Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri lauk keppni í 7.sæti B-deildar á EM í Portúgal.
Íslenska liðið sigraði Georgíu í lokaleik sínum á mótinu í leiknum um 7.sætið.
Ísland leiddi með fimm stigum í leikhléi, 43-48 og vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 90-94.
Orri Hilmarsson var stigahæstur í liði Íslands með 22 stig en Hilmar Smári Henningsson gerði 20 stig og Arnór Sveinsson 19. Þá var Hilmar Pétursson einnig atkvæðamikill með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst.
Körfubolti