Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Anton Ingi Leifsson skrifar 1. febrúar 2019 20:15 Kristófer Acox, leikmaður KR í Dominos-deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í leik liðsins gegn Tindastól í Síkinu í gærkvöldi. Kristófer greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni skömmu eftir leik og hefur málið, eðlilega, vakið mikil viðbrögð í körfuboltasamfélaginu. „Þetta kemur af svölunum fyrir ofan bekkinn okkar. Ég sá ekkert hver þetta var en maður heyrir þetta,“ sagði Kristófer í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Maður reynir að hlusta ekki á hvað áhorfendurnir í hinum liðunum eru að segja en þegar maður heyrir eitthvað persónulegt tekur maður því nærri sér,“ en hvað sagði viðkomandi? „Hann segir við Inga að taka mig útaf og setja mig í apabúrið eða eitthvað svona rugl.“ Kristófer segir að þetta sé í fyrsta skipti sem þetta gerist fyrir hann, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar í heiminum. „Ég hef aldrei lent í svona veseni sem betur fer og ég hef oft verið spurður að því hvort að þetta væri eitthvað sem ég hafði sloppið við. Ég hef alltaf getað svarað því játandi svo það er mjög leiðinlegt að heyra þetta núna og hvað þá 2019.“ „Það kom ekki fram í því sem ég setti á netið en formaður Tindastóls kom til mín strax eftir leik og baðst afsökunar fyrir hönd félagsins,“ sagði Kristófer og bætti við að lokum: „Það er erfiðara að gleyma þessu en öðru en þeir brugðust vel við og komu beint til mín. Ég hef ekkert út á þá að setja,“ sagði Kristófer um viðbrögð Stólanna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Kristófer Acox, leikmaður KR í Dominos-deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í leik liðsins gegn Tindastól í Síkinu í gærkvöldi. Kristófer greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni skömmu eftir leik og hefur málið, eðlilega, vakið mikil viðbrögð í körfuboltasamfélaginu. „Þetta kemur af svölunum fyrir ofan bekkinn okkar. Ég sá ekkert hver þetta var en maður heyrir þetta,“ sagði Kristófer í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Maður reynir að hlusta ekki á hvað áhorfendurnir í hinum liðunum eru að segja en þegar maður heyrir eitthvað persónulegt tekur maður því nærri sér,“ en hvað sagði viðkomandi? „Hann segir við Inga að taka mig útaf og setja mig í apabúrið eða eitthvað svona rugl.“ Kristófer segir að þetta sé í fyrsta skipti sem þetta gerist fyrir hann, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar í heiminum. „Ég hef aldrei lent í svona veseni sem betur fer og ég hef oft verið spurður að því hvort að þetta væri eitthvað sem ég hafði sloppið við. Ég hef alltaf getað svarað því játandi svo það er mjög leiðinlegt að heyra þetta núna og hvað þá 2019.“ „Það kom ekki fram í því sem ég setti á netið en formaður Tindastóls kom til mín strax eftir leik og baðst afsökunar fyrir hönd félagsins,“ sagði Kristófer og bætti við að lokum: „Það er erfiðara að gleyma þessu en öðru en þeir brugðust vel við og komu beint til mín. Ég hef ekkert út á þá að setja,“ sagði Kristófer um viðbrögð Stólanna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55
Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01
Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00