Maraþonið springur út Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. ágúst 2019 07:30 Edda Hermannsdóttir hleyptur hálft maraþon, en Katrín Jóhannsdóttir 10 kílómetra. Fréttablaðið/Ernir Árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag líkt og landsmenn vita flestir. „Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Hlaupurum gefst kostur á að velja á milli fimm vegalengda, allt frá 600 metra skemmtiskokki til maraþons, auk þess sem þeim gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni og fer áheitasöfnun fram á hlaupastyrkur.is,“ segir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka. Edda hleyptur hálft maraþon fyrir styrktarfélagið Líf. „Undanfarin ár hefur verið unnið að því hörðum höndum að bæta upplifun hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og höfum við hjá bankanum og samstarfsaðilar okkar hjá ÍBR verið dugleg við að heyra í hlaupurum. Einn liður í því var að breyta hlaupabrautinni, fjölga peppstöðvum á hlaupaleið og gera verðlaunapeninginn veglegri,“ segir Katrín Þ. Jóhannsdóttir, verkefnastjóri maraþonsins. Sjálf hleypur hún 10 kílómetra fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. „Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á hlaupaleiðinni í maraþoninu milli ára til að bæta stemningu og auka upplifun hlaupara. Nýja leiðin er mjög fjölbreytt og er nú einn hringur en ekki hlaupin að hluta til sama leiðin tvisvar eins og áður. Þetta er mikill kostur fyrir hlaupara. Þá liggur brautin nú meira í gegnum íbúagötur borgarinnar,“ segir Katrín. Edda segir skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa á maraþoninu. „Þegar hlaupastyrkur byrjaði, þá var það nær eingöngu starfsfólk bankans sem var að heita á hlaupara en í dag er magnað að sjá hversu vel söfnunin gengur og hjálpar góðgerðarfélögunum mikið. Í dag eru það sögur hlauparanna og góðgerðarfélaganna sem drífa þetta áfram og virkilega gaman að sjá allan þennan fjölda vekja athygli á sínum málefnum,“ segir Edda. Hægt er að heita á hlaupara á hlaupastyrkur.is til kl.12.00 á mánudagskvöldið. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag líkt og landsmenn vita flestir. „Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Hlaupurum gefst kostur á að velja á milli fimm vegalengda, allt frá 600 metra skemmtiskokki til maraþons, auk þess sem þeim gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni og fer áheitasöfnun fram á hlaupastyrkur.is,“ segir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka. Edda hleyptur hálft maraþon fyrir styrktarfélagið Líf. „Undanfarin ár hefur verið unnið að því hörðum höndum að bæta upplifun hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og höfum við hjá bankanum og samstarfsaðilar okkar hjá ÍBR verið dugleg við að heyra í hlaupurum. Einn liður í því var að breyta hlaupabrautinni, fjölga peppstöðvum á hlaupaleið og gera verðlaunapeninginn veglegri,“ segir Katrín Þ. Jóhannsdóttir, verkefnastjóri maraþonsins. Sjálf hleypur hún 10 kílómetra fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. „Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á hlaupaleiðinni í maraþoninu milli ára til að bæta stemningu og auka upplifun hlaupara. Nýja leiðin er mjög fjölbreytt og er nú einn hringur en ekki hlaupin að hluta til sama leiðin tvisvar eins og áður. Þetta er mikill kostur fyrir hlaupara. Þá liggur brautin nú meira í gegnum íbúagötur borgarinnar,“ segir Katrín. Edda segir skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa á maraþoninu. „Þegar hlaupastyrkur byrjaði, þá var það nær eingöngu starfsfólk bankans sem var að heita á hlaupara en í dag er magnað að sjá hversu vel söfnunin gengur og hjálpar góðgerðarfélögunum mikið. Í dag eru það sögur hlauparanna og góðgerðarfélaganna sem drífa þetta áfram og virkilega gaman að sjá allan þennan fjölda vekja athygli á sínum málefnum,“ segir Edda. Hægt er að heita á hlaupara á hlaupastyrkur.is til kl.12.00 á mánudagskvöldið.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira