Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2019 22:24 Durek Verrett og Marta Lovísa prinsessa. Mynd/Instagram Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. Forlagið ber því fyrir sig að bókin gæti reynst skaðleg þeim sem taka hana bókstaflega, einkum með tilliti til fullyrðinga höfundar um orsakir krabbameins og meðferðir við því. Fyrirhugað var að bókin, sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók og ber titilinn Spirit Hacking, kæmi út á norsku í lok mánaðar. Norska dagblaðið VG greinir frá því að Cappelen Damm hafi nú tilkynnt um breytta tilhögun. Í tilkynningu forlagsins segir að í kjölfar útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og umræðu sem spratt upp í kringum hana hafi orðið ljóst að þörf væri á frekari yfirlestri á handritinu. Því næst hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bókina ekki út.Knut Ola Ulvestad, eigandi forlagsins, segir í samtali við VG að hann vilji ekki ábyrgjast fullyrðingar Dureks um orsakir krabbameins og meðferðir við því, sem gætu reynst lesendum skaðlegar. „Við eigum öll vini og samstarfsfélaga sem hafa glímt við krabbamein, sem eiga börn sem hafa glímt við krabbamein. Og Durek skrifar til dæmis um að þegar börn fá krabbamein þá sé það vegna þess að þau eru óhamingjusöm,“ segir Knut Olav. Í dómi hins norska Dagbladet um ensku útgáfu bókarinnar segir að hún sé orðaflaumur „brjálaðs manns“. Þannig haldi hann því fram að fái fólk krabbamein geti það sjálfu sér um kennt. Sænskt forlag tilkynnti einnig um það í dag að það hyggist hætta við útgáfu bókarinnar þar í landi. Það var umdeilt þegar Marta Lovísa svipti hulunni af nýja kærastanum fyrr á þessu ári. Durek er hálfnorskur en hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Hann gefur sig út fyrir að vera „þróunarfrumkvöðull“ sem leggi áherslu á hið andlega. Þá kom hann til Íslands árið 2016 og var fjallað ítarlega um þá heimsókn hér. Hann kynnti sig sem seiðskratta í heimsókninni og kvaðst hafa erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Bókmenntir Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26 Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. Forlagið ber því fyrir sig að bókin gæti reynst skaðleg þeim sem taka hana bókstaflega, einkum með tilliti til fullyrðinga höfundar um orsakir krabbameins og meðferðir við því. Fyrirhugað var að bókin, sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók og ber titilinn Spirit Hacking, kæmi út á norsku í lok mánaðar. Norska dagblaðið VG greinir frá því að Cappelen Damm hafi nú tilkynnt um breytta tilhögun. Í tilkynningu forlagsins segir að í kjölfar útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og umræðu sem spratt upp í kringum hana hafi orðið ljóst að þörf væri á frekari yfirlestri á handritinu. Því næst hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bókina ekki út.Knut Ola Ulvestad, eigandi forlagsins, segir í samtali við VG að hann vilji ekki ábyrgjast fullyrðingar Dureks um orsakir krabbameins og meðferðir við því, sem gætu reynst lesendum skaðlegar. „Við eigum öll vini og samstarfsfélaga sem hafa glímt við krabbamein, sem eiga börn sem hafa glímt við krabbamein. Og Durek skrifar til dæmis um að þegar börn fá krabbamein þá sé það vegna þess að þau eru óhamingjusöm,“ segir Knut Olav. Í dómi hins norska Dagbladet um ensku útgáfu bókarinnar segir að hún sé orðaflaumur „brjálaðs manns“. Þannig haldi hann því fram að fái fólk krabbamein geti það sjálfu sér um kennt. Sænskt forlag tilkynnti einnig um það í dag að það hyggist hætta við útgáfu bókarinnar þar í landi. Það var umdeilt þegar Marta Lovísa svipti hulunni af nýja kærastanum fyrr á þessu ári. Durek er hálfnorskur en hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Hann gefur sig út fyrir að vera „þróunarfrumkvöðull“ sem leggi áherslu á hið andlega. Þá kom hann til Íslands árið 2016 og var fjallað ítarlega um þá heimsókn hér. Hann kynnti sig sem seiðskratta í heimsókninni og kvaðst hafa erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni.
Bókmenntir Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26 Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26
Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00
Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49