Bandaríska lyfjaeftirlitið bað Actavis um að draga úr framleiðslu á ópíóðalyfjum Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2019 14:03 Actavis framleiddi samheitalyfjaútgáfu af ópíóíðalyfinu OxyContin. Fréttablaðið/Eyþór Bandaríka lyfjaeftirlitið óskaði eftir því árið 2012 að samheitalyfjafyrirtækið Actavis myndi draga úr framleiðslu sinni á ópíóðalyfjum. Actavis var árið 2011 annar stærsti framleiðandi ópíóðalyfja á bandarískum markaði. Bandaríska lyfjaeftirlitið var á þessum tíma farið að auka eftirlit sitt með dreifingu og sölu slíkra lyfja vegna ópíóðakrísunnar þar í landi. Þetta kemur fram í umfjöllun Washington Post og greindi RÚV fyrst frá íslenskra miðla. Framvísun á slíkum verkjalyfjum hafði á nokkrum árum stóraukist og fjöldi dauðsfalla hlotist vegna vímuvanda tengdum þeim. Lyfjafyrirtækið Actavis var upprunalega íslenskt fyrirtæki undir íslensku eignarhaldi en var á þessum tíma í eigu bandarískra aðila. Sögðust ekki ekki bera ábyrgð á misnotkun Bandaríska lyfjaeftirlitið nálgaðist Actavis í október 2012 og óskaði eftir því að það myndi minnka framleiðslu sína á ópíóðalyfinu oxycodone um 30 til 40 prósent til að minnka magn þess í umferð. Lyfjaeftirlitið hafði áður átt svipaðar viðræður við Mallinckrodt, sem var þá stærsti framleiðandi ópíóðalyfja á bandarískum markaði. Stjórnendur Actavis urðu ekki við því og hafa stjórnendur þess gefið út að fyrirtækið beri ekki á ábyrgð á misnotkun lyfjanna. Þó alríkislög þar í landi skyldi fyrirtækin til að fylgjast með mynstri, tíðni og magni lyfjapantana, þá geti Actavis ekki stjórnað því hvernig lyf þeirra væru á endanum notuð. 400 þúsund látist vegna ópíóða í Bandaríkjunum Ópíóíðalyf eru tvöfalt sterkari en morfín og voru sparlega notuð af læknum lengi vel. Ástæðan var hversu ávanabindandi þau væru. Þau voru helst notuð fyrir langt leidda sjúklinga eða við líknarmeðferð. Notkunin margfaldaðist aftur á móti eftir að bandaríska lyfjafyrirtækið Purdue Pharma setti OxyContin á markað í Bandaríkjunum árið 1996. Fyrirtækið fullyrti að lítil hætta væri á að sjúklingar yrðu háðir efninu fengju þeir skrifað upp á það vegna verkja. Hundruð málsókna gegn fyrirtækinu liggja fyrir hjá bandarískum dómstólum. Talið er að um 400.000 Bandaríkjamenn hafi látið lífið af völdum of stórs skammts af ópíóðalyfum á tveimur áratugum. Bandaríkin Fíkn Lyf Tengdar fréttir "Kvalabandalagið“ greiddi lækni til að gera lítið úr hættu ópíóíða Hundruð þúsunda Bandaríkjamanna hafa látist í ópíóíðafaraldrinum síðustu áratugi. Fyrirtæki sem var sektað um tugi milljarða vegna hans beitir nú sömu brögðum til að selja lyfin í Evrópu og víðar. 2. júní 2019 11:00 Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05 Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. 28. maí 2019 23:46 Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríka lyfjaeftirlitið óskaði eftir því árið 2012 að samheitalyfjafyrirtækið Actavis myndi draga úr framleiðslu sinni á ópíóðalyfjum. Actavis var árið 2011 annar stærsti framleiðandi ópíóðalyfja á bandarískum markaði. Bandaríska lyfjaeftirlitið var á þessum tíma farið að auka eftirlit sitt með dreifingu og sölu slíkra lyfja vegna ópíóðakrísunnar þar í landi. Þetta kemur fram í umfjöllun Washington Post og greindi RÚV fyrst frá íslenskra miðla. Framvísun á slíkum verkjalyfjum hafði á nokkrum árum stóraukist og fjöldi dauðsfalla hlotist vegna vímuvanda tengdum þeim. Lyfjafyrirtækið Actavis var upprunalega íslenskt fyrirtæki undir íslensku eignarhaldi en var á þessum tíma í eigu bandarískra aðila. Sögðust ekki ekki bera ábyrgð á misnotkun Bandaríska lyfjaeftirlitið nálgaðist Actavis í október 2012 og óskaði eftir því að það myndi minnka framleiðslu sína á ópíóðalyfinu oxycodone um 30 til 40 prósent til að minnka magn þess í umferð. Lyfjaeftirlitið hafði áður átt svipaðar viðræður við Mallinckrodt, sem var þá stærsti framleiðandi ópíóðalyfja á bandarískum markaði. Stjórnendur Actavis urðu ekki við því og hafa stjórnendur þess gefið út að fyrirtækið beri ekki á ábyrgð á misnotkun lyfjanna. Þó alríkislög þar í landi skyldi fyrirtækin til að fylgjast með mynstri, tíðni og magni lyfjapantana, þá geti Actavis ekki stjórnað því hvernig lyf þeirra væru á endanum notuð. 400 þúsund látist vegna ópíóða í Bandaríkjunum Ópíóíðalyf eru tvöfalt sterkari en morfín og voru sparlega notuð af læknum lengi vel. Ástæðan var hversu ávanabindandi þau væru. Þau voru helst notuð fyrir langt leidda sjúklinga eða við líknarmeðferð. Notkunin margfaldaðist aftur á móti eftir að bandaríska lyfjafyrirtækið Purdue Pharma setti OxyContin á markað í Bandaríkjunum árið 1996. Fyrirtækið fullyrti að lítil hætta væri á að sjúklingar yrðu háðir efninu fengju þeir skrifað upp á það vegna verkja. Hundruð málsókna gegn fyrirtækinu liggja fyrir hjá bandarískum dómstólum. Talið er að um 400.000 Bandaríkjamenn hafi látið lífið af völdum of stórs skammts af ópíóðalyfum á tveimur áratugum.
Bandaríkin Fíkn Lyf Tengdar fréttir "Kvalabandalagið“ greiddi lækni til að gera lítið úr hættu ópíóíða Hundruð þúsunda Bandaríkjamanna hafa látist í ópíóíðafaraldrinum síðustu áratugi. Fyrirtæki sem var sektað um tugi milljarða vegna hans beitir nú sömu brögðum til að selja lyfin í Evrópu og víðar. 2. júní 2019 11:00 Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05 Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. 28. maí 2019 23:46 Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
"Kvalabandalagið“ greiddi lækni til að gera lítið úr hættu ópíóíða Hundruð þúsunda Bandaríkjamanna hafa látist í ópíóíðafaraldrinum síðustu áratugi. Fyrirtæki sem var sektað um tugi milljarða vegna hans beitir nú sömu brögðum til að selja lyfin í Evrópu og víðar. 2. júní 2019 11:00
Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05
Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. 28. maí 2019 23:46
Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25