riffilkeppandi hér á landi og slegið mörg met, hann hefur allltaf verið mikill veiðimaður og fer reglulega á veiðar. Ég varð alltaf sár því að ég fékk ekki að koma með sem krakki, ég var mjög áhugasöm og tuðaði þar til að ég fékk að koma með, ég fékk að skjóta úr haglabyssu (.410 tvíhleypu)" segir María í samtali við Veiðivísi. "í fyrsta sinn 8 ára gömul og hóf svo að skjóta úr riffli þegar ég var tólf ára og skaut mína fyrstu tófu 13 ára gömul með fermingagjöfinni sem pabbi smíðaði fyrir mig 6.5x 47 cal Laupua með remington lás og krieger hlaupi. Það sem heillar mig við veiðar er spennan við að komast í færi við dýrið og ná því. Auðvitað er það bónus að fá í matinn. Hreyfingin, útiveran og öll náttúrufegurðin sem fylgir þessu er líka auðvitað ómetanleg. Það toppar ekkert við að sofna á greni þó svo það er ekki veiðilegt þá er það án efa besti svefn sem ég hef fengið."Nú ert þú líka í skotfimi, hvernig hefur þér gengið þar? "Ég hef verið að keppa í haglabyssugrein sem kallast skeet síðastliðin tvö sumur og gengið ágætlega. Þetta er krefjandi grein sem krefst mikillar æfingar og það eru mörg mót haldin frá vori til hausts. Ég stefni að því að halda því áfram það væri skemmtilegt að sjá fleiri stelpur í þessu sporti.En hver er uppáhalds skotveiðin þín? "Uppáhalds skotveiðin mín er klárlega refaveiðar, hef farið með pabba á grenjaveiði síðustu 10 ár. Á meðan við ræðum þetta er ég að átta mig á því að ég hef verið að veiða refi nánast hálfa ævi mína og ég er ekki nema 23 ár gömul og það er einfaldlega alltaf jafn skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að það er svo skemmtilegt er því að það er líklegast mest krefjandi dýrið til að veiða, en mig langar samt sem áður að fara erlendis og prófa veiðar á stærri og fleiri dýrum."Hver er þá uppáhaldsvillibráðin þín til að borða? "Ég borða villibráð með bestu list, ég get lítið gert upp á milli tegunda. Ég hef farið með pabba á rjúpu seinustu tvær helgarnar og við erum komin með nóg í matinn svo höfum við ákveð að fara á villibráðakvöldið hjá Silla kokk þessa helgina og njóta þess að borða góðmeti."Hvað heldur þú að þurfi að gera til að draga fleiri ungar konur í sportið?"Þessi íþrótt er enn, hlutfallslega séð, karlaíþrótt og það er örugglega af einhverjum ástæðum sem að ég get ekki talið upp, enda er ég ekki félagsfræðingur. Þó svo að það gerist hægt þá hef ég verið að taka eftir auknum áhuga kvenna á þessari íþrótt, og ég veit til þess að það er mikill áhugi fyrir því að fá inn fleiri konur í þetta. Það þarf bara að halda áfram að hvetja þær til þess, þær eru margar stelpurnar sem ég hef spjallað við, sem hafa mikin áhuga á að komast að en hafa enga leið til þess að kynnast sportinu, oftar en ekki þá er það einhver náinn sem að kynnir þær fyrir sportinu eða fer með þær út að veiða og sýnir þeim tökin og þar kviknar oftast áhuginn. Það er ekki eins og þetta séu Haukarnir, vel auglýst og börn hvött til að taka þátt. Stelpur eru nefnilega engu síðri veiðimenn eða skyttur heldur en karlmenn. Ef þið viljið fylgjast með myndum frá veiðum mínum þá er hægt að skoða instagramið mitt ”mariaros44”. Skotveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Skotveiði og skotfimi hefur í síðustu tíð dregið að sér sífellt fleiri konur og er það mikið ánægjuefni því hvort tveggja er bæði skemmtilegt að stunda. Ein af þeim ungu konum sem hefur vakið athygli undanfarið er María Arnfinnsdóttir en hún er 23 ára gömul, fædd og uppalin í Hafnarfirði en á ættir að rekja bæði til Írlands þaðan sem móðir hennar er og síðan frá Vestfjörðum þaðan sem hún rekur föðurætt sína og hún tengir uppruna sinn líklega mest við Vestfirði. Hún starfar sem rafvirki og það er óhætt að segja að skotveiði og skotfimi eigi hug hennar allann. Veiðivísir vildi kynnast þessari ungu konu aðeins betur og spyrja hana til dæmis hvaðan þessi áhugi á skotveiðum er kominn? "Ég tróð mér inn í veiðina þar sem pabbi er mikill byssu áhugamaður, kannski aðeins meira en flestir því hann er einn af fáum byssusmiðum á Íslandi og hefur verið einn besti riffilkeppandi hér á landi og slegið mörg met, hann hefur allltaf verið mikill veiðimaður og fer reglulega á veiðar. Ég varð alltaf sár því að ég fékk ekki að koma með sem krakki, ég var mjög áhugasöm og tuðaði þar til að ég fékk að koma með, ég fékk að skjóta úr haglabyssu (.410 tvíhleypu)" segir María í samtali við Veiðivísi. "í fyrsta sinn 8 ára gömul og hóf svo að skjóta úr riffli þegar ég var tólf ára og skaut mína fyrstu tófu 13 ára gömul með fermingagjöfinni sem pabbi smíðaði fyrir mig 6.5x 47 cal Laupua með remington lás og krieger hlaupi. Það sem heillar mig við veiðar er spennan við að komast í færi við dýrið og ná því. Auðvitað er það bónus að fá í matinn. Hreyfingin, útiveran og öll náttúrufegurðin sem fylgir þessu er líka auðvitað ómetanleg. Það toppar ekkert við að sofna á greni þó svo það er ekki veiðilegt þá er það án efa besti svefn sem ég hef fengið."Nú ert þú líka í skotfimi, hvernig hefur þér gengið þar? "Ég hef verið að keppa í haglabyssugrein sem kallast skeet síðastliðin tvö sumur og gengið ágætlega. Þetta er krefjandi grein sem krefst mikillar æfingar og það eru mörg mót haldin frá vori til hausts. Ég stefni að því að halda því áfram það væri skemmtilegt að sjá fleiri stelpur í þessu sporti.En hver er uppáhalds skotveiðin þín? "Uppáhalds skotveiðin mín er klárlega refaveiðar, hef farið með pabba á grenjaveiði síðustu 10 ár. Á meðan við ræðum þetta er ég að átta mig á því að ég hef verið að veiða refi nánast hálfa ævi mína og ég er ekki nema 23 ár gömul og það er einfaldlega alltaf jafn skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að það er svo skemmtilegt er því að það er líklegast mest krefjandi dýrið til að veiða, en mig langar samt sem áður að fara erlendis og prófa veiðar á stærri og fleiri dýrum."Hver er þá uppáhaldsvillibráðin þín til að borða? "Ég borða villibráð með bestu list, ég get lítið gert upp á milli tegunda. Ég hef farið með pabba á rjúpu seinustu tvær helgarnar og við erum komin með nóg í matinn svo höfum við ákveð að fara á villibráðakvöldið hjá Silla kokk þessa helgina og njóta þess að borða góðmeti."Hvað heldur þú að þurfi að gera til að draga fleiri ungar konur í sportið?"Þessi íþrótt er enn, hlutfallslega séð, karlaíþrótt og það er örugglega af einhverjum ástæðum sem að ég get ekki talið upp, enda er ég ekki félagsfræðingur. Þó svo að það gerist hægt þá hef ég verið að taka eftir auknum áhuga kvenna á þessari íþrótt, og ég veit til þess að það er mikill áhugi fyrir því að fá inn fleiri konur í þetta. Það þarf bara að halda áfram að hvetja þær til þess, þær eru margar stelpurnar sem ég hef spjallað við, sem hafa mikin áhuga á að komast að en hafa enga leið til þess að kynnast sportinu, oftar en ekki þá er það einhver náinn sem að kynnir þær fyrir sportinu eða fer með þær út að veiða og sýnir þeim tökin og þar kviknar oftast áhuginn. Það er ekki eins og þetta séu Haukarnir, vel auglýst og börn hvött til að taka þátt. Stelpur eru nefnilega engu síðri veiðimenn eða skyttur heldur en karlmenn. Ef þið viljið fylgjast með myndum frá veiðum mínum þá er hægt að skoða instagramið mitt ”mariaros44”.
Skotveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði