Nú um helgina var tilkynnt um hvaða atriði munu stíga á svið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni, sem fram fer á Borgarfirði eystra 27.júlí næstkomandi.
Bræðslan, sem hefur fest sig í sessi sem einn af helstu tónlistarviðburðum ársins, verður nú haldin í fimmtánda sinn.
Flytjendurnir sem munu trylla lýðinn á Bogganum í sumar verða:
Auður
GDRN
Dúkkulísurnar
Dr.Spock
Jón Jónsson og Friðrik Dór
Sóldögg
Jónas Sig
Miðasala á hátíðina hefst 11. mars og lofa aðstandendur hátíðarinnar ógleymanlegri skemmtun á Borgarfirði eystra.
Atriði Bræðslunnar 2019 tilkynnt
Andri Eysteinsson skrifar
